Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp blindraletrið?

Alex Leó Kristinsson og Dagur Brabin Hrannarsson

Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum:

  • Hvernig er stafrófið á blindraletri?
  • Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út?

Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið er þekkt um allan heim. Á erlendum málum er það nefnt braille.

Louis Braille fæddist 4. janúar árið 1809 í litlum bæ nálægt París sem heitir Coupvray. Faðir hans var söðlasmiður og þótti drengnum gaman að leika sér á verkstæði hans. Dag einn þegar hann var þriggja ára rak hann fyrir slysni eitt af verkfærum föður síns í annað augað. Sýking barst í hitt augað hann missti sjón á báðum augum.

Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið. Hann byggði það á merkjakerfi sem hafði verið þróað fyrir hermenn til þögulla samskipta að næturlagi.

Braille var góður námsmaður og 10 ára gamall fékk hann námsstyrk til að fara í blindraskóla í París, en það var einn fyrsti skólinn í heiminum af því tagi. Þar byrjaði hann að þróa kerfi sem gæti gert blindum kleift að lesa og skrifa. Hann bygggði það á merkjakerfi sem Charles Barbier, höfuðsmaður í Franska hernum, hafði þróað fyrir hermenn til þögulla samskipta að næturlagi.

Kerfi Braille var að mestu tilbúið árið 1824 en var gefið út árið 1829. Kerfið byggðist á því að nota upphleypta punkta sem hægt var að greina með fingurgómunum sem tákn fyrir bókstafi. Seinna þróaði Braille kerfið áfram þannig að hægt var að lesa og skrifa með því bæði stærðfræðitákn og nótur.

Þegar Braille lauk skólagöngu sinni var honum boðið að gerast kennari við skólann. Hann starfaði sem slíkur það sem hann átti eftir ólifað. Braille var einnig afburða selló- og orgelleikari og spilaði í kirkjum víða um Frakkland. Braille var ekki heilsuhraustur og lést árið 1852 aðeins 43 ára gamall. Hann lifði það ekki að blindraletur hans væri kennt í skólanum, það var ekki fyrr en tveimur árum eftir dauða hans sem það var tekið upp.

Íslenska punktaletursstafrófið.

Á vef Blindrafélagsins er fjallað um blindraletrið. Þar segir:
Grunnurinn í blindraletrinu eru sex punktar sem raðað er í tvær raðir lóðrétt með þremur punktum í hverri röð. Punktarnir eru gjarnan nefndir með númerum, punktar einn, tveir og þrír í vinstri röð og punktar fjórir, fimm og sex í þeirri hægri. Samsetning punktanna sex getur verið á 63 mismunandi vegu og getur táknað bókstafi, tölur, ýmis tákn eins og kommur, upphrópunarmerki o.s.frv. Ákveðið bil er á milli punktanna sem er nákvæmlega útreiknað til að tryggja að hægt sé að finna samsetningu hvers stafs/tákns fremst á fingurgómnum.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.6.2015

Spyrjandi

Guðmundur Stefánsson, Baldur Þór Emilsson

Tilvísun

Alex Leó Kristinsson og Dagur Brabin Hrannarsson. „Hver fann upp blindraletrið?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2015, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23724.

Alex Leó Kristinsson og Dagur Brabin Hrannarsson. (2015, 12. júní). Hver fann upp blindraletrið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23724

Alex Leó Kristinsson og Dagur Brabin Hrannarsson. „Hver fann upp blindraletrið?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2015. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23724>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp blindraletrið?
Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum:

  • Hvernig er stafrófið á blindraletri?
  • Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út?

Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið er þekkt um allan heim. Á erlendum málum er það nefnt braille.

Louis Braille fæddist 4. janúar árið 1809 í litlum bæ nálægt París sem heitir Coupvray. Faðir hans var söðlasmiður og þótti drengnum gaman að leika sér á verkstæði hans. Dag einn þegar hann var þriggja ára rak hann fyrir slysni eitt af verkfærum föður síns í annað augað. Sýking barst í hitt augað hann missti sjón á báðum augum.

Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið. Hann byggði það á merkjakerfi sem hafði verið þróað fyrir hermenn til þögulla samskipta að næturlagi.

Braille var góður námsmaður og 10 ára gamall fékk hann námsstyrk til að fara í blindraskóla í París, en það var einn fyrsti skólinn í heiminum af því tagi. Þar byrjaði hann að þróa kerfi sem gæti gert blindum kleift að lesa og skrifa. Hann bygggði það á merkjakerfi sem Charles Barbier, höfuðsmaður í Franska hernum, hafði þróað fyrir hermenn til þögulla samskipta að næturlagi.

Kerfi Braille var að mestu tilbúið árið 1824 en var gefið út árið 1829. Kerfið byggðist á því að nota upphleypta punkta sem hægt var að greina með fingurgómunum sem tákn fyrir bókstafi. Seinna þróaði Braille kerfið áfram þannig að hægt var að lesa og skrifa með því bæði stærðfræðitákn og nótur.

Þegar Braille lauk skólagöngu sinni var honum boðið að gerast kennari við skólann. Hann starfaði sem slíkur það sem hann átti eftir ólifað. Braille var einnig afburða selló- og orgelleikari og spilaði í kirkjum víða um Frakkland. Braille var ekki heilsuhraustur og lést árið 1852 aðeins 43 ára gamall. Hann lifði það ekki að blindraletur hans væri kennt í skólanum, það var ekki fyrr en tveimur árum eftir dauða hans sem það var tekið upp.

Íslenska punktaletursstafrófið.

Á vef Blindrafélagsins er fjallað um blindraletrið. Þar segir:
Grunnurinn í blindraletrinu eru sex punktar sem raðað er í tvær raðir lóðrétt með þremur punktum í hverri röð. Punktarnir eru gjarnan nefndir með númerum, punktar einn, tveir og þrír í vinstri röð og punktar fjórir, fimm og sex í þeirri hægri. Samsetning punktanna sex getur verið á 63 mismunandi vegu og getur táknað bókstafi, tölur, ýmis tákn eins og kommur, upphrópunarmerki o.s.frv. Ákveðið bil er á milli punktanna sem er nákvæmlega útreiknað til að tryggja að hægt sé að finna samsetningu hvers stafs/tákns fremst á fingurgómnum.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...