Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hagfræðingar nota oft verga þjóðarframleiðslu þjóða eða heildarframleiðsla þjóðarbús á ári til að meta hvernig ríki standa fjárhagslega. Þjóðarframleiðslan er fundin út með því að leggja saman verðmæti allar framleiðslu í landinu á tilteknum tíma, til dæmis á einu ári. Verg þjóðarframleiðsla er heildarverðmæti framleiðslunnar að frádregnu verðmæti hráefna sem notuð eru við framleiðsluna eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni frá 1990.
Samkvæmt tölum frá CIA - The World Factbook (bandarísku leyniþjónustunni) voru eftirfarandi lönd fátækust í heimi árið 2000:
Sierra Leone með 500 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Lýðveldið Kóngó með 600 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Sómalía með 600 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Eþíópía með 600 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Mayotte með 600 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Samkvæmt sömu heimild eru eftirtalin lönd ríkust í heimi:
Lúxemborg með 36400 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Bandaríkin með 36200 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Bermúda með 33000 dollara þjóðarframleiðslu á mann
San Marínó með 32000 dollara þjóðarframleiðslu á mann
Ulrika Andersson. „Hver eru fimm fátækustu ríki heims og hver eru þau fimm ríkustu?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2002, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2354.
Ulrika Andersson. (2002, 3. maí). Hver eru fimm fátækustu ríki heims og hver eru þau fimm ríkustu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2354
Ulrika Andersson. „Hver eru fimm fátækustu ríki heims og hver eru þau fimm ríkustu?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2002. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2354>.