Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef framið er morð á svæði sem ekkert land hefur yfirráð yfir, hver sækir brotamanninn til saka?

Árni Helgason

Þegar afbrot eru framin þarf að ákvarða eftir hvaða lögum er farið við úrlausn málsins. Almenna reglan er sú að dæmt er eftir reglum þess lands þar sem brotið er framið, hvort sem brotamaður er með ríkisborgararétt þar eða ekki. Á þessu eru þó ákveðnar undantekningar, til dæmis út frá reglum um svonefndan úrlendisrétt, en svo nefnist friðhelgi og réttur sem erlendir sendiráðsmenn njóta í landinu sem þeir starfa í. Auk þess geta ríki í sumum tilfellum fengið brotamann framseldan.

Sé brotið hins vegar framið á svæði þar sem ekkert land hefur yfirráð flækist málið. Rétt er að taka fram að ýmsar ástæður geta búið að baki því að landsvæði séu ekki undir yfirráðum ákveðins ríkis. Svæðið getur verið alfarið ónumið, eða þá að deilt sé um yfirráð þess og því tímabundið óljóst undir hverja það heyrir. Þá getur bæði verið að á þessu svæði hafi ákveðnar reglur gilt eða að engar reglur hafi nokkurn tíma gilt um svæðið. Til að einfalda málið verður ekki farið út í vangaveltur um hvernig staðan væri á ólíkum svæðum, heldur fyrst og fremst horft til þeirrar almennu spurningar hvernig tekið væri á því ef brot eru framin í landi þar sem engin lög gilda.Hvaða lög gilda á Suðurskautslandinu?

Ef brot eru framin þar sem engin lög gilda þarf að horfa til laga í heimaríki brotamannsins eða eftir atvikum brotaþola. Í íslenskum hegningarlögum er til að mynda kveðið á um það í 5. og 6. gr. í hvaða tilfellum skuli dæmt eftir lögunum. Í 1. mgr. 5. gr. segir meðal annars:

Fyrir verknað, sem íslenskir ríkisborgarar eða menn, búsettir á Íslandi, hafa framið erlendis, skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum:
  1. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annarra ríkja nær ekki til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum heimaríkis sakbornings.
  2. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess.

Og í 6. gr. segir:

Ennfremur skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum fyrir brot, sem þannig er háttað, er hér á eftir segir, enda þótt það sé framið utan íslenska ríkisins og án tillits til þess, hver er að því valdur:
  1. Gegn sjálfstæði íslenska ríkisins, öryggi þess, stjórnskipan og stjórnvöldum, á embættis- eða sýslunarskyldum við íslenska ríkið og gegn hagsmunum, sem njóta íslenskrar réttarverndar, vegna náins sambands við íslenska ríkið.
  2. Á skyldum, sem þeim, er verkið vann, bar samkvæmt íslenskum lögum að rækja erlendis, svo og á skyldum samkvæmt ráðningu á íslenskt far.
  3. Gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgara eða manna, búsettra á Íslandi, ef brot er framið á stað, þar sem refsivald annarra ríkja nær ekki til að þjóðarétti.

Þessi ákvæði gilda því bæði ef Íslendingur fremur brot á stað þar sem refsivalda annarra ríkja nær ekki til að þjóðarrétti og ef brot er framið á Íslendingi á slíkum stað. Ljóst er því að ekki yrði um „lagatóm“ að ræða þótt afbrot yrði framið á slíkum stað.

Um saksókn í slíkum málum gilda því sömu reglur og um önnur brot gegn hegningarlögum, rannsókn og saksókn málsins eru á höndum íslenskra yfirvalda, það er lögreglunnar og ríkissaksóknara. Eðli málsins samkvæmt gætu íslensk stjórnvöld þó þurft á aðstoð erlendis frá við að vinna að rannsókn á slíku máli.

Mynd: StraightChuter.com. Sótt 26. 8. 2009.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

27.8.2009

Spyrjandi

Ástþór Jónsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Ef framið er morð á svæði sem ekkert land hefur yfirráð yfir, hver sækir brotamanninn til saka?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2009, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52872.

Árni Helgason. (2009, 27. ágúst). Ef framið er morð á svæði sem ekkert land hefur yfirráð yfir, hver sækir brotamanninn til saka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52872

Árni Helgason. „Ef framið er morð á svæði sem ekkert land hefur yfirráð yfir, hver sækir brotamanninn til saka?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2009. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52872>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef framið er morð á svæði sem ekkert land hefur yfirráð yfir, hver sækir brotamanninn til saka?
Þegar afbrot eru framin þarf að ákvarða eftir hvaða lögum er farið við úrlausn málsins. Almenna reglan er sú að dæmt er eftir reglum þess lands þar sem brotið er framið, hvort sem brotamaður er með ríkisborgararétt þar eða ekki. Á þessu eru þó ákveðnar undantekningar, til dæmis út frá reglum um svonefndan úrlendisrétt, en svo nefnist friðhelgi og réttur sem erlendir sendiráðsmenn njóta í landinu sem þeir starfa í. Auk þess geta ríki í sumum tilfellum fengið brotamann framseldan.

Sé brotið hins vegar framið á svæði þar sem ekkert land hefur yfirráð flækist málið. Rétt er að taka fram að ýmsar ástæður geta búið að baki því að landsvæði séu ekki undir yfirráðum ákveðins ríkis. Svæðið getur verið alfarið ónumið, eða þá að deilt sé um yfirráð þess og því tímabundið óljóst undir hverja það heyrir. Þá getur bæði verið að á þessu svæði hafi ákveðnar reglur gilt eða að engar reglur hafi nokkurn tíma gilt um svæðið. Til að einfalda málið verður ekki farið út í vangaveltur um hvernig staðan væri á ólíkum svæðum, heldur fyrst og fremst horft til þeirrar almennu spurningar hvernig tekið væri á því ef brot eru framin í landi þar sem engin lög gilda.Hvaða lög gilda á Suðurskautslandinu?

Ef brot eru framin þar sem engin lög gilda þarf að horfa til laga í heimaríki brotamannsins eða eftir atvikum brotaþola. Í íslenskum hegningarlögum er til að mynda kveðið á um það í 5. og 6. gr. í hvaða tilfellum skuli dæmt eftir lögunum. Í 1. mgr. 5. gr. segir meðal annars:

Fyrir verknað, sem íslenskir ríkisborgarar eða menn, búsettir á Íslandi, hafa framið erlendis, skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum:
  1. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annarra ríkja nær ekki til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum heimaríkis sakbornings.
  2. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess.

Og í 6. gr. segir:

Ennfremur skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum fyrir brot, sem þannig er háttað, er hér á eftir segir, enda þótt það sé framið utan íslenska ríkisins og án tillits til þess, hver er að því valdur:
  1. Gegn sjálfstæði íslenska ríkisins, öryggi þess, stjórnskipan og stjórnvöldum, á embættis- eða sýslunarskyldum við íslenska ríkið og gegn hagsmunum, sem njóta íslenskrar réttarverndar, vegna náins sambands við íslenska ríkið.
  2. Á skyldum, sem þeim, er verkið vann, bar samkvæmt íslenskum lögum að rækja erlendis, svo og á skyldum samkvæmt ráðningu á íslenskt far.
  3. Gegn hagsmunum íslenskra ríkisborgara eða manna, búsettra á Íslandi, ef brot er framið á stað, þar sem refsivald annarra ríkja nær ekki til að þjóðarétti.

Þessi ákvæði gilda því bæði ef Íslendingur fremur brot á stað þar sem refsivalda annarra ríkja nær ekki til að þjóðarrétti og ef brot er framið á Íslendingi á slíkum stað. Ljóst er því að ekki yrði um „lagatóm“ að ræða þótt afbrot yrði framið á slíkum stað.

Um saksókn í slíkum málum gilda því sömu reglur og um önnur brot gegn hegningarlögum, rannsókn og saksókn málsins eru á höndum íslenskra yfirvalda, það er lögreglunnar og ríkissaksóknara. Eðli málsins samkvæmt gætu íslensk stjórnvöld þó þurft á aðstoð erlendis frá við að vinna að rannsókn á slíku máli.

Mynd: StraightChuter.com. Sótt 26. 8. 2009....