Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?

Kristín Kara Ragnarsdóttir

Talið er að hanakamburinn sem á ensku kallast Mohawk eða mohican komi frá Norður-Ameríku. Á enskri tungu er hann kenndur við Móhíkana-indjánaættflokkinn (e. Mohawk) sem kann þó að vera vafasamt því vitað að er að hanakambur var í tísku hjá Wyadot-indjánum mun fyrr.

Árið 2003 fundust 2300 ára gamlar líkamsleifar manns í Clonycavan á Írlandi. Maðurinn sem kenndur var við fundarstaðinn hafði hanakamb á höfðinu. Því gæti vel verið að það sé ævaforn siður að vera með hanakamb.

Hanakambur er ævafornt fyrirbæri sem komst aftur í tísku á pönk-tímabilinu.

Á tuttugustu öld var hanakamburinn endurvakinn með tilkomu pönk-menningarinnar upp úr 1970. Þá var kamburinn oft litaður með margvíslegum litum og kambbrúnirnar gerðar oddhvassar.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2008

Síðast uppfært

15.6.2018

Spyrjandi

Elísabet Straumland

Tilvísun

Kristín Kara Ragnarsdóttir. „Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2008, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23488.

Kristín Kara Ragnarsdóttir. (2008, 18. júní). Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23488

Kristín Kara Ragnarsdóttir. „Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2008. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23488>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?
Talið er að hanakamburinn sem á ensku kallast Mohawk eða mohican komi frá Norður-Ameríku. Á enskri tungu er hann kenndur við Móhíkana-indjánaættflokkinn (e. Mohawk) sem kann þó að vera vafasamt því vitað að er að hanakambur var í tísku hjá Wyadot-indjánum mun fyrr.

Árið 2003 fundust 2300 ára gamlar líkamsleifar manns í Clonycavan á Írlandi. Maðurinn sem kenndur var við fundarstaðinn hafði hanakamb á höfðinu. Því gæti vel verið að það sé ævaforn siður að vera með hanakamb.

Hanakambur er ævafornt fyrirbæri sem komst aftur í tísku á pönk-tímabilinu.

Á tuttugustu öld var hanakamburinn endurvakinn með tilkomu pönk-menningarinnar upp úr 1970. Þá var kamburinn oft litaður með margvíslegum litum og kambbrúnirnar gerðar oddhvassar.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....