Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað hefur verið frumnorræna. Elstu heimildir um það mál er að finna á rúnaristum frá fyrstu öldum eftir Krist og fram undir 800. Á víkingaöld (um það bil 800-1050 eftir Krist) verða miklar breytingar á frumnorrænu og um svipað leyti greindust norðurgermönsk mál í tvo flokka, vesturnorræn mál (norska, íslenska, færeyska) og austurnorræn mál (sænska og danska). Hvor málaflokkur tók sínum breytingum og varð fyrir utanaðkomandi áhrifum. Oftast er talað um forníslensku og fornnorsku, fornsænsku og forndönsku fram undir 1500 en eftir það var vaninn að tala um íslensku, norsku, dönsku og sænsku.

Þegar Ísland byggðist frá Noregi á síðari hluta 9. aldar var lítill munur á fornnorsku og forndönsku en sá munur jókst eftir því sem tímar liðu. Þeir sem byggðu Ísland voru flestir norskir og málið, sem talað var, var í fyrstu nefnt norræna eða norsk tunga. Ef litið er á landnemana hérlendis sem Íslendinga hafa þeir og Danir talað náskyld tungumál við Íslands byggð en ekki nákvæmlega sama málið.Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.5.2002

Spyrjandi

Steinunn Ragna Hjartar

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2002, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2437.

Guðrún Kvaran. (2002, 29. maí). Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2437

Guðrún Kvaran. „Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2002. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2437>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?
Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað hefur verið frumnorræna. Elstu heimildir um það mál er að finna á rúnaristum frá fyrstu öldum eftir Krist og fram undir 800. Á víkingaöld (um það bil 800-1050 eftir Krist) verða miklar breytingar á frumnorrænu og um svipað leyti greindust norðurgermönsk mál í tvo flokka, vesturnorræn mál (norska, íslenska, færeyska) og austurnorræn mál (sænska og danska). Hvor málaflokkur tók sínum breytingum og varð fyrir utanaðkomandi áhrifum. Oftast er talað um forníslensku og fornnorsku, fornsænsku og forndönsku fram undir 1500 en eftir það var vaninn að tala um íslensku, norsku, dönsku og sænsku.

Þegar Ísland byggðist frá Noregi á síðari hluta 9. aldar var lítill munur á fornnorsku og forndönsku en sá munur jókst eftir því sem tímar liðu. Þeir sem byggðu Ísland voru flestir norskir og málið, sem talað var, var í fyrstu nefnt norræna eða norsk tunga. Ef litið er á landnemana hérlendis sem Íslendinga hafa þeir og Danir talað náskyld tungumál við Íslands byggð en ekki nákvæmlega sama málið.Mynd: HB

...