Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Var Einstein samkynhneigður?

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma.

Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við kenningar Einsteins og áhrif þeirra á vísindin og alla hugsun manna.

Einkalíf og ævisaga Einsteins er þó að sjálfsögðu gilt viðfangsefni í vísindasögu rétt eins og fjallað er um einkalíf listamanna í listasögu og um einkalíf stjórnmálamanna í stjórnmálasögu. Kynhneigð Einsteins hefur þó ekki vakið sérstakan áhuga sagnfræðinga svo að okkur sé kunnugt, utan hvað í seinni tíð hefur orðið nokkur umræða um það að hann hafi sýnt konum verulegan áhuga, á stundum umfram það sem almennt var talið sæma giftum mönnum í þá daga.

Hér er enn þess að gæta að orð eins og "samkynhneigður" geta verið vandmeðfarin, rétt eins og aðrir einfaldir stimplar sem fólk notar stundum um flókin fyrirbæri eins og tilfinningalíf manna. Til dæmis er viðbúið að þetta orð hafi mismunandi merkingu í eyrum mismunandi einstaklinga.

Skoðið einnig skyld svör:Svo er vert að benda áhugasömum lesendum á ýmsar nýlegar ævisögur Einsteins, til dæmis Denis Brian, Einstein: A Life, New York: Wiley, 1996. Einnig bendum við á góða umfjöllun NOVA um Einstein og hugmyndir hans.



Mynd: Time.com

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.6.2002

Spyrjandi

Arnar Jóhannsson

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Var Einstein samkynhneigður?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2494.

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 14. júní). Var Einstein samkynhneigður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2494

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Var Einstein samkynhneigður?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2494>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var Einstein samkynhneigður?
Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma.

Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við kenningar Einsteins og áhrif þeirra á vísindin og alla hugsun manna.

Einkalíf og ævisaga Einsteins er þó að sjálfsögðu gilt viðfangsefni í vísindasögu rétt eins og fjallað er um einkalíf listamanna í listasögu og um einkalíf stjórnmálamanna í stjórnmálasögu. Kynhneigð Einsteins hefur þó ekki vakið sérstakan áhuga sagnfræðinga svo að okkur sé kunnugt, utan hvað í seinni tíð hefur orðið nokkur umræða um það að hann hafi sýnt konum verulegan áhuga, á stundum umfram það sem almennt var talið sæma giftum mönnum í þá daga.

Hér er enn þess að gæta að orð eins og "samkynhneigður" geta verið vandmeðfarin, rétt eins og aðrir einfaldir stimplar sem fólk notar stundum um flókin fyrirbæri eins og tilfinningalíf manna. Til dæmis er viðbúið að þetta orð hafi mismunandi merkingu í eyrum mismunandi einstaklinga.

Skoðið einnig skyld svör:Svo er vert að benda áhugasömum lesendum á ýmsar nýlegar ævisögur Einsteins, til dæmis Denis Brian, Einstein: A Life, New York: Wiley, 1996. Einnig bendum við á góða umfjöllun NOVA um Einstein og hugmyndir hans.



Mynd: Time.com...