Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Meginreglan um einkunnir við Háskóla Íslands er í 1. mgr. 61. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands og hljóðar svo:
Einkunnir skulu gefnar í heilum, eða heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs. Aðaleinkunn reiknast með tveimur aukastöfum, og er 9,0 - 10 ágætiseinkunn, 7,25 - 8,99 er fyrsta einkunn, 6,0 - 7,24 er önnur einkunn, og 5,0 - 5,99 er þriðja einkunn.
Almenn ákvæði um lágmarkseinkunnir eru í 62. grein reglnanna:
Stúdent telst ekki hafa staðist próf nema hann hljóti einkunnina 5,0 eða ígildi hennar í bókstaf. Heimilt er í reglum þessum að víkja frá þessu í einstökum prófum, prófhlutum og prófflokkum og krefjast hærri eða lægri lágmarkseinkunnar.

Sérákvæði deildar um hærri lágmarkseinkunn en 5,0 í einstökum prófgreinum, prófhlutum eða prófflokkum skulu aðeins gilda fyrir nemendur hlutaðeigandi deildar.
Sérákvæði lagadeildar um lágmarkseinkunnir og slíkt eru í 92. grein reglnanna:
Til að standast próf í B.A.-námi í lögfræði verður stúdent að hljóta minnst einkunnina 6,0 í öllum námsgreinum hverri um sig. Lokaeinkunn til B.A.-prófs í lögfræði skal reiknuð sem vegið meðaltal einkunna úr einstökum námsgreinum.

Stúdent er ekki heimilt að gangast oftar en fjórum sinnum undir sama próf í námsgreinum í B.A.-námi. Falli stúdent fjórum sinnum á prófi í sömu námsgrein í B.A.-námi, er hann fallinn úr lagadeild.

Á fyrsta misseri B.A.-náms í lögfræði, haustmisseri, getur stúdent eingöngu skráð sig til náms í þremur námsgreinum, þ.e. almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu, inngangi að lögfræði og Evrópurétti. Á vormisseri fyrsta námsárs getur stúdent eingöngu skráð sig til náms í stjórnskipunarrétti ásamt ágripi af þjóðarétti, sifja- og erfðarétti og heimspekilegum forspjallsvísindum. Skilyrði þess að stúdent geti skráð sig í aðrar námsgreinar í B.A.-námi er að hann hafi staðist próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu og inngangi að lögfræði.
Af þessu má sjá að svarið um sérstöðu lagadeildar í þessu efni er bæði já og nei: Reglur deildarinnar eru að sumu leyti alveg eins og annarra en að öðru leyti ekki. Einkunnastiginn er sá sami en lágmarkseinkunnir eru öðruvísi en í mörgum öðrum deildum.

Í viðbót við spurninguna kom fram að spyrjandi taldi að einkunnastigi væri annar í lagadeild en annars staðar. Svo var í eina tíð en er sem sagt ekki lengur.


Svarið var uppfært í apríl 2007 með tilliti til breyttra reglna.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.5.2002

Spyrjandi

Atli Freyr Steinþórsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2002, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2382.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 14. maí). Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2382

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2002. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2382>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?
Meginreglan um einkunnir við Háskóla Íslands er í 1. mgr. 61. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands og hljóðar svo:

Einkunnir skulu gefnar í heilum, eða heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs. Aðaleinkunn reiknast með tveimur aukastöfum, og er 9,0 - 10 ágætiseinkunn, 7,25 - 8,99 er fyrsta einkunn, 6,0 - 7,24 er önnur einkunn, og 5,0 - 5,99 er þriðja einkunn.
Almenn ákvæði um lágmarkseinkunnir eru í 62. grein reglnanna:
Stúdent telst ekki hafa staðist próf nema hann hljóti einkunnina 5,0 eða ígildi hennar í bókstaf. Heimilt er í reglum þessum að víkja frá þessu í einstökum prófum, prófhlutum og prófflokkum og krefjast hærri eða lægri lágmarkseinkunnar.

Sérákvæði deildar um hærri lágmarkseinkunn en 5,0 í einstökum prófgreinum, prófhlutum eða prófflokkum skulu aðeins gilda fyrir nemendur hlutaðeigandi deildar.
Sérákvæði lagadeildar um lágmarkseinkunnir og slíkt eru í 92. grein reglnanna:
Til að standast próf í B.A.-námi í lögfræði verður stúdent að hljóta minnst einkunnina 6,0 í öllum námsgreinum hverri um sig. Lokaeinkunn til B.A.-prófs í lögfræði skal reiknuð sem vegið meðaltal einkunna úr einstökum námsgreinum.

Stúdent er ekki heimilt að gangast oftar en fjórum sinnum undir sama próf í námsgreinum í B.A.-námi. Falli stúdent fjórum sinnum á prófi í sömu námsgrein í B.A.-námi, er hann fallinn úr lagadeild.

Á fyrsta misseri B.A.-náms í lögfræði, haustmisseri, getur stúdent eingöngu skráð sig til náms í þremur námsgreinum, þ.e. almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu, inngangi að lögfræði og Evrópurétti. Á vormisseri fyrsta námsárs getur stúdent eingöngu skráð sig til náms í stjórnskipunarrétti ásamt ágripi af þjóðarétti, sifja- og erfðarétti og heimspekilegum forspjallsvísindum. Skilyrði þess að stúdent geti skráð sig í aðrar námsgreinar í B.A.-námi er að hann hafi staðist próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu og inngangi að lögfræði.
Af þessu má sjá að svarið um sérstöðu lagadeildar í þessu efni er bæði já og nei: Reglur deildarinnar eru að sumu leyti alveg eins og annarra en að öðru leyti ekki. Einkunnastiginn er sá sami en lágmarkseinkunnir eru öðruvísi en í mörgum öðrum deildum.

Í viðbót við spurninguna kom fram að spyrjandi taldi að einkunnastigi væri annar í lagadeild en annars staðar. Svo var í eina tíð en er sem sagt ekki lengur.


Svarið var uppfært í apríl 2007 með tilliti til breyttra reglna....