Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?

Ritstjórn Vísindavefsins

Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið.

Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til feikimikillar orku.

Vísindamenn gera ráð fyrir að meðalþyngd karlmanna sé um 80 kg og meðalþyngd kvenmanna um 60 kg. Enn fremur gera sömu vísindamenn ráð fyrir að það séu nokkurn veginn jafn margir karlar og konur í heiminum. Meðalþyngd manneskju er þess vegna 70 kg. Í heiminum búa nú um 6,7 milljarðar manna, og samanlögð þyngd allra manneskja í heiminum er því um 469 milljón tonn.

Við skulum gefa okkur að hægt sé breyta öllum þessum massa í orku með 100% nýtni. Þeir vísindamenn sem stunda rannsóknir og mælingar á umbreytingu manna í hreina orku telja þó flestir að báðar forsendurnar séu nokkuð vafasamar. En vegna þess hveru einfalt er að reikna dæmið á þennan hátt, skulum við láta okkur hafa það.


Hér sjást nokkrir þeirra vísindamanna sem vinna að því að breyta mannkyninu í hreina orku.

Við það að breyta hverri einustu manneskju í heiminum í orku fást þá um það bil 4,22 * 1028 júl samkvæmt Einstein. Þessi gríðarlega orka verður að teljast einn helsti kostur þess að breyta öllu mannkyninu í orku! Ein og sér segir talan þó flestum lítið, svo við skulum setja hana í skynsamlegt samhengi.

Þessi mikla orka dugir til að hafa kveikt á einni 60 vatta ljósaperu í um það bil 22 milljón milljón milljón ár. Til samanburðar er talið að aldur alheimsins sé um 13.000 milljón ár. Helsti kostur þess að breyta öllu mannkyninu í orku er því að geta haldið góðu lesljósi gangandi eins lengi og þörf gæti mögulega verið á.

Spyrjandi vill einnig fá að vita hvaða ókostir fylgi því að breyta mannkyninu í hreina orku. Í fljótu bragði sjáum við enga galla við það. Nær allir vísindamenn sem stunda rannsóknir og mælingar á þessu sviði eru okkur sammála. Einn og einn svartur sauður hefur þó bent á að það gæti talist galli að enginn sé þá eftir til að lesa við ljósið, þar sem aðgerðin hefur óneitanlega í för með sér útrýmingu mannkynsins. Sú mótbára er þó léttvæg. Flestir telja það til dæmis ekki eftir sér að láta ljós loga heima hjá sér þótt þar sé enginn að lesa við ljósið!

Við teljum þess vegna fullljóst að engir ókostir fylgi því að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku.

Þeir sem vilja fræðast meira um heillandi rannsóknir á þessu sviði geta skoðað vefsetur vísindamanna á rannsóknarmiðstöð við Bolognaháskóla c=mE2. Ef hlekkurinn virkar ekki þá er mjög líklegt að vísindamennirnir séu búnir að breyta sjálfum sér í hreina orku.

Heimildir og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Segjum að vísindamenn gætu umbreytt mannkyninu í orku. Hverjir yrðu helstu kostir og ókostir þess?


Við bendum þeim sem enn hafa ekki kveikt á perunni að þetta svar er föstudagssvar. Lesendur sem taka eitthvað í því alvarlega gera það algjörlega á eigin ábyrgð.

Útgáfudagur

11.7.2008

Spyrjandi

Hreiðar Arnarsson, f. 1990

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23749.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 11. júlí). Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23749

Ritstjórn Vísindavefsins. „Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23749>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?
Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið.

Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til feikimikillar orku.

Vísindamenn gera ráð fyrir að meðalþyngd karlmanna sé um 80 kg og meðalþyngd kvenmanna um 60 kg. Enn fremur gera sömu vísindamenn ráð fyrir að það séu nokkurn veginn jafn margir karlar og konur í heiminum. Meðalþyngd manneskju er þess vegna 70 kg. Í heiminum búa nú um 6,7 milljarðar manna, og samanlögð þyngd allra manneskja í heiminum er því um 469 milljón tonn.

Við skulum gefa okkur að hægt sé breyta öllum þessum massa í orku með 100% nýtni. Þeir vísindamenn sem stunda rannsóknir og mælingar á umbreytingu manna í hreina orku telja þó flestir að báðar forsendurnar séu nokkuð vafasamar. En vegna þess hveru einfalt er að reikna dæmið á þennan hátt, skulum við láta okkur hafa það.


Hér sjást nokkrir þeirra vísindamanna sem vinna að því að breyta mannkyninu í hreina orku.

Við það að breyta hverri einustu manneskju í heiminum í orku fást þá um það bil 4,22 * 1028 júl samkvæmt Einstein. Þessi gríðarlega orka verður að teljast einn helsti kostur þess að breyta öllu mannkyninu í orku! Ein og sér segir talan þó flestum lítið, svo við skulum setja hana í skynsamlegt samhengi.

Þessi mikla orka dugir til að hafa kveikt á einni 60 vatta ljósaperu í um það bil 22 milljón milljón milljón ár. Til samanburðar er talið að aldur alheimsins sé um 13.000 milljón ár. Helsti kostur þess að breyta öllu mannkyninu í orku er því að geta haldið góðu lesljósi gangandi eins lengi og þörf gæti mögulega verið á.

Spyrjandi vill einnig fá að vita hvaða ókostir fylgi því að breyta mannkyninu í hreina orku. Í fljótu bragði sjáum við enga galla við það. Nær allir vísindamenn sem stunda rannsóknir og mælingar á þessu sviði eru okkur sammála. Einn og einn svartur sauður hefur þó bent á að það gæti talist galli að enginn sé þá eftir til að lesa við ljósið, þar sem aðgerðin hefur óneitanlega í för með sér útrýmingu mannkynsins. Sú mótbára er þó léttvæg. Flestir telja það til dæmis ekki eftir sér að láta ljós loga heima hjá sér þótt þar sé enginn að lesa við ljósið!

Við teljum þess vegna fullljóst að engir ókostir fylgi því að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku.

Þeir sem vilja fræðast meira um heillandi rannsóknir á þessu sviði geta skoðað vefsetur vísindamanna á rannsóknarmiðstöð við Bolognaháskóla c=mE2. Ef hlekkurinn virkar ekki þá er mjög líklegt að vísindamennirnir séu búnir að breyta sjálfum sér í hreina orku.

Heimildir og mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Segjum að vísindamenn gætu umbreytt mannkyninu í orku. Hverjir yrðu helstu kostir og ókostir þess?


Við bendum þeim sem enn hafa ekki kveikt á perunni að þetta svar er föstudagssvar. Lesendur sem taka eitthvað í því alvarlega gera það algjörlega á eigin ábyrgð. ...