Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?

JGÞ

Dannebrogsmenn nefnast danskir þegnar sem hafa hlotið dannebrogsorðuna, en það er dönsk orða sem líkja má við hina íslensku fálkaorðu.

Talið er að orðan hafi verið stofnuð af Valdimar 2. sigursæla árið 1219 og hún var síðan endurreist árið 1671 af Kristjáni 5. Þá var hún nær eingöngu veitt aðlinum en frá árinu 1808, þegar Friðrik 6. tók við völdum, var orðan tekin upp í núverandi mynd og veitt þegnum Danakonungs, óháð stétt og stöðu.

Frá árinu 1952 hefur orðunni verið skipt í þrjá flokka, stórkross, stórriddarakross og riddarakross. Allnokkrir Íslendingar voru sæmdir orðunni og nefndust þá dannebrogsmenn eða riddarar af dannebrog. Þess má geta að danski þjóðfáninn nefnist einnig dannebrog.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Einar Laxness, Íslandssaga, Vaka-Helgafell, Reykjavík 1995.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.5.2009

Spyrjandi

Eydís Jónsdóttir, Ingvar Guðbjörnsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2009. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=23942.

JGÞ. (2009, 13. maí). Hvað merkir að vera dannebrogsmaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23942

JGÞ. „Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2009. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23942>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?
Dannebrogsmenn nefnast danskir þegnar sem hafa hlotið dannebrogsorðuna, en það er dönsk orða sem líkja má við hina íslensku fálkaorðu.

Talið er að orðan hafi verið stofnuð af Valdimar 2. sigursæla árið 1219 og hún var síðan endurreist árið 1671 af Kristjáni 5. Þá var hún nær eingöngu veitt aðlinum en frá árinu 1808, þegar Friðrik 6. tók við völdum, var orðan tekin upp í núverandi mynd og veitt þegnum Danakonungs, óháð stétt og stöðu.

Frá árinu 1952 hefur orðunni verið skipt í þrjá flokka, stórkross, stórriddarakross og riddarakross. Allnokkrir Íslendingar voru sæmdir orðunni og nefndust þá dannebrogsmenn eða riddarar af dannebrog. Þess má geta að danski þjóðfáninn nefnist einnig dannebrog.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Einar Laxness, Íslandssaga, Vaka-Helgafell, Reykjavík 1995.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Mynd:...