Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?

JGÞ

Þessari spurningu er einfalt að svara því orðið morð kemur hvergi fyrir í íslenskum lögum. Samkvæmt skilningi laganna er þess vegna enginn greinarmunur gerður á manndrápi og morði. Manndráp er notað um það að drepa mann eða menn og orðið morð merkir það sama, með þeim merkingarauka að manndrápið getur verið leynilegt.

Í hegningarlögum frá árinu 1869 var gerður greinarmunur á hugtökunum tveimur er hann var afnuminn með núverandi hegningarlögum, sem eru frá árinu 1940.

Í 23. kafla almennra hegningarlaga er fjallað um "Manndráp og líkamsmeiðingar". Þar segir í 211. grein: "Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Ekkert er þar tilgreint hvort máli skiptir að leynilega hafi verið að verki staðið eða ekki.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.9.2009

Spyrjandi

Guðrún Ingimarsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?“ Vísindavefurinn, 4. september 2009, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20672.

JGÞ. (2009, 4. september). Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20672

JGÞ. „Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2009. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20672>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?
Þessari spurningu er einfalt að svara því orðið morð kemur hvergi fyrir í íslenskum lögum. Samkvæmt skilningi laganna er þess vegna enginn greinarmunur gerður á manndrápi og morði. Manndráp er notað um það að drepa mann eða menn og orðið morð merkir það sama, með þeim merkingarauka að manndrápið getur verið leynilegt.

Í hegningarlögum frá árinu 1869 var gerður greinarmunur á hugtökunum tveimur er hann var afnuminn með núverandi hegningarlögum, sem eru frá árinu 1940.

Í 23. kafla almennra hegningarlaga er fjallað um "Manndráp og líkamsmeiðingar". Þar segir í 211. grein: "Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Ekkert er þar tilgreint hvort máli skiptir að leynilega hafi verið að verki staðið eða ekki.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...