 Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað hefur verið frumnorræna. Elstu heimildir um það mál er að finna á rúnaristum frá fyrstu öldum eftir Krist og fram undir 800. Á víkingaöld (um það bil 800-1050 eftir Krist) verða miklar breytingar á frumnorrænu og um svipað leyti greindust norðurgermönsk mál í tvo flokka, vesturnorræn mál (norska, íslenska, færeyska) og austurnorræn mál (sænska og danska). Hvor málaflokkur tók sínum breytingum og varð fyrir utanaðkomandi áhrifum. Oftast er talað um forníslensku og fornnorsku, fornsænsku og forndönsku fram undir 1500 en eftir það var vaninn að tala um íslensku, norsku, dönsku og sænsku.
Þegar Ísland byggðist frá Noregi á síðari hluta 9. aldar var lítill munur á fornnorsku og forndönsku en sá munur jókst eftir því sem tímar liðu. Þeir sem byggðu Ísland voru flestir norskir og málið, sem talað var, var í fyrstu nefnt norræna eða norsk tunga. Ef litið er á landnemana hérlendis sem Íslendinga hafa þeir og Danir talað náskyld tungumál við Íslands byggð en ekki nákvæmlega sama málið.
Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað hefur verið frumnorræna. Elstu heimildir um það mál er að finna á rúnaristum frá fyrstu öldum eftir Krist og fram undir 800. Á víkingaöld (um það bil 800-1050 eftir Krist) verða miklar breytingar á frumnorrænu og um svipað leyti greindust norðurgermönsk mál í tvo flokka, vesturnorræn mál (norska, íslenska, færeyska) og austurnorræn mál (sænska og danska). Hvor málaflokkur tók sínum breytingum og varð fyrir utanaðkomandi áhrifum. Oftast er talað um forníslensku og fornnorsku, fornsænsku og forndönsku fram undir 1500 en eftir það var vaninn að tala um íslensku, norsku, dönsku og sænsku.
Þegar Ísland byggðist frá Noregi á síðari hluta 9. aldar var lítill munur á fornnorsku og forndönsku en sá munur jókst eftir því sem tímar liðu. Þeir sem byggðu Ísland voru flestir norskir og málið, sem talað var, var í fyrstu nefnt norræna eða norsk tunga. Ef litið er á landnemana hérlendis sem Íslendinga hafa þeir og Danir talað náskyld tungumál við Íslands byggð en ekki nákvæmlega sama málið.
Mynd: HB

