Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert er flatarmál sólarinnar?

EÖÞ



Nokkuð hefur verið ritað um sólina á Vísindavefnum, en þó hefur aldrei verið minnst á flatarmál hennar. Ástæða þess er eflaust sú að yfirborð sólarinnar er ekki flötur í sama skilningi og við tölum um flatarmál jarðarinnar eða Vestfjarða. Í sólinni er gas og yfirborð hennar er því ekki vel skilgreindur flötur á tilteknum stað. Þegar talað er um geisla (radíus) sólarinnar er átt við lengdina frá miðju sólarinnar að ljóshvolfi hennar. Nánar má lesa um sólina, hitastig hennar, yfirborð og margt fleira í þeim svörum sem vísað er til hér á eftir.

Ef við viljum að gamni okkar reikna flatarmál sólarinnar, þrátt fyrir að það hafi takmarkað gildi, má gera það svona:

Þegar geisli kúlu er þekktur má finna flatarmál yfirborðsins með eftirfarandi jöfnu:
F = 4 p r2,
þar sem F stendur fyrir flatarmál og r fyrir geisla.

Lítum nú á svar Tryggva Þorgeirssonar, Hvað er sólin stór? Þar sjáum við að geisli sólarinnar er um 696.000 km. Þegar sú tala er sett í jöfnuna okkar hér að ofan fæst að flatarmál sólarinnar er um 6.100.000.000.000 km2. Til samanburðar er flatarmál jarðarinnar um 5.100.000.000 km2.

Skyld svör:



Mynd: Solarviews.com

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.5.2002

Spyrjandi

Bára Sigfúsdóttir, f. 1984

Tilvísun

EÖÞ. „Hvert er flatarmál sólarinnar?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2389.

EÖÞ. (2002, 15. maí). Hvert er flatarmál sólarinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2389

EÖÞ. „Hvert er flatarmál sólarinnar?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2389>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er flatarmál sólarinnar?


Nokkuð hefur verið ritað um sólina á Vísindavefnum, en þó hefur aldrei verið minnst á flatarmál hennar. Ástæða þess er eflaust sú að yfirborð sólarinnar er ekki flötur í sama skilningi og við tölum um flatarmál jarðarinnar eða Vestfjarða. Í sólinni er gas og yfirborð hennar er því ekki vel skilgreindur flötur á tilteknum stað. Þegar talað er um geisla (radíus) sólarinnar er átt við lengdina frá miðju sólarinnar að ljóshvolfi hennar. Nánar má lesa um sólina, hitastig hennar, yfirborð og margt fleira í þeim svörum sem vísað er til hér á eftir.

Ef við viljum að gamni okkar reikna flatarmál sólarinnar, þrátt fyrir að það hafi takmarkað gildi, má gera það svona:

Þegar geisli kúlu er þekktur má finna flatarmál yfirborðsins með eftirfarandi jöfnu:
F = 4 p r2,
þar sem F stendur fyrir flatarmál og r fyrir geisla.

Lítum nú á svar Tryggva Þorgeirssonar, Hvað er sólin stór? Þar sjáum við að geisli sólarinnar er um 696.000 km. Þegar sú tala er sett í jöfnuna okkar hér að ofan fæst að flatarmál sólarinnar er um 6.100.000.000.000 km2. Til samanburðar er flatarmál jarðarinnar um 5.100.000.000 km2.

Skyld svör:



Mynd: Solarviews.com...