Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar?

Ólafur Páll Jónsson

Bölsvandinn er þverstæða sem samanstendur af fjórum fullyrðingum.
  1. Guð er algóður
  2. Guð er alvitur
  3. Guð er almáttugur
  4. Það er böl í heiminum
Fyrstu þrjár fullyrðingarnar eru hluti af kenningum kristindómsins, fjórða fullyrðingin er byggð á reynslu.

Menn hafa hugsað sem svo: Ef Guð er algóður þá vill hann útrýma öllu böli í heiminum. Hann vill ekki einungis lina þjáningar og kvalir heldur koma í veg fyrir þær. Og ef Guð er alvitur, þá veit hann um allt heimsins böl. Hann veit um þjáningar allra manna. Og ef hann er almáttugur þá getur hann gert það sem hann vill. Hann getur útrýmt öllu böli sem hann veit af og vill útrýma, og þar sem hann veit af öllu böli og vill útrýma því, þá ætti hann að útrýma því. En bitur reynslan segir okkur að það sé til böl í heiminum, meira að segja mikið af böli. Og margt af þessu böli virðist algerlega óverðskuldað, tilefnislaust og ekki þjóna neinum æðri tilgangi.

Bölsvandinn er einungis vandi þeirra sem trúa á algóðan, alvitran og almáttugan Guð. Þeir sem ekki trúa á slíka veru standa ekki frammi fyrir neinni þverstæðu. Raunar hafa ýmsir gefið Guðstrú upp á bátinn vegna bölsvandans; menn hafa litið svo á að sú staðreynd að heimurinn er fullur af þjáningu og kvöl sé sönnun fyrir því að algóður, alvitur og almáttugur Guð geti ekki verið til. Menn hafa sannfærst um að fullyrðingarnar fjórar að ofan geti ekki allar verið sannar, menn hafa ekki fundið neina leið til að draga þá síðustu í efa, og af þeim sökum gefið upp fyrstu þrjár.

Þeir sem trúa á Guð hafa reynt að leysa þverstæðuna á annan hátt. Sumir hafa sagt að mestallt böl heimsins sé komið til vegna þess að menn hafi frjálsan vilja og ef Guð kæmi í veg fyrir slíkt böl, til dæmis pyntingar, þá væri Guð að taka frá okkur frjálsan vilja sem væri enn meira böl. En þessi leið út úr þverstæðunni gengur ekki upp vegna þess að eftir stendur böl sem fólk hefur ekki valdið af frjálsum vilja, til dæmis þjáningar langveikra barna.

Aðrir hafa bent á, Guðstrúnni til varnar, að jafnvel böl sem virðist óverðskuldað og tilefnislaust geti þjónað æðri tilgangi. Til dæmis gera þjáningar langveikra barna foreldrum kleift að sýna hugrekki og fórnfýsi. Menn bæta stundum við að án slíks böls væri ekki mögulegt að sýna hugrekki og fórnfýsi og því sé slíkt böl nauðsynleg forsenda hinna æðstu gæða og þar með ekki réttnefnt böl eftir allt saman.

Og loks hafa menn sagt að það böl sem menn upplifa hér á jörð sé óendanlega lítið miðað við eilífa sælu í himnaríki.

Hversu sannfærandi sem þessi viðbrögð við bölsvandanum kunna að virðast þá stendur eftir að bölsvandinn er raunverulegur vandi fyrir þá sem trúa á Guð. Heimurinn eins og hann er í dag virðist vissulega vera fullur af böli, og í fljótu bragði virðist þessi staðreynd stangast á við trú á Guð.

Sjá einnig svar Ólafs Páls við spurningunni Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð svo sem kristni eða islam?

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2002

Spyrjandi

Hrafn Árni Hrólfsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar? “ Vísindavefurinn, 28. maí 2002. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2427.

Ólafur Páll Jónsson. (2002, 28. maí). Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2427

Ólafur Páll Jónsson. „Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar? “ Vísindavefurinn. 28. maí. 2002. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2427>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er bölsvandinn marktækur í kristni þar sem loforð Guðs um útrýmingu alls böls er til staðar?
Bölsvandinn er þverstæða sem samanstendur af fjórum fullyrðingum.

  1. Guð er algóður
  2. Guð er alvitur
  3. Guð er almáttugur
  4. Það er böl í heiminum
Fyrstu þrjár fullyrðingarnar eru hluti af kenningum kristindómsins, fjórða fullyrðingin er byggð á reynslu.

Menn hafa hugsað sem svo: Ef Guð er algóður þá vill hann útrýma öllu böli í heiminum. Hann vill ekki einungis lina þjáningar og kvalir heldur koma í veg fyrir þær. Og ef Guð er alvitur, þá veit hann um allt heimsins böl. Hann veit um þjáningar allra manna. Og ef hann er almáttugur þá getur hann gert það sem hann vill. Hann getur útrýmt öllu böli sem hann veit af og vill útrýma, og þar sem hann veit af öllu böli og vill útrýma því, þá ætti hann að útrýma því. En bitur reynslan segir okkur að það sé til böl í heiminum, meira að segja mikið af böli. Og margt af þessu böli virðist algerlega óverðskuldað, tilefnislaust og ekki þjóna neinum æðri tilgangi.

Bölsvandinn er einungis vandi þeirra sem trúa á algóðan, alvitran og almáttugan Guð. Þeir sem ekki trúa á slíka veru standa ekki frammi fyrir neinni þverstæðu. Raunar hafa ýmsir gefið Guðstrú upp á bátinn vegna bölsvandans; menn hafa litið svo á að sú staðreynd að heimurinn er fullur af þjáningu og kvöl sé sönnun fyrir því að algóður, alvitur og almáttugur Guð geti ekki verið til. Menn hafa sannfærst um að fullyrðingarnar fjórar að ofan geti ekki allar verið sannar, menn hafa ekki fundið neina leið til að draga þá síðustu í efa, og af þeim sökum gefið upp fyrstu þrjár.

Þeir sem trúa á Guð hafa reynt að leysa þverstæðuna á annan hátt. Sumir hafa sagt að mestallt böl heimsins sé komið til vegna þess að menn hafi frjálsan vilja og ef Guð kæmi í veg fyrir slíkt böl, til dæmis pyntingar, þá væri Guð að taka frá okkur frjálsan vilja sem væri enn meira böl. En þessi leið út úr þverstæðunni gengur ekki upp vegna þess að eftir stendur böl sem fólk hefur ekki valdið af frjálsum vilja, til dæmis þjáningar langveikra barna.

Aðrir hafa bent á, Guðstrúnni til varnar, að jafnvel böl sem virðist óverðskuldað og tilefnislaust geti þjónað æðri tilgangi. Til dæmis gera þjáningar langveikra barna foreldrum kleift að sýna hugrekki og fórnfýsi. Menn bæta stundum við að án slíks böls væri ekki mögulegt að sýna hugrekki og fórnfýsi og því sé slíkt böl nauðsynleg forsenda hinna æðstu gæða og þar með ekki réttnefnt böl eftir allt saman.

Og loks hafa menn sagt að það böl sem menn upplifa hér á jörð sé óendanlega lítið miðað við eilífa sælu í himnaríki.

Hversu sannfærandi sem þessi viðbrögð við bölsvandanum kunna að virðast þá stendur eftir að bölsvandinn er raunverulegur vandi fyrir þá sem trúa á Guð. Heimurinn eins og hann er í dag virðist vissulega vera fullur af böli, og í fljótu bragði virðist þessi staðreynd stangast á við trú á Guð.

Sjá einnig svar Ólafs Páls við spurningunni Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð svo sem kristni eða islam?

...