Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Eftir því sem best er vitað lifðu loðfílar (fílategundir af ættkvíslinni Mammuthus) ekki á Íslandi. Ástæðan er einföld, heimkynni þeirra voru bundin við túndrusvæði Evrasíu og Norður-Ameríku sem voru í skjóli af ísaldarjöklunum. Afar ólíklegt er að þeir hafi farið yfir lagnaðarísinn á Norður-Atlantshafi, þegar hann lá þar yfir, og komist þannig til Íslands. Loðfílar voru þurftafrekar skepnur og vegalengdin frá Evrópu til Íslands á ísaldartímanum var einfaldlega óyfirstíganleg hindrun fyrir þá.

Útbreiðsla loðfíla (hér sýnd með gráum lit) í Evrópu og hluta Asíu á síðasta jökulskeiði ísaldar.

Talið er að loðfílar hafi að mestu dáið út við lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10.000 árum. En sterkar vísbendingar eru fyrir því að stofn á Wrangeleyju norður af Síberíu hafi þó haldið velli allt þar til fyrir 3.700 - 4000 árum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd Department of Anthropology, UCSB. Sótt 26. 3. 2008.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.3.2008

Spyrjandi

Orri Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7259.

Jón Már Halldórsson. (2008, 27. mars). Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7259

Jón Már Halldórsson. „Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?
Eftir því sem best er vitað lifðu loðfílar (fílategundir af ættkvíslinni Mammuthus) ekki á Íslandi. Ástæðan er einföld, heimkynni þeirra voru bundin við túndrusvæði Evrasíu og Norður-Ameríku sem voru í skjóli af ísaldarjöklunum. Afar ólíklegt er að þeir hafi farið yfir lagnaðarísinn á Norður-Atlantshafi, þegar hann lá þar yfir, og komist þannig til Íslands. Loðfílar voru þurftafrekar skepnur og vegalengdin frá Evrópu til Íslands á ísaldartímanum var einfaldlega óyfirstíganleg hindrun fyrir þá.

Útbreiðsla loðfíla (hér sýnd með gráum lit) í Evrópu og hluta Asíu á síðasta jökulskeiði ísaldar.

Talið er að loðfílar hafi að mestu dáið út við lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10.000 árum. En sterkar vísbendingar eru fyrir því að stofn á Wrangeleyju norður af Síberíu hafi þó haldið velli allt þar til fyrir 3.700 - 4000 árum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd Department of Anthropology, UCSB. Sótt 26. 3. 2008....