Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er pönk?

Arnar Eggert Thoroddsen

Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstraumnum beggja vegna Atlantshafsins. Á þessum tíma ríkti hin þunga, flókna og alvarlega proggtónlist.[1] Hún hafði fjarlægst hið upprunalega rokk sem gerði út á stuð og fjör fremur en hökustrjúkandi sófasetu. Proggið átti rætur sínar í tímamótaverki Bítlanna, Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band, sem kom út árið 1967. Sú plata er ein fyrsta poppplatan sem gerði kröfu til þess að popptónlistarmenn væru teknir alvarlega sem listamenn.

Um miðjan áttunda áratuginn var proggið orðið afar þunglamalegt og firrt og á sama tíma keyrðu frægar rokkstjörnur eins og Led Zeppelin, Rod Stewart og Eagles æ meira á yfirborðskenndum rokkstjörnustælum fremur en tónlistarlegu innihaldi. Pönkið birtist því sem ferskur, kröftugur andvari og dró í efa ýmislegt sem viðgekkst í tónlistariðnaði samtímans.

Bandaríska sveitin The Ramones flutti hratt, einfalt og grípandi pönkrokk og ímynd hennar er nánast teiknimyndaleg; svartir leðurjakkar, rifnar gallabuxur og ýmislegt fleira sem átti eftir að einkenna pönkið.

Pönkrokkið þróaðist með ólíkum hætti í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í Bandaríkjunum var aðdragandinn lengri og fyrirrennararnir voru hráar, bílskúrsvænar hljómsveitir eins og til dæmis MC5 og Stooges. Fyrirmynd þessara sveita var orkuríkt rokk að hætti Elvis Presley og Chuck Berry. Í upphafi var skilgreiningin nokkuð víð og „pönk“ var notað jöfnum höndum yfir hraðrokkandi, melódíuvænar sveitir eins og Ramones en einnig um listrænari fyrirbæri eins og Television og Patti Smith. Tónlist þeirra er afar ólík því sem talið er pönk í dag. Í huga almennings er pönk eitthvað hávaðasamt, villt, storkandi og óvandað. Það á lítið skylt við tónlist Patti Smith á þessum árum. Hún var djúpvitur, vönduð og hafði nánast snertiflöt við proggið, eins þversagnarkennt og það kann að hljóma.

Frá fyrstu tíð hefur þróun rokksins einkennst af menningarlegu hringstreymi milli Bandaríkjanna og Bretlands. Enski umboðsmaðurinn, fatahönnuðurinn og listamaðurinn Malcolm McLaren opnaði tískubúðina SEX í London ásamt unnustu sinni Vivienne Westwood seint á árinu 1974. Eftir ferðalag til New York gerðist hann hálfgildings umboðsmaður hljómsveitarinnar New York Dolls sem var ein þeirra frumkvöðlasveita sem seinni tíma pönkarar litu upp til. Þegar McLaren sneri aftur til London vélaði hann um stofnun hljómsveitarinnar Sex Pistols og kippti í ýmsa spotta til að koma henni á framfæri.

Sex Pistols var stofnuð árið 1975 og átti eftir að vaxa að vinsældum næstu tvö árin. Áhrif hennar verða seint ofmetin. Með tónleikum, óheftri og hömlulausri framkomu, gagnrýnum textum og óheflaðri, hrárri tónlist tendraði sveitin ljós innra með þúsundum breskra ungmenna sem fóru óðar af stað og stofnuðu eigin hljómsveitir. Um svipað leyti áttu viðlíka hræringar sér stað í Bandaríkjunum og næstu misseri spruttu pönkhljómsveitir upp um heim allan.

Breska sveitin Sex Pistols hafði gríðarleg áhrif í heimalandi sínu. Hún blés hundruðum sveita anda í brjóst og er á margan hátt nokkurs konar kjörmynd pönksins.

Orðið pönkrokk er stundum notað yfir sjálfa tónlistina en iðulega er orðið pönk einfaldlega látið duga. „Hvernig tónlist spilið þið?“: „Við spilum pönk!,“ eða „Við erum pönkhljómsveit“. Orðið pönk hefur mun víðtækari merkingu en bara tónlist, það vísar í ákveðna hugmyndafræði, tísku, menningarkima, aðferðafræði, lífsafstöðu og visst viðhorf til hlutanna eða „attitjúd“.[2] Stundum er sagt, „það er dálítið pönk í þessu,“ og þá gæti umræðuefnið þess vegna verið eldhúsinnrétting. Orðið vísar þá til þess að gengið sé viljandi bratt fram, hlutirnir séu hráir og/eða villtir, og reynt sé að ganga fram af manni.

Það var breski tónlistarblaðamaðurinn Caroline Coon sem notaði fyrst merkimiðann „punk“ í grein í breska blaðinu Melody Maker árið 1976. Orðið, „punk“ og „punk rock“ hafði þó verið notað nokkuð af bandarískum starfsfélögum hennar, allt frá lokum sjöunda áratugarins, en þá til að lýsa margvíslegri tónlist og oft æði óskyldri. Coon var hins vegar fyrst til að gefa þessum nýja undirgeira nafn.

Áhrifa pönkbyltingarinnar gætti víða, til dæmis í tísku (háralitur og hanakambar, öryggisnælur og gaddar, rifnir bolir og hermannaskór) en pönkið hafði líka áhrif á það hvernig fólk nálgaðist hlutina. Í Bretlandi og víðar spruttu til dæmis upp sjálfstæðar, óháðar plötuútgáfur þar sem ströng afstaða var tekin gegn því sem pönkarar álitu íhaldssamt og venjulegt. Áhersla var lögð á að gera hlutina upp á sitt einsdæmi, gera eitthvað nýtt og sneiða hjá viðteknum gildum þeirra sem fóru með völdin.[3] og ofurpólítísk sveit sem rak allt sitt í hippa-kommúnu. Innri þversagnir einkenna ýmislegt í pönkinu, til að mynda voru Crass-limir í raun afar hallir undir hugsjónir sjöunda áratugarins. En vert er að hafa í huga að eitt útilokar ekki annað þegar nánar er að gáð.}} Pólitískt og efnahagslegt umhverfi hafði rík áhrif á uppgang pönksins, sérstaklega í Bretlandi. Undir lok áttunda áratugarins var atvinnuleysi þar mikið og Margaret Thatcher, með sína römmu frjálshyggju, komst til valda árið 1979. Ákveðið tómarúm var í lífi ungmenna og mikið sinnuleysi sem kynti gríðarlega undir pönkbyltingunni.

Sex Pistols varð ekki langlíf og hætti störfum í janúar 1978. Pönkið var þá á fullu skriði og tekið að greinast í ýmsa undirflokka sem ýmist heyrðu beint undir tónlistina eða voru afsprengi hennar. Ska-bylgjan og „Mod“-bylgjan (leidd af The Jam) tóku sér pönkið til fyrirmyndar hvað orku og „attitjúd“ varðaði á meðan „Oi!“-strætispönkið var bein afleiðsla af pönki. Í desember 1978 kom svo út fyrsta plata P.I.L. (Public Image Ltd.), nýrrar sveitar Johnny Rotten/John Lydon sem hafði verið söngvari Sex Pistols. Sú plata þykir marka upphaf hins svokallaða síðpönks þar sem rúm var fyrir heilmikla tilraunastarfsemi og hrærigrautun. Fyrsta bylgja breska pönksins stóð í raun bara yfir í þrjú ár, frá 1976–1979.

Sex Pistols og fylgdarlið komu fram í spjallþætti Bill Grundy á BBC árið 1976. Innslagið setti breskt þjóðfélag á hliðina, sökum blótsyrða og óheflaðrar framkomu. Atvikið er kirfilega rakið í pönksögubókum og Grundy var gert að taka pokann sinn í kjölfarið.

Áhrifa pönks gætir enn í dag, bæði beint og óbeint. Gruggið (e. grunge), með Nirvana í broddi fylkingar við upphaf tíunda áratugarins, var til dæmis að miklum hluta innblásið af hugmyndafræði pönksins. Einnig væri allra handa neðanjarðarrokk óhugsandi án tilkomu pönksins.

Að lokum ber að geta þess að ýmsar innri mótsagnir felast í pönkinu. Sex Pistols var ein helsta táknmynd pönksins en margt í eðli sveitarinnar var í mótsögn við það sem pönkið er venjulega talið standa fyrir. Fyrir það fyrsta var sveitin á mála hjá nokkuð stæðilegri útgáfu, Virgin. Fyrsta smáskífan, „Anarchy in the U.K.“ kom út hjá hinu risavaxna E.M.I. Í annan stað voru meðlimir Sex Pistols flestallir prýðilegir hljóðfæraleikarar en eitt af því sem iðulega er staglast á um pönkið er að það þurfi helst að vera illa hljómandi og illa spilað. Í þriðja lagi ber fyrsta og eina hljóðversplata sveitarinnar, Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols (1977) með sér afburða góðan og fágaðan hljóm og að síðustu má nefna að umboðsmaður sveitarinnar, Malcolm McLaren, spilaði meðvitað með fjölmiðla og hannaði ósjaldan atburðarás til að vekja athygli á sveitinni. Pönkið gefur sig út fyrir að vera „satt“ og „raunverulegt“, ólíkt yfirborðsmennskunni sem því var upphafleg ætlað að storka. Sex Pistols, fyrir tilstuðlan McLaren, var slétt sama um slíkt.

Margar þeirra hljómsveita sem komu fram á pönktímanum höfðu hins vegar allar þær hugsjónir í heiðri sem Sex Pistols virtu að vettugi. Sumar fylgdu hugmyndafræðinni út í ystu æsar. Er þetta fyrst og fremst nefnt til að sýna fram á að tengsl dægurtónlistarframleiðslu og markaðshátta eru iðulega mun sterkari en fólk vill trúa eða áttar sig á og gildir þá einu hvar okkur ber niður í tíma eða í hvaða geira. Pönkið er þar í engu undanskilið.

Íslenska hljómsveitin Utangarðsmenn, með Bubba Morthens í broddi fylkingar, var í forvígi íslensku pönksenunnar.

Pönkið skaut rótum á Íslandi eins og annars staðar á Norðurlöndunum en skolaði þó furðu seint upp á land. Mesta gróskan átti sér stað veturinn 1981–1982 og fengu Íslendingar samanþjappað sýnidæmi af stílum undanfarinna ára þar sem frumpönk, nýbylgja, nýrómantík, síðpönk og hratt blúsrokk voru saman í einni bendu. Pönk var þýtt á sínum tíma sem pungrokk en það orð náði engri fótfestu. Einnig var orðið ræflarokk notað og það kemur endrum og eins fyrir. Íslensk mynd orðins „punk“ hefur fest rætur, líkt á við um orðin blús og djass. Við skulum ljúka þessari greiningu með alíslensku tónleikaherópi, ættuðu frá Húsavík: „Meira pönk, meira helvíti!“

Heimildir og ítarefni:
  • Savage, Jon. England's Dreaming: Anarchy, Sex Pistols, punk rock, and beyond. London: Faber and Faber, 1991.
  • Laing, Dave. One chord wonders: Power and meaning in punk rock. Maidenhead: Open University Press, 1985.
  • Worley, Matthew. No Future: Punk, politics and British youth culture, 1976-1984. Cambridge, United Kingdom: Cambridge University Press, 2017.
  • Stanley, Bob. „Courage, Audacity and Revolt: The Sex Pistols“ og „Cranked Up Really High: Punk Rock“ í Yeah Yeah Yeah – The Story of Modern Pop (bls. 431– 451). London: Faber and Faber, 2013.

Myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ Orðið „progg“ er dregið af „progressive rock“, oft stytt sem prog rock eða prog í ensku. Íslenska þýðingin „framsækið rokk“ náði ekki að festa sig í sessi. Ástæðan er meðal annars sú að það er notað um almenna framsækni í rokki og því ónothæft til að lýsa einvörðungu þessari stefnu.
  2. ^ Á íslensku er ekki til nægilega góð þýðing á orðinu „attitude“. Viðhorf er of veikt orð en ef til vill gæti orðið „kraftviðhorf“ náð merkingunni.
  3. ^ anarkísk


Upprunalega spurningin var:
Hver er skilgreiningin á pönki og hvernig varð það til, við hvaða aðstæður?

Höfundur

Arnar Eggert Thoroddsen

aðjúnkt á Félagsvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

1.12.2017

Spyrjandi

Einar Óskar Sigurðsson

Tilvísun

Arnar Eggert Thoroddsen. „Hvað er pönk?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2017, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14020.

Arnar Eggert Thoroddsen. (2017, 1. desember). Hvað er pönk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14020

Arnar Eggert Thoroddsen. „Hvað er pönk?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2017. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14020>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstraumnum beggja vegna Atlantshafsins. Á þessum tíma ríkti hin þunga, flókna og alvarlega proggtónlist.[1] Hún hafði fjarlægst hið upprunalega rokk sem gerði út á stuð og fjör fremur en hökustrjúkandi sófasetu. Proggið átti rætur sínar í tímamótaverki Bítlanna, Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band, sem kom út árið 1967. Sú plata er ein fyrsta poppplatan sem gerði kröfu til þess að popptónlistarmenn væru teknir alvarlega sem listamenn.

Um miðjan áttunda áratuginn var proggið orðið afar þunglamalegt og firrt og á sama tíma keyrðu frægar rokkstjörnur eins og Led Zeppelin, Rod Stewart og Eagles æ meira á yfirborðskenndum rokkstjörnustælum fremur en tónlistarlegu innihaldi. Pönkið birtist því sem ferskur, kröftugur andvari og dró í efa ýmislegt sem viðgekkst í tónlistariðnaði samtímans.

Bandaríska sveitin The Ramones flutti hratt, einfalt og grípandi pönkrokk og ímynd hennar er nánast teiknimyndaleg; svartir leðurjakkar, rifnar gallabuxur og ýmislegt fleira sem átti eftir að einkenna pönkið.

Pönkrokkið þróaðist með ólíkum hætti í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í Bandaríkjunum var aðdragandinn lengri og fyrirrennararnir voru hráar, bílskúrsvænar hljómsveitir eins og til dæmis MC5 og Stooges. Fyrirmynd þessara sveita var orkuríkt rokk að hætti Elvis Presley og Chuck Berry. Í upphafi var skilgreiningin nokkuð víð og „pönk“ var notað jöfnum höndum yfir hraðrokkandi, melódíuvænar sveitir eins og Ramones en einnig um listrænari fyrirbæri eins og Television og Patti Smith. Tónlist þeirra er afar ólík því sem talið er pönk í dag. Í huga almennings er pönk eitthvað hávaðasamt, villt, storkandi og óvandað. Það á lítið skylt við tónlist Patti Smith á þessum árum. Hún var djúpvitur, vönduð og hafði nánast snertiflöt við proggið, eins þversagnarkennt og það kann að hljóma.

Frá fyrstu tíð hefur þróun rokksins einkennst af menningarlegu hringstreymi milli Bandaríkjanna og Bretlands. Enski umboðsmaðurinn, fatahönnuðurinn og listamaðurinn Malcolm McLaren opnaði tískubúðina SEX í London ásamt unnustu sinni Vivienne Westwood seint á árinu 1974. Eftir ferðalag til New York gerðist hann hálfgildings umboðsmaður hljómsveitarinnar New York Dolls sem var ein þeirra frumkvöðlasveita sem seinni tíma pönkarar litu upp til. Þegar McLaren sneri aftur til London vélaði hann um stofnun hljómsveitarinnar Sex Pistols og kippti í ýmsa spotta til að koma henni á framfæri.

Sex Pistols var stofnuð árið 1975 og átti eftir að vaxa að vinsældum næstu tvö árin. Áhrif hennar verða seint ofmetin. Með tónleikum, óheftri og hömlulausri framkomu, gagnrýnum textum og óheflaðri, hrárri tónlist tendraði sveitin ljós innra með þúsundum breskra ungmenna sem fóru óðar af stað og stofnuðu eigin hljómsveitir. Um svipað leyti áttu viðlíka hræringar sér stað í Bandaríkjunum og næstu misseri spruttu pönkhljómsveitir upp um heim allan.

Breska sveitin Sex Pistols hafði gríðarleg áhrif í heimalandi sínu. Hún blés hundruðum sveita anda í brjóst og er á margan hátt nokkurs konar kjörmynd pönksins.

Orðið pönkrokk er stundum notað yfir sjálfa tónlistina en iðulega er orðið pönk einfaldlega látið duga. „Hvernig tónlist spilið þið?“: „Við spilum pönk!,“ eða „Við erum pönkhljómsveit“. Orðið pönk hefur mun víðtækari merkingu en bara tónlist, það vísar í ákveðna hugmyndafræði, tísku, menningarkima, aðferðafræði, lífsafstöðu og visst viðhorf til hlutanna eða „attitjúd“.[2] Stundum er sagt, „það er dálítið pönk í þessu,“ og þá gæti umræðuefnið þess vegna verið eldhúsinnrétting. Orðið vísar þá til þess að gengið sé viljandi bratt fram, hlutirnir séu hráir og/eða villtir, og reynt sé að ganga fram af manni.

Það var breski tónlistarblaðamaðurinn Caroline Coon sem notaði fyrst merkimiðann „punk“ í grein í breska blaðinu Melody Maker árið 1976. Orðið, „punk“ og „punk rock“ hafði þó verið notað nokkuð af bandarískum starfsfélögum hennar, allt frá lokum sjöunda áratugarins, en þá til að lýsa margvíslegri tónlist og oft æði óskyldri. Coon var hins vegar fyrst til að gefa þessum nýja undirgeira nafn.

Áhrifa pönkbyltingarinnar gætti víða, til dæmis í tísku (háralitur og hanakambar, öryggisnælur og gaddar, rifnir bolir og hermannaskór) en pönkið hafði líka áhrif á það hvernig fólk nálgaðist hlutina. Í Bretlandi og víðar spruttu til dæmis upp sjálfstæðar, óháðar plötuútgáfur þar sem ströng afstaða var tekin gegn því sem pönkarar álitu íhaldssamt og venjulegt. Áhersla var lögð á að gera hlutina upp á sitt einsdæmi, gera eitthvað nýtt og sneiða hjá viðteknum gildum þeirra sem fóru með völdin.[3] og ofurpólítísk sveit sem rak allt sitt í hippa-kommúnu. Innri þversagnir einkenna ýmislegt í pönkinu, til að mynda voru Crass-limir í raun afar hallir undir hugsjónir sjöunda áratugarins. En vert er að hafa í huga að eitt útilokar ekki annað þegar nánar er að gáð.}} Pólitískt og efnahagslegt umhverfi hafði rík áhrif á uppgang pönksins, sérstaklega í Bretlandi. Undir lok áttunda áratugarins var atvinnuleysi þar mikið og Margaret Thatcher, með sína römmu frjálshyggju, komst til valda árið 1979. Ákveðið tómarúm var í lífi ungmenna og mikið sinnuleysi sem kynti gríðarlega undir pönkbyltingunni.

Sex Pistols varð ekki langlíf og hætti störfum í janúar 1978. Pönkið var þá á fullu skriði og tekið að greinast í ýmsa undirflokka sem ýmist heyrðu beint undir tónlistina eða voru afsprengi hennar. Ska-bylgjan og „Mod“-bylgjan (leidd af The Jam) tóku sér pönkið til fyrirmyndar hvað orku og „attitjúd“ varðaði á meðan „Oi!“-strætispönkið var bein afleiðsla af pönki. Í desember 1978 kom svo út fyrsta plata P.I.L. (Public Image Ltd.), nýrrar sveitar Johnny Rotten/John Lydon sem hafði verið söngvari Sex Pistols. Sú plata þykir marka upphaf hins svokallaða síðpönks þar sem rúm var fyrir heilmikla tilraunastarfsemi og hrærigrautun. Fyrsta bylgja breska pönksins stóð í raun bara yfir í þrjú ár, frá 1976–1979.

Sex Pistols og fylgdarlið komu fram í spjallþætti Bill Grundy á BBC árið 1976. Innslagið setti breskt þjóðfélag á hliðina, sökum blótsyrða og óheflaðrar framkomu. Atvikið er kirfilega rakið í pönksögubókum og Grundy var gert að taka pokann sinn í kjölfarið.

Áhrifa pönks gætir enn í dag, bæði beint og óbeint. Gruggið (e. grunge), með Nirvana í broddi fylkingar við upphaf tíunda áratugarins, var til dæmis að miklum hluta innblásið af hugmyndafræði pönksins. Einnig væri allra handa neðanjarðarrokk óhugsandi án tilkomu pönksins.

Að lokum ber að geta þess að ýmsar innri mótsagnir felast í pönkinu. Sex Pistols var ein helsta táknmynd pönksins en margt í eðli sveitarinnar var í mótsögn við það sem pönkið er venjulega talið standa fyrir. Fyrir það fyrsta var sveitin á mála hjá nokkuð stæðilegri útgáfu, Virgin. Fyrsta smáskífan, „Anarchy in the U.K.“ kom út hjá hinu risavaxna E.M.I. Í annan stað voru meðlimir Sex Pistols flestallir prýðilegir hljóðfæraleikarar en eitt af því sem iðulega er staglast á um pönkið er að það þurfi helst að vera illa hljómandi og illa spilað. Í þriðja lagi ber fyrsta og eina hljóðversplata sveitarinnar, Never Mind the Bollocks, Here's the Sex Pistols (1977) með sér afburða góðan og fágaðan hljóm og að síðustu má nefna að umboðsmaður sveitarinnar, Malcolm McLaren, spilaði meðvitað með fjölmiðla og hannaði ósjaldan atburðarás til að vekja athygli á sveitinni. Pönkið gefur sig út fyrir að vera „satt“ og „raunverulegt“, ólíkt yfirborðsmennskunni sem því var upphafleg ætlað að storka. Sex Pistols, fyrir tilstuðlan McLaren, var slétt sama um slíkt.

Margar þeirra hljómsveita sem komu fram á pönktímanum höfðu hins vegar allar þær hugsjónir í heiðri sem Sex Pistols virtu að vettugi. Sumar fylgdu hugmyndafræðinni út í ystu æsar. Er þetta fyrst og fremst nefnt til að sýna fram á að tengsl dægurtónlistarframleiðslu og markaðshátta eru iðulega mun sterkari en fólk vill trúa eða áttar sig á og gildir þá einu hvar okkur ber niður í tíma eða í hvaða geira. Pönkið er þar í engu undanskilið.

Íslenska hljómsveitin Utangarðsmenn, með Bubba Morthens í broddi fylkingar, var í forvígi íslensku pönksenunnar.

Pönkið skaut rótum á Íslandi eins og annars staðar á Norðurlöndunum en skolaði þó furðu seint upp á land. Mesta gróskan átti sér stað veturinn 1981–1982 og fengu Íslendingar samanþjappað sýnidæmi af stílum undanfarinna ára þar sem frumpönk, nýbylgja, nýrómantík, síðpönk og hratt blúsrokk voru saman í einni bendu. Pönk var þýtt á sínum tíma sem pungrokk en það orð náði engri fótfestu. Einnig var orðið ræflarokk notað og það kemur endrum og eins fyrir. Íslensk mynd orðins „punk“ hefur fest rætur, líkt á við um orðin blús og djass. Við skulum ljúka þessari greiningu með alíslensku tónleikaherópi, ættuðu frá Húsavík: „Meira pönk, meira helvíti!“

Heimildir og ítarefni:
  • Savage, Jon. England's Dreaming: Anarchy, Sex Pistols, punk rock, and beyond. London: Faber and Faber, 1991.
  • Laing, Dave. One chord wonders: Power and meaning in punk rock. Maidenhead: Open University Press, 1985.
  • Worley, Matthew. No Future: Punk, politics and British youth culture, 1976-1984. Cambridge, United Kingdom: Cambridge University Press, 2017.
  • Stanley, Bob. „Courage, Audacity and Revolt: The Sex Pistols“ og „Cranked Up Really High: Punk Rock“ í Yeah Yeah Yeah – The Story of Modern Pop (bls. 431– 451). London: Faber and Faber, 2013.

Myndir:

Tilvísanir:
  1. ^ Orðið „progg“ er dregið af „progressive rock“, oft stytt sem prog rock eða prog í ensku. Íslenska þýðingin „framsækið rokk“ náði ekki að festa sig í sessi. Ástæðan er meðal annars sú að það er notað um almenna framsækni í rokki og því ónothæft til að lýsa einvörðungu þessari stefnu.
  2. ^ Á íslensku er ekki til nægilega góð þýðing á orðinu „attitude“. Viðhorf er of veikt orð en ef til vill gæti orðið „kraftviðhorf“ náð merkingunni.
  3. ^ anarkísk


Upprunalega spurningin var:
Hver er skilgreiningin á pönki og hvernig varð það til, við hvaða aðstæður?

...