Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?

Gylfi Magnússon

Alþjóðabankinn tekur saman tölur um tekjur í ýmsum löndum. Nokkra mismunandi mælikvarða er hægt að nota fyrir tekjur en hér verður miðað við útreikning bankans á svokallaðri vergri þjóðarframleiðslu á mann. Nýjustu tölur eru fyrir árið 1999, bankinn birtir upphæðirnar í bandarískum dollurum en hér verða þær umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við meðalgengi síðasta árs.

Land Meðaltekjur
Bandaríkin 2,2 milljónir króna
Ísland 2,1 milljón króna
Indland 33 þúsund krónur
Mexíkó 318 þúsund krónur
Nígería 22 þúsund krónur
Noregur 2,4 milljónir króna
Sviss 2,8 milljónir króna

Rétt er að hafa í huga að við þennan samanburð er ekki tekið tillit til þess að nokkur munur er á verðlagi á milli landa og að öðru jöfnu er það lægra í fátækum löndum en ríkum. Nánar var rætt um slík vandamál við samanburð á tekjum á milli landa í svari við spurningunni Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.11.2000

Spyrjandi

Davíð Ágústsson, f. 1988

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2000, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1187.

Gylfi Magnússon. (2000, 27. nóvember). Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1187

Gylfi Magnússon. „Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2000. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1187>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?
Alþjóðabankinn tekur saman tölur um tekjur í ýmsum löndum. Nokkra mismunandi mælikvarða er hægt að nota fyrir tekjur en hér verður miðað við útreikning bankans á svokallaðri vergri þjóðarframleiðslu á mann. Nýjustu tölur eru fyrir árið 1999, bankinn birtir upphæðirnar í bandarískum dollurum en hér verða þær umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við meðalgengi síðasta árs.

Land Meðaltekjur
Bandaríkin 2,2 milljónir króna
Ísland 2,1 milljón króna
Indland 33 þúsund krónur
Mexíkó 318 þúsund krónur
Nígería 22 þúsund krónur
Noregur 2,4 milljónir króna
Sviss 2,8 milljónir króna

Rétt er að hafa í huga að við þennan samanburð er ekki tekið tillit til þess að nokkur munur er á verðlagi á milli landa og að öðru jöfnu er það lægra í fátækum löndum en ríkum. Nánar var rætt um slík vandamál við samanburð á tekjum á milli landa í svari við spurningunni Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:...