Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum.

Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern hátt að um glæpamenn sé að ræða.

Ástæðan fyrir því er sú að hlutir tákna eitthvað einungis þegar þeir eru í tengslum við aðra hluti. Í bíómyndum eða skáldverkum er aðeins hægt að fjalla um tákngildi með hliðsjón að öðrum einingum verksins.


Hvað táknar þessi leðurgríma?

Um þetta má lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er strúktúralismi? en þar segir meðal annars um eina af þremur meginstoðum strúktúralismans:
einingar innan kerfisins öðlist aðeins merkingu vegna vensla við aðrar einingar. Einingin er merkingarlaus ein og sér en tengslin gefa henni merkingu.
Um þetta er hægt að taka stutt dæmi til útskýringar. Segjum sem svo að við mætum manni úti á götu sem spyr okkur spurningarinnar: "Hvað táknar grænn frostpinni?" Ef við getum ekki sett frostpinnann í eitthvað samhengi verður fátt um svör. Grænn frostpinni einn og sér táknar ekkert, nema bara grænan frostpinna. Táknið vísar á sjálft sig. Þessu væri alveg eins farið ef maðurinn spyrði okkur: "Hvað táknar rauð rós?" Hún táknar ekkert. En ef við svörum þeirri spurningu með því að segja, "hún táknar ástina", þá er það bara af því að við tengjum rauða rós við tiltekna hefð sem segir að rauð rós tákni oft ástina, við höfum kannski lesið um það eða heyrt kvæði þar sem rauð rós táknar ást. Við getum bara svarað spurningunni með því að setja rósina í samhengi við eitthvað annað. Ein og sér táknar rauð rós hins vegar ekkert nema rauða rós.

Við þurfum þess vegna að geta tengt hlutina við eitthvað til að segja hvað þeir tákni. Ef maðurinn hefði spurt okkur: "Hvað táknar þessi græni frostpinni sem ég sleiki af áfergju?" þá hefðum við getað svarað: "Hann táknar til dæmis græðgi þína."

Til þess að svara spurningu spyrjanda þurfum við þess vegna helst að vita um hvaða bíómynd er að ræða. Leðurföt glæpamanns í einni mynd geta táknað annað en leðurfatnaður í annarri bíómynd. Þetta fer allt eftir samhengi. Til að átta sig á tákngildi leðurfata þyrfti til dæmis að greina hvaða tengsl klæðnaður glæpamannsins hefði við aðra þætti í verkinu. Til dæmis klæðnað annarra í myndinni, við glæpina sem hann fremur og svo framvegis.

En svo er líka hægt að svara spurningu spyrjanda á almennan hátt. Til þess að gera það þurfum við að gefa okkur einhverjar forsendur.

Í fyrstu væri til dæmis gagnlegt að velta því fyrir sér hver væri andstæða glæpamannsins í leðurflíkinni. Það gæti til dæmis verið glæpamaðurinn sem klæddist fötum úr gerviefni, glæpamaðurinn í ljósbláa plastbúningnum eða þröngu latex-klæðunum og eins mætti hugsa sér að andstæðan væri nakti glæpamaðurinn. Og önnur andstæða glæmannsins í leðurfötunum gæti verið skrifstofumaðurinn í jakkafötunum.

Þegar við höfum andstæðuna við leðurglæpamanninn þá getum við byrjað að velta því fyrir okkur hvað leðurfatnaðurinn táknar. Leðrið er unnið úr dýrahúðum. Það mætti þess vegna hugsa sér að leðurfatnaður glæpamanna tákni einhvers konar afturhvarf til frummannsins, mannsins sem dýr eða hið dýrslega. Glæpamaðurinn í plastbúningnum gæti þá táknað hið tilbúna, gerviveröldina, hefnd gegn umbúðaþjóðfélaginu, firringu nútímamannsins, glæpi tæknisamfélagsins, og þannig mætti lengi halda áfram.

Ef við síðan veltum fyrir okkur leðurglæpamanninum og andstæðunni skrifstofumanninum í jakkafötunum, þá gæti leðurklæðnaðurinn táknað uppreisn gegn reglubundnu og formföstu lífi. Við notum til dæmis hugtakið undirheimar um glæpaveröldina, svona eins og til að fullvissa okkur um að glæpir tilheyri ekki okkar veröld. En þeir gera það auðvitað.

Svo eru líka til svonefndir hvítflibbaglæpamenn. Þeir fremja oftast glæpi tengda viðskiptum. Þeir föndra kannski með tölur á blaði og draga að sér milljónir eða milljarða.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.10.2007

Spyrjandi

Ragna Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?“ Vísindavefurinn, 3. október 2007, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6828.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 3. október). Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6828

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2007. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6828>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?
Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum.

Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern hátt að um glæpamenn sé að ræða.

Ástæðan fyrir því er sú að hlutir tákna eitthvað einungis þegar þeir eru í tengslum við aðra hluti. Í bíómyndum eða skáldverkum er aðeins hægt að fjalla um tákngildi með hliðsjón að öðrum einingum verksins.


Hvað táknar þessi leðurgríma?

Um þetta má lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er strúktúralismi? en þar segir meðal annars um eina af þremur meginstoðum strúktúralismans:
einingar innan kerfisins öðlist aðeins merkingu vegna vensla við aðrar einingar. Einingin er merkingarlaus ein og sér en tengslin gefa henni merkingu.
Um þetta er hægt að taka stutt dæmi til útskýringar. Segjum sem svo að við mætum manni úti á götu sem spyr okkur spurningarinnar: "Hvað táknar grænn frostpinni?" Ef við getum ekki sett frostpinnann í eitthvað samhengi verður fátt um svör. Grænn frostpinni einn og sér táknar ekkert, nema bara grænan frostpinna. Táknið vísar á sjálft sig. Þessu væri alveg eins farið ef maðurinn spyrði okkur: "Hvað táknar rauð rós?" Hún táknar ekkert. En ef við svörum þeirri spurningu með því að segja, "hún táknar ástina", þá er það bara af því að við tengjum rauða rós við tiltekna hefð sem segir að rauð rós tákni oft ástina, við höfum kannski lesið um það eða heyrt kvæði þar sem rauð rós táknar ást. Við getum bara svarað spurningunni með því að setja rósina í samhengi við eitthvað annað. Ein og sér táknar rauð rós hins vegar ekkert nema rauða rós.

Við þurfum þess vegna að geta tengt hlutina við eitthvað til að segja hvað þeir tákni. Ef maðurinn hefði spurt okkur: "Hvað táknar þessi græni frostpinni sem ég sleiki af áfergju?" þá hefðum við getað svarað: "Hann táknar til dæmis græðgi þína."

Til þess að svara spurningu spyrjanda þurfum við þess vegna helst að vita um hvaða bíómynd er að ræða. Leðurföt glæpamanns í einni mynd geta táknað annað en leðurfatnaður í annarri bíómynd. Þetta fer allt eftir samhengi. Til að átta sig á tákngildi leðurfata þyrfti til dæmis að greina hvaða tengsl klæðnaður glæpamannsins hefði við aðra þætti í verkinu. Til dæmis klæðnað annarra í myndinni, við glæpina sem hann fremur og svo framvegis.

En svo er líka hægt að svara spurningu spyrjanda á almennan hátt. Til þess að gera það þurfum við að gefa okkur einhverjar forsendur.

Í fyrstu væri til dæmis gagnlegt að velta því fyrir sér hver væri andstæða glæpamannsins í leðurflíkinni. Það gæti til dæmis verið glæpamaðurinn sem klæddist fötum úr gerviefni, glæpamaðurinn í ljósbláa plastbúningnum eða þröngu latex-klæðunum og eins mætti hugsa sér að andstæðan væri nakti glæpamaðurinn. Og önnur andstæða glæmannsins í leðurfötunum gæti verið skrifstofumaðurinn í jakkafötunum.

Þegar við höfum andstæðuna við leðurglæpamanninn þá getum við byrjað að velta því fyrir okkur hvað leðurfatnaðurinn táknar. Leðrið er unnið úr dýrahúðum. Það mætti þess vegna hugsa sér að leðurfatnaður glæpamanna tákni einhvers konar afturhvarf til frummannsins, mannsins sem dýr eða hið dýrslega. Glæpamaðurinn í plastbúningnum gæti þá táknað hið tilbúna, gerviveröldina, hefnd gegn umbúðaþjóðfélaginu, firringu nútímamannsins, glæpi tæknisamfélagsins, og þannig mætti lengi halda áfram.

Ef við síðan veltum fyrir okkur leðurglæpamanninum og andstæðunni skrifstofumanninum í jakkafötunum, þá gæti leðurklæðnaðurinn táknað uppreisn gegn reglubundnu og formföstu lífi. Við notum til dæmis hugtakið undirheimar um glæpaveröldina, svona eins og til að fullvissa okkur um að glæpir tilheyri ekki okkar veröld. En þeir gera það auðvitað.

Svo eru líka til svonefndir hvítflibbaglæpamenn. Þeir fremja oftast glæpi tengda viðskiptum. Þeir föndra kannski með tölur á blaði og draga að sér milljónir eða milljarða.

Mynd:...