Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?

Geir Þ. Þórarinsson

Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing.

Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másolos, sem var konungur í Karíu á árunum 377-353 fyrir okkar tímatal, lagður til hinstu hvílu en svæðið umhverfis borgina Halikarnassos hét Karía. Enda þótt borgin Halikarnassos hafi verið stofnuð og byggð af Grikkjum (sem töluðu dóríska mállýsku) var hún þó orðin höfuðstaður Karíu fyrir miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal; Másolos færði höfuðborgina frá Mýlösu til Halikarnassos.


Málverk af grafhýsinu í Halikarnassos.

Um uppruna Karíumanna sem þjóðar er á hinn bóginn ekki vitað með vissu en gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos taldi að Karíumenn væru afkomendur Mínóanna á Krít sem hin mínóíska menning er kennd við. Karía heyrði síðan undir Persaveldi á þessum tíma. Másolos var því konungur Karíu en um leið landstjóri (satrap) í Persaveldi og grafhýsið var reist í höfuðstaðnum Halikarnassos til minningar um hann og til þess að hýsa jarðneskar leifar hans að honum látnum en hann lést árið 353 f.Kr. Másolos hafði sjálfur látið hefjast handa við byggingu grafhýsisins en það var eiginkona hans og systir, Artemisia önnur, sem sá um byggingu þess á seinni stigum; henni entist þó ekki ævin til þess að sjá verkinu fulllokið.

Rómversku rithöfundarnir Vitruvius og Plinius eldri geta báðir grafhýsisins í ritum sínum. Grafhýsið sem var alls um 43 metrar að hæð stóð á háum fæti sem var um 30 metrar að lengd og 36 metrar að breidd. Þrjátíu og sex marmarasúlur báru þakið uppi eða níu á hverri hlið en þakið sjálft var pýramídalagað. Arkitekt að nafni Pýþíos eða Pýþeos hannaði grafhýsið. Það var alsett marmaraplötum en veggir þess voru úr múrsteinum. Það var skreytt höggmyndum sem sýndu ýmsar goðsagnaverur og voru fengnir til þess fjórir myndhöggvarar, sem hver um sig skreytti eina hlið á grafhýsinu. Þeir hétu Leókares, Bryxías, Skópas og Praxíteles en myndhöggvarinn Tímóþeos mun einnig hafa komið við sögu. Grafhýsið stóð fram á 15. öld en var þá rifið niður svo að byggja mætti kastala.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

22.9.2009

Spyrjandi

Hafdís Þórsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?“ Vísindavefurinn, 22. september 2009. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24340.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 22. september). Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24340

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2009. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24340>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var í grafhvelfingunni í Halikarnassos?
Grafhýsið í Halikarnassos hét öðru nafni grafhýsi Másolosar en af nafni hans er einmitt komið orðið mausoleum sem á ýmsum erlendum tungumálum merkir einfaldlega grafhýsi eða grafhvelfing.

Grafhýsi Másolosar var reist um miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal og var talið eitt af sjö undrum veraldar. Þar var Másolos, sem var konungur í Karíu á árunum 377-353 fyrir okkar tímatal, lagður til hinstu hvílu en svæðið umhverfis borgina Halikarnassos hét Karía. Enda þótt borgin Halikarnassos hafi verið stofnuð og byggð af Grikkjum (sem töluðu dóríska mállýsku) var hún þó orðin höfuðstaður Karíu fyrir miðja fjórðu öld fyrir okkar tímatal; Másolos færði höfuðborgina frá Mýlösu til Halikarnassos.


Málverk af grafhýsinu í Halikarnassos.

Um uppruna Karíumanna sem þjóðar er á hinn bóginn ekki vitað með vissu en gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos taldi að Karíumenn væru afkomendur Mínóanna á Krít sem hin mínóíska menning er kennd við. Karía heyrði síðan undir Persaveldi á þessum tíma. Másolos var því konungur Karíu en um leið landstjóri (satrap) í Persaveldi og grafhýsið var reist í höfuðstaðnum Halikarnassos til minningar um hann og til þess að hýsa jarðneskar leifar hans að honum látnum en hann lést árið 353 f.Kr. Másolos hafði sjálfur látið hefjast handa við byggingu grafhýsisins en það var eiginkona hans og systir, Artemisia önnur, sem sá um byggingu þess á seinni stigum; henni entist þó ekki ævin til þess að sjá verkinu fulllokið.

Rómversku rithöfundarnir Vitruvius og Plinius eldri geta báðir grafhýsisins í ritum sínum. Grafhýsið sem var alls um 43 metrar að hæð stóð á háum fæti sem var um 30 metrar að lengd og 36 metrar að breidd. Þrjátíu og sex marmarasúlur báru þakið uppi eða níu á hverri hlið en þakið sjálft var pýramídalagað. Arkitekt að nafni Pýþíos eða Pýþeos hannaði grafhýsið. Það var alsett marmaraplötum en veggir þess voru úr múrsteinum. Það var skreytt höggmyndum sem sýndu ýmsar goðsagnaverur og voru fengnir til þess fjórir myndhöggvarar, sem hver um sig skreytti eina hlið á grafhýsinu. Þeir hétu Leókares, Bryxías, Skópas og Praxíteles en myndhöggvarinn Tímóþeos mun einnig hafa komið við sögu. Grafhýsið stóð fram á 15. öld en var þá rifið niður svo að byggja mætti kastala.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...