Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?

Ólafur Páll Vignisson

Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldisbrota aukna vernd, einkum í tengslum við heimilisofbeldi.

Í 110. gr. a kemur fram að heimilt sé að leggja bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eftirför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í samband við annan mann, ef rökstudd ástæða er til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á.

Það er lögreglan sem krefst þess fyrir dómi að einhver tiltekinn einstaklingur skuli sæta nálgunarbanni en meginreglan er sú að krafa verði ekki uppi höfð nema vegna beiðni þess sem njóta skal verndar. Sú meginregla er þó ekki undantekningarlaus þar sem lögregla getur upp á sitt einsdæmi krafist nálgunarbanns ef það þykir nauðsynlegt.

Þegar krafist er nálgunarbanns verður í því sambandi að vera rökstudd vísbending þess efnis að viðkomandi sé ofsóttur eða ógnað af þeim sem krafan um nálgunarbannið snýst um.

Eftir að lögregla krefst nálgunarbanns er það dómara að ákveða stað og stund þinghalds til þess að taka kröfuna fyrir og gefur hann þar næst út kvaðningu á hendur þeim sem krafan beinist að sbr. 110. gr. b.

Þegar krafan er tekin fyrir, kynnir dómari kröfuna á hendur þeim sem hún beinist að svo viðkomandi geti tjáð sig um kröfuna og hreyft við andmælum. Getur dómari veitt viðkomandi frest til þess, en þó ekki lengur en til tveggja sólarhringa. Eftir það sker dómari úr um hvort viðkomandi sæti nálgunarbanni eða ekki sbr. 110. gr. c.

Heimildir:

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.12.2005

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ólafur Páll Vignisson. „Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5495.

Ólafur Páll Vignisson. (2005, 19. desember). Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5495

Ólafur Páll Vignisson. „Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5495>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fær maður nálgunarbann á manneskju sem hefur reynt að meiða mann?
Í lögum um meðferð opinberrar mála nr. 19/1991 eru að finna ákvæði sem kveða á um hvernig einstaklingur getur krafist nálgunarbanns á hendur tiltekinni persónu. Ákvæðin sem kveða á um nálgunarbann komu inn í lögin árið 2000 samanber lög nr. 94/2000 og hefur nálgunarbannið það markmið að veita fórnarlömbum ofbeldisbrota aukna vernd, einkum í tengslum við heimilisofbeldi.

Í 110. gr. a kemur fram að heimilt sé að leggja bann við því að maður komi á tiltekinn stað eða svæði, veiti eftirför, heimsæki eða setji sig með öðru móti í samband við annan mann, ef rökstudd ástæða er til að ætla að hann muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess manns sem í hlut á.

Það er lögreglan sem krefst þess fyrir dómi að einhver tiltekinn einstaklingur skuli sæta nálgunarbanni en meginreglan er sú að krafa verði ekki uppi höfð nema vegna beiðni þess sem njóta skal verndar. Sú meginregla er þó ekki undantekningarlaus þar sem lögregla getur upp á sitt einsdæmi krafist nálgunarbanns ef það þykir nauðsynlegt.

Þegar krafist er nálgunarbanns verður í því sambandi að vera rökstudd vísbending þess efnis að viðkomandi sé ofsóttur eða ógnað af þeim sem krafan um nálgunarbannið snýst um.

Eftir að lögregla krefst nálgunarbanns er það dómara að ákveða stað og stund þinghalds til þess að taka kröfuna fyrir og gefur hann þar næst út kvaðningu á hendur þeim sem krafan beinist að sbr. 110. gr. b.

Þegar krafan er tekin fyrir, kynnir dómari kröfuna á hendur þeim sem hún beinist að svo viðkomandi geti tjáð sig um kröfuna og hreyft við andmælum. Getur dómari veitt viðkomandi frest til þess, en þó ekki lengur en til tveggja sólarhringa. Eftir það sker dómari úr um hvort viðkomandi sæti nálgunarbanni eða ekki sbr. 110. gr. c.

Heimildir: