Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?

Ulrika Andersson

Tíu dýpstu vötn í heimi eru:

 1. Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt
 2. Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt
 3. Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt
 4. Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt
 5. Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt
 6. Great Slave lake í Kanada sem er 614 metra djúpt
 7. Crater lake í Bandaríkjunum sem er 592 metra djúpt
 8. Lake Tahoe í Bandaríkjunum sem er 505 metra djúpt
 9. Lake Chelan í Bandaríkjunum sem er 433 metra djúpt
 10. Great Bear lake í Kanada sem er 413 metra djúptÁ myndinni hér að ofan má sjá hluta af Baykalvatni sem er 31 500 ferkílómetra stórt og liggur í suður Síberíu. Það er 636 kílómetra langt og 14-80 kílómetra breitt. Í því má finna um 20 prósent af öllu ferskvatni á yfirborði jarðar. Vatnið er talið vera um 25 miljóna ára gamalt sem þýðir að það er eitt elsta vatn í heimi. Þrjár stórar ár og um 300 lækir renna í vatnið sem er óvenju tært. Ströndin er talin mjög fögur en umhverfis vatnið eru fjöll og skógar. Vatnið er krökkt af fiski og fiskveiðar eru mjög mikilvægar fólkinu sem býr þar í kring. Mikill iðnaður er í kringum vatnið og það hefur leitt til þess að mikil mengun er í vatninu. Á síðastliðnum árum hefur verið reynt að stöðva þessi náttúruspjöll og hreinsa vatnið.

Þess má svo geta í lokinn að Öskjuvatn er dýpsta vatn Íslands 220 metra djúpt.

Heimildir

The world´s deepest lakes

Science question

World lake database

Myndin er fengin af vefsetrinu International Lake Environment Committee Foundation

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

11.6.2002

Spyrjandi

Emil Hallfreðsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2481.

Ulrika Andersson. (2002, 11. júní). Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2481

Ulrika Andersson. „Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2481>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?
Tíu dýpstu vötn í heimi eru:

 1. Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt
 2. Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt
 3. Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt
 4. Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt
 5. Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt
 6. Great Slave lake í Kanada sem er 614 metra djúpt
 7. Crater lake í Bandaríkjunum sem er 592 metra djúpt
 8. Lake Tahoe í Bandaríkjunum sem er 505 metra djúpt
 9. Lake Chelan í Bandaríkjunum sem er 433 metra djúpt
 10. Great Bear lake í Kanada sem er 413 metra djúptÁ myndinni hér að ofan má sjá hluta af Baykalvatni sem er 31 500 ferkílómetra stórt og liggur í suður Síberíu. Það er 636 kílómetra langt og 14-80 kílómetra breitt. Í því má finna um 20 prósent af öllu ferskvatni á yfirborði jarðar. Vatnið er talið vera um 25 miljóna ára gamalt sem þýðir að það er eitt elsta vatn í heimi. Þrjár stórar ár og um 300 lækir renna í vatnið sem er óvenju tært. Ströndin er talin mjög fögur en umhverfis vatnið eru fjöll og skógar. Vatnið er krökkt af fiski og fiskveiðar eru mjög mikilvægar fólkinu sem býr þar í kring. Mikill iðnaður er í kringum vatnið og það hefur leitt til þess að mikil mengun er í vatninu. Á síðastliðnum árum hefur verið reynt að stöðva þessi náttúruspjöll og hreinsa vatnið.

Þess má svo geta í lokinn að Öskjuvatn er dýpsta vatn Íslands 220 metra djúpt.

Heimildir

The world´s deepest lakes

Science question

World lake database

Myndin er fengin af vefsetrinu International Lake Environment Committee Foundation
...