Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð.

Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulbylgjur og sent þau þannig út í geiminn, til dæmis til geimfara sem þar eru. Síðan má breyta þessum rafsegulmerkjum aftur í hljóð við eyru geimfara þannig að þeir heyra hljóðmerki sem við höfum sent til dæmis frá jörðinni. Þetta gerist með sama hætti og önnur þráðlaus fjarskipti, til dæmis á jörðu niðri.

Rafsegulbylgjur, þar á meðal ljós, eru allt öðru vísi en hljóðið að því leyti að þær berast um rúmið þó að þar sé ekkert efni. Þess vegna sjáum við stjörnurnar úti í geimnum og þess vegna getum við átt samskipti við geimfara, til dæmis á tunglinu, og við geimför sem fara lengra út í sólkerfið eins og þau sem hafa verið að fara á síðustu árum til fjarlægustu reikistjarnanna í sólkerfinu.

Að þessu leyti er ekki heldur neitt því til fyrirstöðu að stunda fjarskipti sem næðu enn lengra út í geiminn, til dæmis til nálægra sólstjarna sem væru nokkra tugi ljósára í burtu. Samtal við menn eða aðrar verur þar úti yrði hins vegar framandlegt að því leyti að boðin væru svo lengi á leiðinni; við gætum þurft að bíða í áratugi eftir svörum við spurningum okkar!



Mynd: NASA - Astronaut Selection

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2002

Spyrjandi

Kristinn Sigfússon, f. 1983

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2002, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2376.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 13. maí). Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2376

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2002. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2376>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?
Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð.

Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulbylgjur og sent þau þannig út í geiminn, til dæmis til geimfara sem þar eru. Síðan má breyta þessum rafsegulmerkjum aftur í hljóð við eyru geimfara þannig að þeir heyra hljóðmerki sem við höfum sent til dæmis frá jörðinni. Þetta gerist með sama hætti og önnur þráðlaus fjarskipti, til dæmis á jörðu niðri.

Rafsegulbylgjur, þar á meðal ljós, eru allt öðru vísi en hljóðið að því leyti að þær berast um rúmið þó að þar sé ekkert efni. Þess vegna sjáum við stjörnurnar úti í geimnum og þess vegna getum við átt samskipti við geimfara, til dæmis á tunglinu, og við geimför sem fara lengra út í sólkerfið eins og þau sem hafa verið að fara á síðustu árum til fjarlægustu reikistjarnanna í sólkerfinu.

Að þessu leyti er ekki heldur neitt því til fyrirstöðu að stunda fjarskipti sem næðu enn lengra út í geiminn, til dæmis til nálægra sólstjarna sem væru nokkra tugi ljósára í burtu. Samtal við menn eða aðrar verur þar úti yrði hins vegar framandlegt að því leyti að boðin væru svo lengi á leiðinni; við gætum þurft að bíða í áratugi eftir svörum við spurningum okkar!



Mynd: NASA - Astronaut Selection...