Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok?

Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra kaupmanna var von. Akureyri var áður fyrr kallaður „danskur bær“ og má skýringuna lesa í skemmtilegri grein er birtist í blaðinu Degi á Akureyri 4. maí 1991. Titill greinarinnar er „Bolsíur og danska á sunnudögum“ og höfundurinn er Tryggvi Gíslason, þáverandi skólameistari á Akureyri. Hér birtast glefsur úr greininni en hana má alla lesa á Tímarit.is.

... Þá hafa Akureyringar stundum verið sagðir tala dönsku á sunnudögum og hefur mörgum þótt þetta smáfyndið. Ef til vill er á því skýring hvers vegna Akureyringar eru sagðir tala dönsku á sunnudögum.
... Til eru frásagnir af guðsþjónustum sem danskir kaupmenn héldu á Akureyri áður en kirkja var reist – og jafnvel eftir að hún reis af því að dönsku frúrnar vildu ekki ganga um sömu dyr og sauðsvartur almúginn. Í þessum guðsþjónustum var töluð danska og notuð dönsk biblía og dönsk sálmabók, eins og eðlilegt var af því að móðurmál kaupmannanna var danska. Almúginn varð vitni að þessu því að Akureyrarkaupmenn höfðu íslenskar stofupíur, einkum úr nágrannasveitum. Urðu þær auðvitað vitni að því að töluð var danska við þessar andaktir eða guðsþjónustur kaupmanna á sunnudögum.
Af þessum sökum töluðu menn í Eyjafirði og nærsveitum um að á Akureyri væri töluð danska á sunnudögum, sem var satt og rétt. Virka daga reyndu kaupmenn svo að tala íslensku við almúgann og gekk það auðvitað upp og ofan en bar þó þann árangur að lengi vel kölluðu Akureyringar brjóstsykur bolsíur og skóhlífar galosjer. En nú eru Akureyringar hættir að tala dönsku á sunnudögum.

Mynd sem danskir landmælingamenn tók við verslunarstaðinn Tangshús á Stykkishólmi 14.6.1908.

Ég mæli með að lesa greinina alla. Í fleiri kaupstöðum þótti danska heldur ráðandi í máli heldra fólks eins og á Ísafirði, Eskifirði og í Reykjavík. Þegar danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask kom til landsins 1813 varð honum svo um að hvað hann heyrði mikla dönsku talaða í Reykjavík að hann spáði því að eftir hundrað ár töluðu allir dönsku þar í bæ en eftir tvö hundruð ár um land allt. Sem betur fór rættist sú spá ekki. Áhugamenn um íslenskt mál sneru vörn í sókn og lögðust gegn dönskuslettum þannig að þær eru að mest horfnar nema helst úr máli elstu kynslóðarinnar.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.10.2015

Spyrjandi

Jana María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?“ Vísindavefurinn, 9. október 2015. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=69868.

Guðrún Kvaran. (2015, 9. október). Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69868

Guðrún Kvaran. „Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2015. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69868>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok?

Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra kaupmanna var von. Akureyri var áður fyrr kallaður „danskur bær“ og má skýringuna lesa í skemmtilegri grein er birtist í blaðinu Degi á Akureyri 4. maí 1991. Titill greinarinnar er „Bolsíur og danska á sunnudögum“ og höfundurinn er Tryggvi Gíslason, þáverandi skólameistari á Akureyri. Hér birtast glefsur úr greininni en hana má alla lesa á Tímarit.is.

... Þá hafa Akureyringar stundum verið sagðir tala dönsku á sunnudögum og hefur mörgum þótt þetta smáfyndið. Ef til vill er á því skýring hvers vegna Akureyringar eru sagðir tala dönsku á sunnudögum.
... Til eru frásagnir af guðsþjónustum sem danskir kaupmenn héldu á Akureyri áður en kirkja var reist – og jafnvel eftir að hún reis af því að dönsku frúrnar vildu ekki ganga um sömu dyr og sauðsvartur almúginn. Í þessum guðsþjónustum var töluð danska og notuð dönsk biblía og dönsk sálmabók, eins og eðlilegt var af því að móðurmál kaupmannanna var danska. Almúginn varð vitni að þessu því að Akureyrarkaupmenn höfðu íslenskar stofupíur, einkum úr nágrannasveitum. Urðu þær auðvitað vitni að því að töluð var danska við þessar andaktir eða guðsþjónustur kaupmanna á sunnudögum.
Af þessum sökum töluðu menn í Eyjafirði og nærsveitum um að á Akureyri væri töluð danska á sunnudögum, sem var satt og rétt. Virka daga reyndu kaupmenn svo að tala íslensku við almúgann og gekk það auðvitað upp og ofan en bar þó þann árangur að lengi vel kölluðu Akureyringar brjóstsykur bolsíur og skóhlífar galosjer. En nú eru Akureyringar hættir að tala dönsku á sunnudögum.

Mynd sem danskir landmælingamenn tók við verslunarstaðinn Tangshús á Stykkishólmi 14.6.1908.

Ég mæli með að lesa greinina alla. Í fleiri kaupstöðum þótti danska heldur ráðandi í máli heldra fólks eins og á Ísafirði, Eskifirði og í Reykjavík. Þegar danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask kom til landsins 1813 varð honum svo um að hvað hann heyrði mikla dönsku talaða í Reykjavík að hann spáði því að eftir hundrað ár töluðu allir dönsku þar í bæ en eftir tvö hundruð ár um land allt. Sem betur fór rættist sú spá ekki. Áhugamenn um íslenskt mál sneru vörn í sókn og lögðust gegn dönskuslettum þannig að þær eru að mest horfnar nema helst úr máli elstu kynslóðarinnar.

Frekara lesefni:

Mynd: