Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni.

Það er hins vegar margt til í því hjá spyrjanda að sorglegir atburðir gerast stundum í rigningu og eins kemur það oft fyrir að par kyssist í rigningu eftir átök og rifrildi, eins og spyrjandi nefnir líka.


Kónuglóarmaðurinn og kærastan hans í rigningu.

Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi er rigning andstæða sólskins. Regn og þungbúinn himinn getur ýtt undir og magnað upp sorglega og drungalega atburði. Rigningin getur hins vegar líka verið tákn um nýtt upphaf og hreinsun, þegar betri tíð er í vændum. Oft kemur sólskin í kjölfar rigningar og gróðurinn þarf líka rigningu til að dafna. Þannig getur rigning hæft vel í atriðum þegar par kyssist eftir rifrildi og deilur. Þá hafa þau náð sáttum á ný og skola burt sorgum sínum.

Svo er líka önnur ástæða fyrir rigningu í kvikmyndum. Regn myndast mjög vel, alveg eins og þoka og reykur. Ástæðan fyrir því er sú að þá sést birtan af ljósunum svo vel. Margir kannast eflaust við reyk sem oft er notaður í leiksýningum eða skemmtunum af ýmsu tagi. Reykurinn getur skapað kyngimagnaða stemningu og eins sjáum við betur öll ljósin sem beinast að sviðsmyndinni. Rigningin er í stuttu máli sagt afar myndræn og svo heyrast líka falleg hljóð í henni.

Í einni frægustu rigningarsenu kvikmyndanna, þegar Gene Kelly dansar með regnhlíf við titillag myndarinnar Singin' in the Rain þá var mjólk blandað saman við vatn til að rigningin sæist enn betur í mynd.

Af öðrum frægum rigningarsenum í kvikmyndum má nefna upphafsatriði Rashomon og síðustu bardagasenu Sjö samuræja eftir japanska leikstjórann Akira Kurosawa. Hann notaði reyndar ýmislegt fleira í veðurfari til að magna upp stemningu í myndum sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.3.2009

Spyrjandi

Sirrý Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2009, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24472.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2009, 31. mars). Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24472

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2009. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24472>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni.

Það er hins vegar margt til í því hjá spyrjanda að sorglegir atburðir gerast stundum í rigningu og eins kemur það oft fyrir að par kyssist í rigningu eftir átök og rifrildi, eins og spyrjandi nefnir líka.


Kónuglóarmaðurinn og kærastan hans í rigningu.

Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi er rigning andstæða sólskins. Regn og þungbúinn himinn getur ýtt undir og magnað upp sorglega og drungalega atburði. Rigningin getur hins vegar líka verið tákn um nýtt upphaf og hreinsun, þegar betri tíð er í vændum. Oft kemur sólskin í kjölfar rigningar og gróðurinn þarf líka rigningu til að dafna. Þannig getur rigning hæft vel í atriðum þegar par kyssist eftir rifrildi og deilur. Þá hafa þau náð sáttum á ný og skola burt sorgum sínum.

Svo er líka önnur ástæða fyrir rigningu í kvikmyndum. Regn myndast mjög vel, alveg eins og þoka og reykur. Ástæðan fyrir því er sú að þá sést birtan af ljósunum svo vel. Margir kannast eflaust við reyk sem oft er notaður í leiksýningum eða skemmtunum af ýmsu tagi. Reykurinn getur skapað kyngimagnaða stemningu og eins sjáum við betur öll ljósin sem beinast að sviðsmyndinni. Rigningin er í stuttu máli sagt afar myndræn og svo heyrast líka falleg hljóð í henni.

Í einni frægustu rigningarsenu kvikmyndanna, þegar Gene Kelly dansar með regnhlíf við titillag myndarinnar Singin' in the Rain þá var mjólk blandað saman við vatn til að rigningin sæist enn betur í mynd.

Af öðrum frægum rigningarsenum í kvikmyndum má nefna upphafsatriði Rashomon og síðustu bardagasenu Sjö samuræja eftir japanska leikstjórann Akira Kurosawa. Hann notaði reyndar ýmislegt fleira í veðurfari til að magna upp stemningu í myndum sínum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd: ...