Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi?

Helgi Gunnlaugsson

Konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20 prósent af öllum afbrotum þegar skoðaðar eru opinberar afbrotaskýrslur. Hlutfallið er þó breytilegt eftir brotaflokkum.

Afbrot kvenna tengjast yfirleitt minniháttar auðgunarbrotum einsog hnupli, þjófnaði, skjalafalsi eða svokölluðum afbrotum án þolenda (e. victimless crimes) eins og vændi eða fíkniefnaneyslu. Ofbeldisbrot, meiriháttar auðgunarbrot og viðskipta- og pólitískir glæpir eru hins vegar að langmestu leyti framin af körlum.

Fangelsistölur sýna muninn einkar vel en kvenfangar á Íslandi eru innan við 10 prósent. Ástæður eru margvíslegar og hafa fræðimenn sett fram bæði félags- og líffræðilegar skýringar á ólíkri hlutdeild karla og kvenna í afbrotum.

Ef við skoðum alvarleg afbrot er nærtækt að taka ofbeldisbrot. Þolendarannsóknir hafa sýnt að fleiri karlar verði fyrir ofbeldi í samfélaginu en konur (Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir, 2005). Algengara er að karlar verði fyrir ofbeldi af hálfu ókunnugra en konur af hálfu nákominna.

Kunnur félagsfræðingur Eric Goode (1997) hefur greint ofbeldi karla og kvenna nánar í þessu samhengi. Hann heldur því fram að rannsóknir sýni að konur séu ekki síður gerendur ofbeldis í garð maka en karlar. Ofbeldi karla á hendur maka sé hins vegar bæði alvarlegra og tíðara en ofbeldi kvenna í garð maka síns.

Goode álítur að ofbeldi kvenna í garð maka megi í mörgum tilfellum skýra sem viðbrögð konunnar við ofbeldi makans; konan verji sig fyrir ofbeldi makans og svari stundum á ofbeldisfullan hátt með alvarlegum afleiðingum. Hér hefur hugtakið battered wife´s syndrome komið fram sem lýsir djúpri streitu eiginkonu sem býr í ofbeldissambandi. Það getur annars vegar lýst sér í sálrænum afleiðingum langvarandi kúgunar sem eiginkonan hefur búið við af hálfu maka síns eða vegna alvarlegra ofbeldisverka sem hún hefur sætt í æsku eða af hálfu hans. Í ástandi af þessu tagi hafi eiginkonur stundum svarað fyrir sig og framið alvarleg ofbeldisverk á maka sínum.

Heimildir og mynd:
  • Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir, (2005). Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna. Reykjavík: Ríkislögreglustjórinn og Háskólaútgáfan.
  • Goode, Eric (1997). Deviant Behavior Fifth Edition. London: Prentice-Hall International.
  • Mynd: MailOnline


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er það rétt að alvarlegustu afbrot kvenna séu oftast ástríðuglæpir? Hvers vegna?

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.11.2009

Spyrjandi

Rósa Bergþórsdóttir

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2009, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24475.

Helgi Gunnlaugsson. (2009, 30. nóvember). Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24475

Helgi Gunnlaugsson. „Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2009. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24475>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi?
Konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20 prósent af öllum afbrotum þegar skoðaðar eru opinberar afbrotaskýrslur. Hlutfallið er þó breytilegt eftir brotaflokkum.

Afbrot kvenna tengjast yfirleitt minniháttar auðgunarbrotum einsog hnupli, þjófnaði, skjalafalsi eða svokölluðum afbrotum án þolenda (e. victimless crimes) eins og vændi eða fíkniefnaneyslu. Ofbeldisbrot, meiriháttar auðgunarbrot og viðskipta- og pólitískir glæpir eru hins vegar að langmestu leyti framin af körlum.

Fangelsistölur sýna muninn einkar vel en kvenfangar á Íslandi eru innan við 10 prósent. Ástæður eru margvíslegar og hafa fræðimenn sett fram bæði félags- og líffræðilegar skýringar á ólíkri hlutdeild karla og kvenna í afbrotum.

Ef við skoðum alvarleg afbrot er nærtækt að taka ofbeldisbrot. Þolendarannsóknir hafa sýnt að fleiri karlar verði fyrir ofbeldi í samfélaginu en konur (Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir, 2005). Algengara er að karlar verði fyrir ofbeldi af hálfu ókunnugra en konur af hálfu nákominna.

Kunnur félagsfræðingur Eric Goode (1997) hefur greint ofbeldi karla og kvenna nánar í þessu samhengi. Hann heldur því fram að rannsóknir sýni að konur séu ekki síður gerendur ofbeldis í garð maka en karlar. Ofbeldi karla á hendur maka sé hins vegar bæði alvarlegra og tíðara en ofbeldi kvenna í garð maka síns.

Goode álítur að ofbeldi kvenna í garð maka megi í mörgum tilfellum skýra sem viðbrögð konunnar við ofbeldi makans; konan verji sig fyrir ofbeldi makans og svari stundum á ofbeldisfullan hátt með alvarlegum afleiðingum. Hér hefur hugtakið battered wife´s syndrome komið fram sem lýsir djúpri streitu eiginkonu sem býr í ofbeldissambandi. Það getur annars vegar lýst sér í sálrænum afleiðingum langvarandi kúgunar sem eiginkonan hefur búið við af hálfu maka síns eða vegna alvarlegra ofbeldisverka sem hún hefur sætt í æsku eða af hálfu hans. Í ástandi af þessu tagi hafi eiginkonur stundum svarað fyrir sig og framið alvarleg ofbeldisverk á maka sínum.

Heimildir og mynd:
  • Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir, (2005). Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna. Reykjavík: Ríkislögreglustjórinn og Háskólaútgáfan.
  • Goode, Eric (1997). Deviant Behavior Fifth Edition. London: Prentice-Hall International.
  • Mynd: MailOnline


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er það rétt að alvarlegustu afbrot kvenna séu oftast ástríðuglæpir? Hvers vegna?
...