Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?

Ingólfur V. Gíslason

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hversu mikið er vitað um heimilisofbeldi á Íslandi? Hversu algengt er talið að það sé?

Rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi eru hvorki margar né fjölbreyttar. Nokkuð er til af eigindlegum viðtalsrannsóknum við þolendur og rannsóknum á viðbrögðum opinberra aðila.[1] Hins vegar hafa ekki verið gerðar nema tvær stórar megindlegar rannsóknir þar sem tíðni hefur meðal annars verið skoðuð. Sú fyrri var gerð árið 1996[2] en sú síðari 2008.[3] Báðar komust að mjög svipaðri niðurstöðu varðandi ofbeldi sem konur hafi orðið fyrir af hendi maka eða fyrrverandi maka síðastliðna 12 mánuði. Eitt til tvö prósent íslenskra kvenna hafa orðið fyrir slíku. Þegar spurt var um reynslu kvenna af ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni sögðust 14% hafa reynslu af því í könnuninni 1996 en 20% árið 2008. Kannanirnar eru þó ekki vel sambærilegar meðal annars sökum þess að í könnuninni 1996 voru konur á aldrinum 18-65 ára en í könnuninni 2008 voru konur frá 18 ára aldri til áttræðs. Niðurstaða höfunda skýrslunnar um rannsóknina 2008 var að samanburður þessara kannana benti til þess að líkamlegt ofbeldi gegn konum í nánu sambandi hafi ekki aukist svo neinu nemi.

Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heimilisofbeldi á Íslandi.

Því miður voru aðeins konur spurðar í seinni athuguninni og einvörðungu um reynslu sína sem þolendur. Sú fyrri var mun betri hvað það varðar að bæði karlar og konur voru spurð um reynslu sína og þá bæði sem þolendur og gerendur. Niðurstöður þar varpa áhugaverðu ljósi á stöðu karla og kvenna þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Þannig sögðust 3,9% karla og 13,8% kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi maka eða fyrrverandi maka einhvern tíma á ævinni. Þegar hins vegar var spurt um reynslu sem gerandi, það er að hafa beitt maka eða fyrrverandi maka líkamlegu ofbeldi, sögðust 4,1% karla hafa gert það en 7,9% kvenna. Augljóslega getur þetta ekki staðist og líklegast að skilgreiningar kynjanna á líkamlegu ofbeldi séu misjafnar og þá með þeim hætti að konur séu líklegri en karlar til að setja ofbeldisstimpil á einhverja hegðun, hvort svo sem þær verða fyrir henni eða beita henni, einfaldlega þar sem þeim stafar meiri ógn af hegðuninni. Einnig er hugsanlegt að þær muni atvikin betur af sömu ástæðu. Ekki má heldur gleyma því að karlar eru trúlega konum ólíklegri til að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi maka. Því hefur víða fylgt afar mikil skömm og oft hafa karlar verið niðurlægðir opinberlega í samfélögum sínum ef upp hefur komist að konur þeirra berji þá.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Aðgengilegar til dæmis á heimasíðu Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd.
  2. ^ Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum https://www.althingi.is/altext/121/s/0612.html
  3. ^ Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds (2010). Rannsókn á ofbeldi gegn konum.
  4. ^ Ingólfur V. Gíslason (2008). Ofbeldi í nánum samböndum, bls. 51-55. Reykjavík. Félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Mynd:

Höfundur

Ingólfur V. Gíslason

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.10.2017

Spyrjandi

Dagrún Linda Barkardóttir

Tilvísun

Ingólfur V. Gíslason. „Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. október 2017. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66386.

Ingólfur V. Gíslason. (2017, 3. október). Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66386

Ingólfur V. Gíslason. „Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2017. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66386>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hversu mikið er vitað um heimilisofbeldi á Íslandi? Hversu algengt er talið að það sé?

Rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi eru hvorki margar né fjölbreyttar. Nokkuð er til af eigindlegum viðtalsrannsóknum við þolendur og rannsóknum á viðbrögðum opinberra aðila.[1] Hins vegar hafa ekki verið gerðar nema tvær stórar megindlegar rannsóknir þar sem tíðni hefur meðal annars verið skoðuð. Sú fyrri var gerð árið 1996[2] en sú síðari 2008.[3] Báðar komust að mjög svipaðri niðurstöðu varðandi ofbeldi sem konur hafi orðið fyrir af hendi maka eða fyrrverandi maka síðastliðna 12 mánuði. Eitt til tvö prósent íslenskra kvenna hafa orðið fyrir slíku. Þegar spurt var um reynslu kvenna af ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni sögðust 14% hafa reynslu af því í könnuninni 1996 en 20% árið 2008. Kannanirnar eru þó ekki vel sambærilegar meðal annars sökum þess að í könnuninni 1996 voru konur á aldrinum 18-65 ára en í könnuninni 2008 voru konur frá 18 ára aldri til áttræðs. Niðurstaða höfunda skýrslunnar um rannsóknina 2008 var að samanburður þessara kannana benti til þess að líkamlegt ofbeldi gegn konum í nánu sambandi hafi ekki aukist svo neinu nemi.

Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á heimilisofbeldi á Íslandi.

Því miður voru aðeins konur spurðar í seinni athuguninni og einvörðungu um reynslu sína sem þolendur. Sú fyrri var mun betri hvað það varðar að bæði karlar og konur voru spurð um reynslu sína og þá bæði sem þolendur og gerendur. Niðurstöður þar varpa áhugaverðu ljósi á stöðu karla og kvenna þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum. Þannig sögðust 3,9% karla og 13,8% kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi maka eða fyrrverandi maka einhvern tíma á ævinni. Þegar hins vegar var spurt um reynslu sem gerandi, það er að hafa beitt maka eða fyrrverandi maka líkamlegu ofbeldi, sögðust 4,1% karla hafa gert það en 7,9% kvenna. Augljóslega getur þetta ekki staðist og líklegast að skilgreiningar kynjanna á líkamlegu ofbeldi séu misjafnar og þá með þeim hætti að konur séu líklegri en karlar til að setja ofbeldisstimpil á einhverja hegðun, hvort svo sem þær verða fyrir henni eða beita henni, einfaldlega þar sem þeim stafar meiri ógn af hegðuninni. Einnig er hugsanlegt að þær muni atvikin betur af sömu ástæðu. Ekki má heldur gleyma því að karlar eru trúlega konum ólíklegri til að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi maka. Því hefur víða fylgt afar mikil skömm og oft hafa karlar verið niðurlægðir opinberlega í samfélögum sínum ef upp hefur komist að konur þeirra berji þá.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Aðgengilegar til dæmis á heimasíðu Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd.
  2. ^ Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum https://www.althingi.is/altext/121/s/0612.html
  3. ^ Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds (2010). Rannsókn á ofbeldi gegn konum.
  4. ^ Ingólfur V. Gíslason (2008). Ofbeldi í nánum samböndum, bls. 51-55. Reykjavík. Félags- og tryggingamálaráðuneytið.

Mynd:

...