Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?

EDS

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, flokkast ekki sem sjónskerðing enda leiðrétta gleraugu yfirleitt slíkan vanda.

Þeir sem teljast blindir samkvæmt lögum hafa talsvert mismikla sjón. Sjónskerðing er skilgreind út frá sjónskerpu annars vegar og sjónvídd hins vegar. Sjónskerpan er mikilvægur hluti sjónarinnar og gagnleg til dæmis við lestur og aðra nákvæmnisvinnu. Skerpan er oftast metin með því að mæla hversu smáa stafi fólk getur lesið í ákveðinni fjarlægð af þar til gerðum sjónprófunartöflum. Hliðarsjónin er líka mikilvæg en hún gerir okkur kleift að skynja hreyfingar útundan okkur. Hún er mæld með sjónsviðsmælum og táknuð með gráðum sem menn sjá út frá miðju.

Snellen-spjald eða sjónkort er notað til þess að mæla sjón.

Í lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (nr. 160/2008) er að finna eftirfarandi skilgreiningar á blindu og sjónskerðingu:
Sjónskertur: Einstaklingur telst sjónskertur ef læknisfræðileg greining sýnir að sjón hans er minni en 30% á betra auga, með venjulegum sjónglerjum, og innan við 20 gráðu sjónsvið, eða ef starfrænt mat sýnir erfiðleika vegna sjónskerðingar með lestur 10 punkta leturs með venjulegum sjónglerjum.

Blindur: Einstaklingur telst blindur ef læknisfræðileg greining sýnir að sjón hans er minni en 5%, með venjulegum sjónglerjum, og innan við 10 gráðu sjónsvið.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru lögblindir einstaklingar þeir sem hafa 10% eða minni sjón eða sjónsvið þrengra en 10 gráður.

Augnlæknar skipta gjarnan þeim sem eru sjónskertir eða lögblindir niður í fimm flokka þar sem þeir sem eru lögblindir skiptast í þrjá af þessum flokkum; þeir sem hafa einhverja sjón, þeir sem hafa einhverja birtuskynjun og þeir sem hafa enga birtuskynjun.

Niðurstöður sjónmælinga þar sem skoðað er hversu smáa stafi fólk getur lesið eru gefnar upp sem hlutfall (almennt brot) þar sem fyrir ofan strik kemur mælingarfjarlægðin en fyrir neðan strik sú fjarlægð sem eðlilega sjáandi einstaklingar greina viðkomandi stafi í. Mörkin fyrir sjónskerðingu eru 6/18 (33% sjón) en sambærileg mörk fyrir lögblindu eru 6/60, sem er 10% sjón. Mælingar miðast alltaf við að notuð séu bestu fáanleg gleraugu. Þetta þýðir að einstaklingur sem mælist með 6/60 sér í 6 metra fjarlægð það sem sá sem hefur fulla sjón sér í 60 metra fjarlægð.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er skilgreiningin á löglegri blindu?


Kristinn Halldór Einarsson hjá Blindrafélaginu fær þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

23.10.2013

Síðast uppfært

12.4.2021

Spyrjandi

Ragnheiður Gunnarsdóttir, Geirmundur Jónsson

Tilvísun

EDS. „Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?“ Vísindavefurinn, 23. október 2013, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52922.

EDS. (2013, 23. október). Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52922

EDS. „Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2013. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52922>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, flokkast ekki sem sjónskerðing enda leiðrétta gleraugu yfirleitt slíkan vanda.

Þeir sem teljast blindir samkvæmt lögum hafa talsvert mismikla sjón. Sjónskerðing er skilgreind út frá sjónskerpu annars vegar og sjónvídd hins vegar. Sjónskerpan er mikilvægur hluti sjónarinnar og gagnleg til dæmis við lestur og aðra nákvæmnisvinnu. Skerpan er oftast metin með því að mæla hversu smáa stafi fólk getur lesið í ákveðinni fjarlægð af þar til gerðum sjónprófunartöflum. Hliðarsjónin er líka mikilvæg en hún gerir okkur kleift að skynja hreyfingar útundan okkur. Hún er mæld með sjónsviðsmælum og táknuð með gráðum sem menn sjá út frá miðju.

Snellen-spjald eða sjónkort er notað til þess að mæla sjón.

Í lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (nr. 160/2008) er að finna eftirfarandi skilgreiningar á blindu og sjónskerðingu:
Sjónskertur: Einstaklingur telst sjónskertur ef læknisfræðileg greining sýnir að sjón hans er minni en 30% á betra auga, með venjulegum sjónglerjum, og innan við 20 gráðu sjónsvið, eða ef starfrænt mat sýnir erfiðleika vegna sjónskerðingar með lestur 10 punkta leturs með venjulegum sjónglerjum.

Blindur: Einstaklingur telst blindur ef læknisfræðileg greining sýnir að sjón hans er minni en 5%, með venjulegum sjónglerjum, og innan við 10 gráðu sjónsvið.

Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru lögblindir einstaklingar þeir sem hafa 10% eða minni sjón eða sjónsvið þrengra en 10 gráður.

Augnlæknar skipta gjarnan þeim sem eru sjónskertir eða lögblindir niður í fimm flokka þar sem þeir sem eru lögblindir skiptast í þrjá af þessum flokkum; þeir sem hafa einhverja sjón, þeir sem hafa einhverja birtuskynjun og þeir sem hafa enga birtuskynjun.

Niðurstöður sjónmælinga þar sem skoðað er hversu smáa stafi fólk getur lesið eru gefnar upp sem hlutfall (almennt brot) þar sem fyrir ofan strik kemur mælingarfjarlægðin en fyrir neðan strik sú fjarlægð sem eðlilega sjáandi einstaklingar greina viðkomandi stafi í. Mörkin fyrir sjónskerðingu eru 6/18 (33% sjón) en sambærileg mörk fyrir lögblindu eru 6/60, sem er 10% sjón. Mælingar miðast alltaf við að notuð séu bestu fáanleg gleraugu. Þetta þýðir að einstaklingur sem mælist með 6/60 sér í 6 metra fjarlægð það sem sá sem hefur fulla sjón sér í 60 metra fjarlægð.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er skilgreiningin á löglegri blindu?


Kristinn Halldór Einarsson hjá Blindrafélaginu fær þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við gerð þessa svars. ...