Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvernig voru loðfílar?

Jón Már Halldórsson

Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að lokum ísaldar fyrir 10.000 árum.

Að öllum líkindum er síberíski loðfíllinn, Mammuthus primigenius, kunnastur loðfíla enda höfðu þeir talsvert mikla útbreiðslu. Ótal leifar hafa fundist af þeim og meira að segja djúpfryst dýr í heilu lagi. Lítill loðfílskálfur er til dæmis til sýnis í náttúrusögusafninu í St. Pétursborg í Rússlandi.

Að öllum líkindum er síberíski loðfíllinn, Mammuthus primigenius, kunnastur loðfíla enda hafði hann eir talsvert mikla útbreiðslu.

Loðfílar voru misstórir og af ólíkum tegundum. Stærstur var loðfíllinn sem lifði í norðurhluta Ameríku og kallaður er keisaraloðfíllinn (Mammuthus imperator) á íslensku. Hann var allt að 4 metrar á hæð eða nokkuð stærri en afríkufíllinn sem er stærsta núlifandi fílategundin. Hins vegar voru til mjög smávaxnar loðfílategundir sem einangrast höfðu á norðlægum eyjum. Þar á meðal var tegundin Mammuthus exilis sem var um 120 sentímetrar á hæð við herðakamb.

Á loðfílum voru tvær gerðir af hárum. Innri hárin sem líkjast þelhárum sauðkindarinnar voru gulbrún að lit og 2-3 sentímetra löng. Ytri hárin gáfu loðfílum nafn sitt. Þau voru voldug og mikil hár, dökkbrún að lit og allt uppí hálfan metra á lengd. Loðfílar voru með þykkt skinn líkt og fílar nútímans og mjög þykkt fitulag sem gat verið allt uppí 8 sentímetrar á þykkt. Eyrun voru minni en eyru afrísku og asísku fílanna, sennilega vegna þess að loðfílarnir lifðu á kaldari stöðum en afrískir og asískir fílar gera. Skögultennur loðfíla gátu verið gríðarlega stórar. Loðfílar lifðu á jurtum og hafa heimskautajurtir fundist í frosnum hræjum loðfíla í Jakútsk í Norður-Síberíu.

Margir fræðimenn telja að loðfílarnir hafi dáið út við lok ísaldar fyrir um 10 þúsund árum þó að sumir haldi því fram að þeir hafi enn verið á ferli nokkum þúsund árum síðar. Ekki er ljóst hvers vegna loðfílarnir dóu út en menn hallast helst að því að ástæðan sé veðurfarsbreytingar sem urðu við lok ísaldar, ef til vill ásamt ofveiði. Þó ber að geta þess að til eru þeir sem fullyrða að loðfílar séu enn á meðal okkar. Þessir menn segja að loðfílar lifi á afskekktum svæðum á Mið-Síberíuhásléttunni sem er vafalaust á meðal afskekktustu svæða á jörðinni. Að öllum líkindum er hér þó aðeins um goðsagnir að ræða en fyrir áhugasama má lesa um slíka atburði hjá þeim sem leggja rækt við fræðigrein sem nefnist á ensku cryptozoology og hjá breska rithöfundinum Arthur C. Clarke.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2002

Spyrjandi

Bergný Ármannsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig voru loðfílar?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2002. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2360.

Jón Már Halldórsson. (2002, 6. maí). Hvernig voru loðfílar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2360

Jón Már Halldórsson. „Hvernig voru loðfílar?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2002. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2360>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig voru loðfílar?
Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að lokum ísaldar fyrir 10.000 árum.

Að öllum líkindum er síberíski loðfíllinn, Mammuthus primigenius, kunnastur loðfíla enda höfðu þeir talsvert mikla útbreiðslu. Ótal leifar hafa fundist af þeim og meira að segja djúpfryst dýr í heilu lagi. Lítill loðfílskálfur er til dæmis til sýnis í náttúrusögusafninu í St. Pétursborg í Rússlandi.

Að öllum líkindum er síberíski loðfíllinn, Mammuthus primigenius, kunnastur loðfíla enda hafði hann eir talsvert mikla útbreiðslu.

Loðfílar voru misstórir og af ólíkum tegundum. Stærstur var loðfíllinn sem lifði í norðurhluta Ameríku og kallaður er keisaraloðfíllinn (Mammuthus imperator) á íslensku. Hann var allt að 4 metrar á hæð eða nokkuð stærri en afríkufíllinn sem er stærsta núlifandi fílategundin. Hins vegar voru til mjög smávaxnar loðfílategundir sem einangrast höfðu á norðlægum eyjum. Þar á meðal var tegundin Mammuthus exilis sem var um 120 sentímetrar á hæð við herðakamb.

Á loðfílum voru tvær gerðir af hárum. Innri hárin sem líkjast þelhárum sauðkindarinnar voru gulbrún að lit og 2-3 sentímetra löng. Ytri hárin gáfu loðfílum nafn sitt. Þau voru voldug og mikil hár, dökkbrún að lit og allt uppí hálfan metra á lengd. Loðfílar voru með þykkt skinn líkt og fílar nútímans og mjög þykkt fitulag sem gat verið allt uppí 8 sentímetrar á þykkt. Eyrun voru minni en eyru afrísku og asísku fílanna, sennilega vegna þess að loðfílarnir lifðu á kaldari stöðum en afrískir og asískir fílar gera. Skögultennur loðfíla gátu verið gríðarlega stórar. Loðfílar lifðu á jurtum og hafa heimskautajurtir fundist í frosnum hræjum loðfíla í Jakútsk í Norður-Síberíu.

Margir fræðimenn telja að loðfílarnir hafi dáið út við lok ísaldar fyrir um 10 þúsund árum þó að sumir haldi því fram að þeir hafi enn verið á ferli nokkum þúsund árum síðar. Ekki er ljóst hvers vegna loðfílarnir dóu út en menn hallast helst að því að ástæðan sé veðurfarsbreytingar sem urðu við lok ísaldar, ef til vill ásamt ofveiði. Þó ber að geta þess að til eru þeir sem fullyrða að loðfílar séu enn á meðal okkar. Þessir menn segja að loðfílar lifi á afskekktum svæðum á Mið-Síberíuhásléttunni sem er vafalaust á meðal afskekktustu svæða á jörðinni. Að öllum líkindum er hér þó aðeins um goðsagnir að ræða en fyrir áhugasama má lesa um slíka atburði hjá þeim sem leggja rækt við fræðigrein sem nefnist á ensku cryptozoology og hjá breska rithöfundinum Arthur C. Clarke.

Heimildir og mynd:

...