Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?

Ingólfur V. Gíslason

Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þjálfaðir til þess og notaðir af ríkisvaldinu til að beita annað fólk ofbeldi. Víðast hvar í heiminum hafa eingöngu karlar gegnt herþjónustu og þar af leiðandi verið látnir beita líkamlegu ofbeldi í stríði. Þegar hins vegar kemur að borgarastríði, skæruhernaði og andspyrnuhreyfingum af ýmsum gerðum hafa konur oft verið þátttakendur og ekkert sem bendir til annars en að þá dugi þær jafnvel og karlar.[1]

Mynd af konum í ísraelskum varnarliðssveitum frá árinu 1948.

Götuslagsmál, gengjastríð, rán og morð eru líka svið þar sem karlar eru mun líklegri til að vera gerendur en konur. Ef horft er til heimilisofbeldis almennt flækist myndin nokkuð. Þeirri hugmynd hefur töluvert verið haldið á lofti að einnig þar séu karlar frekar gerendur en konur hvort svo sem ofbeldið beinist gegn konum eða börnum. Rannsóknir síðustu áratuga hafa þó leitt í ljós að ofbeldisbeiting kvenna er töluverð, bæði gagnvart börnum og körlum. Sálfræðingurinn Martin S. Fiebert hefur haldið úti heimasíðu þar sem hann safnar saman rannsóknum á ofbeldi kvenna gegn karlkyns mökum og þegar sú síða var síðast uppfærð, í júní 2012, voru þar 286 slíkar rannsóknir[2] og vafalaust að þeim hefur fjölgað verulega síðan þá.

Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni.[3] Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun.

Víetnamskar konur í Víetkong-skæruliðahreyfingunni. Myndin er frá 1967.

Allar rannsóknir eru aðstöðubundnar og eðlilega er líklegt að staðan sé mismunandi eftir því hvaða augum samfélög líta ofbeldi. Víða hafa karlar haft lagalegan rétt til að berja konur sínar og þegar við bætist að karlar hafa í flestum samfélögum haft meiri efnahagsleg og pólitísk völd en konur er ekki erfitt að sjá að líklegt sé að konur hafi mun frekar verið þolendur en gerendur í makaofbeldi og öðru ofbeldi. Þessir þættir hafa hins vegar breyst afar mikið síðustu áratugi víða í heiminum en þó sérstaklega á Vesturlöndum. Af þeirri ástæðu er hugsanlegt að breytingar hafi orðið á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum.

Það grefur reyndar enn frekar undan hugmyndinni að ofbeldi í nánum samböndum sé að verulegu leyti einhliða ofbeldi karla gegn konum að rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi er álíka algengt í samböndum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá t.d. Goldstein, Joshua S. (2004): War and Gender. Cambridge. Cambridge University Press.
  2. ^ REFERENCES EXAMINING ASSAULTS BY WOMEN ON THEIR SPOUSES OR MALE PARTNERS: AN ANNOTATED BIBLIOGRAPHY. (Sótt 8.09.2017).
  3. ^ Sjá t.d. Straus, Murray A. Women's Violence Toward Men is a Serious Social Problem, í Loseke, Donileen R.. Gelles, Richard J. og Cavanaugh, Mary M. (ritstj.). Current Controversies on Family Violence. London. Sage Publishing.
  4. ^ Girshick, Lori B. (2008). Same-Sex Intimate Partner Violence. Encyclopaedia of Interpersonal Violence. London. Sage Publications.

Myndir:

Höfundur

Ingólfur V. Gíslason

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.9.2017

Spyrjandi

Sigþór

Tilvísun

Ingólfur V. Gíslason. „Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?“ Vísindavefurinn, 27. september 2017, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20412.

Ingólfur V. Gíslason. (2017, 27. september). Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20412

Ingólfur V. Gíslason. „Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2017. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20412>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þjálfaðir til þess og notaðir af ríkisvaldinu til að beita annað fólk ofbeldi. Víðast hvar í heiminum hafa eingöngu karlar gegnt herþjónustu og þar af leiðandi verið látnir beita líkamlegu ofbeldi í stríði. Þegar hins vegar kemur að borgarastríði, skæruhernaði og andspyrnuhreyfingum af ýmsum gerðum hafa konur oft verið þátttakendur og ekkert sem bendir til annars en að þá dugi þær jafnvel og karlar.[1]

Mynd af konum í ísraelskum varnarliðssveitum frá árinu 1948.

Götuslagsmál, gengjastríð, rán og morð eru líka svið þar sem karlar eru mun líklegri til að vera gerendur en konur. Ef horft er til heimilisofbeldis almennt flækist myndin nokkuð. Þeirri hugmynd hefur töluvert verið haldið á lofti að einnig þar séu karlar frekar gerendur en konur hvort svo sem ofbeldið beinist gegn konum eða börnum. Rannsóknir síðustu áratuga hafa þó leitt í ljós að ofbeldisbeiting kvenna er töluverð, bæði gagnvart börnum og körlum. Sálfræðingurinn Martin S. Fiebert hefur haldið úti heimasíðu þar sem hann safnar saman rannsóknum á ofbeldi kvenna gegn karlkyns mökum og þegar sú síða var síðast uppfærð, í júní 2012, voru þar 286 slíkar rannsóknir[2] og vafalaust að þeim hefur fjölgað verulega síðan þá.

Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni.[3] Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun.

Víetnamskar konur í Víetkong-skæruliðahreyfingunni. Myndin er frá 1967.

Allar rannsóknir eru aðstöðubundnar og eðlilega er líklegt að staðan sé mismunandi eftir því hvaða augum samfélög líta ofbeldi. Víða hafa karlar haft lagalegan rétt til að berja konur sínar og þegar við bætist að karlar hafa í flestum samfélögum haft meiri efnahagsleg og pólitísk völd en konur er ekki erfitt að sjá að líklegt sé að konur hafi mun frekar verið þolendur en gerendur í makaofbeldi og öðru ofbeldi. Þessir þættir hafa hins vegar breyst afar mikið síðustu áratugi víða í heiminum en þó sérstaklega á Vesturlöndum. Af þeirri ástæðu er hugsanlegt að breytingar hafi orðið á ofbeldisbeitingu kynjanna í nánum samböndum.

Það grefur reyndar enn frekar undan hugmyndinni að ofbeldi í nánum samböndum sé að verulegu leyti einhliða ofbeldi karla gegn konum að rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi er álíka algengt í samböndum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá t.d. Goldstein, Joshua S. (2004): War and Gender. Cambridge. Cambridge University Press.
  2. ^ REFERENCES EXAMINING ASSAULTS BY WOMEN ON THEIR SPOUSES OR MALE PARTNERS: AN ANNOTATED BIBLIOGRAPHY. (Sótt 8.09.2017).
  3. ^ Sjá t.d. Straus, Murray A. Women's Violence Toward Men is a Serious Social Problem, í Loseke, Donileen R.. Gelles, Richard J. og Cavanaugh, Mary M. (ritstj.). Current Controversies on Family Violence. London. Sage Publishing.
  4. ^ Girshick, Lori B. (2008). Same-Sex Intimate Partner Violence. Encyclopaedia of Interpersonal Violence. London. Sage Publications.

Myndir:

...