Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?

Ritstjórn Vísindavefsins

Soldán nokkur í Mið-Austurlöndum situr í fjárhvelfingu sinni og horfir með velþóknun á tólf poka, sem hver og einn er fullur af stórum silfurpeningum. Sérhver pokanna er kominn frá einum héraðsstjóra sem skattur og hver poki er merktur með nafni héraðsstjórans. Hver silfurpeningur á, samkvæmt skipun soldánsins, að vera 1 kíló og í hverjum poka eru 20 peningar.

Nú berst soldáni til eyrna að einn héraðsstjóri hafi blekkt hann og greitt með 20 silfurpeningum sem aðeins vega 900 grömm hver. Soldán verður æfur við þessar fréttir, en hann fær ekki að vita hver þeirra er svikarinn. Hans hátign dregur nú fram vog eina stóra og góða sem er nægilega nákvæm til að vigta með 10 gramma nákvæmni.

Hins vegar eru góð ráð dýr því vigtin góða er smíðuð í Ameríku og verkar þannig að fyrst er það sem vega á sett á hana, svo settur 10 senta peningur í rauf og prentast þá út lítill miði með þyngdinni. Hefst nú mikil leit í fjárhirslum soldánsins, en aðeins einn 10 senta peningur finnst.

Hvernig fer soldáninn að því að finna svikna pokann með því að vigta aðeins einu sinni? Hann má láta á vigtina eins marga peninga úr eins mörgum pokum og honum sýnist, en fær aðeins eina útprentun.


Svar við spurningunni má finna hér


Þýtt og endursagt úr:

Gamow, George & Stern, Marvin. Puzzle-Math. MacMillan & Co LTD, London. 1958

Útgáfudagur

29.5.2002

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2002, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2436.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2002, 29. maí). Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2436

Ritstjórn Vísindavefsins. „Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2002. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2436>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?
Soldán nokkur í Mið-Austurlöndum situr í fjárhvelfingu sinni og horfir með velþóknun á tólf poka, sem hver og einn er fullur af stórum silfurpeningum. Sérhver pokanna er kominn frá einum héraðsstjóra sem skattur og hver poki er merktur með nafni héraðsstjórans. Hver silfurpeningur á, samkvæmt skipun soldánsins, að vera 1 kíló og í hverjum poka eru 20 peningar.

Nú berst soldáni til eyrna að einn héraðsstjóri hafi blekkt hann og greitt með 20 silfurpeningum sem aðeins vega 900 grömm hver. Soldán verður æfur við þessar fréttir, en hann fær ekki að vita hver þeirra er svikarinn. Hans hátign dregur nú fram vog eina stóra og góða sem er nægilega nákvæm til að vigta með 10 gramma nákvæmni.

Hins vegar eru góð ráð dýr því vigtin góða er smíðuð í Ameríku og verkar þannig að fyrst er það sem vega á sett á hana, svo settur 10 senta peningur í rauf og prentast þá út lítill miði með þyngdinni. Hefst nú mikil leit í fjárhirslum soldánsins, en aðeins einn 10 senta peningur finnst.

Hvernig fer soldáninn að því að finna svikna pokann með því að vigta aðeins einu sinni? Hann má láta á vigtina eins marga peninga úr eins mörgum pokum og honum sýnist, en fær aðeins eina útprentun.


Svar við spurningunni má finna hér


Þýtt og endursagt úr:

Gamow, George & Stern, Marvin. Puzzle-Math. MacMillan & Co LTD, London. 1958...