Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Eiga plöntur forfeður?

Jón Már Halldórsson

Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími í jarðsögunni þar til fyrstu plönturnar námu land á þurrlendi.

Ef hægt væri að horfa yfir þurrlendi jarðar eins og það var fyrir um 450 milljón árum sæjust klettar, grjót og sandur hvert sem litið væri. Engar jurtir voru á jörðinni á þessum tíma nema kannski skófir á klettum. Öðru máli gegndi um vötn og höf, þar var að finna líf bæði í vatninu og á yfirborði þess, þar sem kannski mátti sjá græna slikju. Vísindamenn telja að þessi græna slikja hafi verið frumstæðir grænþörungar og þeir séu líklega forfeður plantna.

Á einhverju stigi í fjarlægri fortíð tókst þessum grænþörungum að nema land á gróður- og jarðvegslausu landi og er það eitt hið merkilegasta skref í þróun lífs hér á jörðu, því gróður er ein af frumforsendum þess að annað líf gat þróast á þurrlendi. Fyrst voru þessir grænþörungar eins og græn slikja á klettum nærri sjó þar sem raki var mikill en á milljónum ára komu fram sífellt þróaðri plöntur sem við gætum kallað lágplöntur, svo sem mosar og lifrarmosar og seinna meir komu fram háplöntur.

Steingerðar leifar Cooksonia pertoni sem fundust í Suður-Wales. Plantan hefur verið um 3,7 cm á hæð.

Fyrir um 425 milljónum ára voru komnar fram litlar jarðfastar plöntur. Best þekkta planta þessara frumherja kallasta Cooksonia og var hún ekki nema fáeinir cm á hæð. Stöngull hennar greindist nokkrum sinnum og á enda hverrar "greinar" var lítil blaðra þar sem gró mynduðust. Plantan hafði hins vegar engin laufblöð og ekki blóm.

Þessi þróunarferill frá grænþörungi til landplöntu hefur tekið langan tíma, jafnvel tugi milljóna ára. Meðal þeirra hindrana sem þurfti að yfirstíga var ofþornun en grænþörungar hafa ekki þunna vaxkennda húð líkt og landplöntur sem kemur í veg fyrir þornun. Aðrar aðlaganir þurftu einnig að koma til en slíkur þróunarferill hefur tekið afar langan tíma.

Nánar er fjallað um grænþörunga í svari sama höfundar við spurningunni Hvað einkennir grænþörunga? Þar eru meðal annars tínd til þau rök sem helst eru talin styðja þá kenningu að grænþörungar séu forfeður plantna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.5.2008

Spyrjandi

Guðni Már Gilbert

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eiga plöntur forfeður?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2008. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=23962.

Jón Már Halldórsson. (2008, 5. maí). Eiga plöntur forfeður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=23962

Jón Már Halldórsson. „Eiga plöntur forfeður?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2008. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=23962>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eiga plöntur forfeður?
Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími í jarðsögunni þar til fyrstu plönturnar námu land á þurrlendi.

Ef hægt væri að horfa yfir þurrlendi jarðar eins og það var fyrir um 450 milljón árum sæjust klettar, grjót og sandur hvert sem litið væri. Engar jurtir voru á jörðinni á þessum tíma nema kannski skófir á klettum. Öðru máli gegndi um vötn og höf, þar var að finna líf bæði í vatninu og á yfirborði þess, þar sem kannski mátti sjá græna slikju. Vísindamenn telja að þessi græna slikja hafi verið frumstæðir grænþörungar og þeir séu líklega forfeður plantna.

Á einhverju stigi í fjarlægri fortíð tókst þessum grænþörungum að nema land á gróður- og jarðvegslausu landi og er það eitt hið merkilegasta skref í þróun lífs hér á jörðu, því gróður er ein af frumforsendum þess að annað líf gat þróast á þurrlendi. Fyrst voru þessir grænþörungar eins og græn slikja á klettum nærri sjó þar sem raki var mikill en á milljónum ára komu fram sífellt þróaðri plöntur sem við gætum kallað lágplöntur, svo sem mosar og lifrarmosar og seinna meir komu fram háplöntur.

Steingerðar leifar Cooksonia pertoni sem fundust í Suður-Wales. Plantan hefur verið um 3,7 cm á hæð.

Fyrir um 425 milljónum ára voru komnar fram litlar jarðfastar plöntur. Best þekkta planta þessara frumherja kallasta Cooksonia og var hún ekki nema fáeinir cm á hæð. Stöngull hennar greindist nokkrum sinnum og á enda hverrar "greinar" var lítil blaðra þar sem gró mynduðust. Plantan hafði hins vegar engin laufblöð og ekki blóm.

Þessi þróunarferill frá grænþörungi til landplöntu hefur tekið langan tíma, jafnvel tugi milljóna ára. Meðal þeirra hindrana sem þurfti að yfirstíga var ofþornun en grænþörungar hafa ekki þunna vaxkennda húð líkt og landplöntur sem kemur í veg fyrir þornun. Aðrar aðlaganir þurftu einnig að koma til en slíkur þróunarferill hefur tekið afar langan tíma.

Nánar er fjallað um grænþörunga í svari sama höfundar við spurningunni Hvað einkennir grænþörunga? Þar eru meðal annars tínd til þau rök sem helst eru talin styðja þá kenningu að grænþörungar séu forfeður plantna.

Heimildir og myndir: