Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er salmonella?

Landlæknisembættið

Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati.

Margar sermisgerðir sýkja bæði menn og fjölda dýrategunda, svo sem nautgripi, svín og hænsnfé en einnig bera skjaldbökur og slöngur oft bakteríuna. Víða erlendis valda egg menguð með S. Enteritidis sýkingum í fólki.

Egg eru dæmi um matvæli sem geta verið menguð af salmonellu. Á flestum eggjum eru bakteríurnar aðeins á skurninni en ef nota á þau hrá er samt mælt með að nota gerilsneydd egg. Önnur egg ætti að sjóða í að minnsta kosti 5 mínútur.

Salmonella smitast helst með menguðum matvælum. Beint smit manna á milli er fremur sjaldséð en kemur einna helst fyrir hjá einstaklingum sem annast sjúklinga með salmonella sýkingu, ef handþvottur er ófullnægjandi.

Salmonellusýking einkennist af niðurgangi, ógleði, uppköstum, kviðverkjum og hita, sem gengur í flestum tilfellum yfir á 4-5 dögum. Fyrir kemur í fáum tilfellum að bakterían fer út í blóðið og veldur sýkingum í líffærum utan meltingarfæranna, til dæmis í hjarta og æðakerfi, milta, lifur og gallgöngum. Ef sýkingin hefur dreift sér til líffæra utan meltingarfæra geta komið einkenni frá sýkingarstað. Veikburða fólki eins og sjúklingum, öldruðum og börnum er hættara en öðrum við alvarlegum sýkingum af völdum salmonellu.

Meðgöngutími sýkingar, það er tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 1-3 dagar í flestum tilfellum, en getur verið allt frá 6 klukkustundum upp í 10 daga. Meðal beratími (sá tími sem baktería er í saur) eftir sýkingu er 5-6 vikur en getur verið margir mánuðir og jafnvel ár.

Salmonella typhimurium (rauð á myndinni) ræðst til atlögu við frumu.

Salmonellusýking er langoftast greind með því að saursýni er sent í ræktun. Við sýkingar í blóði eða öðrum lífærum þarf að senda sýni í ræktun frá sýkingarstað. Í flestum tilfellum er meðferð með sýklalyfjum óþörf, en stundum reynist nauðsynlegt að gefa vökva í æð til að bæta upp vökvatap.

Hægt er að draga úr hættu á salmonellusýkingu með ýmsum leiðum. Dæmigerðar ástæður matarsjúkdóma af völdum salmonellu er ófullnægjandi upphitun eða kæling matvara, mengun frá starfsfólki, hráefnum eða óhreinum áhöldum í tilbúin matvæli. Það er því mikilvægt að hafa rétt hitastig á matvælum, kæla matinn vel í geymslu (undir en 5 °C) til að hindra vöxt bakteríunnar og hita hann upp í 75 °C til þess að drepa bakteríuna þegar eldað er. Ef halda þarf tilbúnum mat heitum þá ætti hitastig hans að vera yfir 60 °C.

Huga þarf að hreinlæti, þvo hendur oft og án undantekninga eftir salernisnotkun, bleyjuskipti og hreinsun úrgangs eftir gæludýr. Einnig er mikilvægt að halda soðnum matvælum frá hráum til að hindra krossmengun og þvo alltaf skurðbretti og önnur áhöld þegar skipt er úr einni gerð hráefnis yfir í aðra. Loks má nefna að skola ætti allt hrátt grænmeti og salöt vel fyrir neyslu.

Svar þetta er að langmestu leyti af vef Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi. Við vinnslu þess var þó einnig litið til umfjöllunar um salmonellu á Doktor.is, vef Matís og vef Matvælastofnunar.

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eru til margar tegundir af salmonellu?
  • Hversu hættuleg er salmonella?
  • Er hægt að veikjast af salmonellu með því að borða hrá egg?

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

14.5.2008

Spyrjandi

Ingi Rúnar Árnason
Olga Björk
Ingimar Böðvarsson
Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvað er salmonella?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2008. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25149.

Landlæknisembættið. (2008, 14. maí). Hvað er salmonella? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25149

Landlæknisembættið. „Hvað er salmonella?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2008. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25149>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er salmonella?
Salmonella er baktería með yfir 2000 afbrigði (sermisgerðir). Algengastar hér á landi eru S. Enteritidis og S. Typhimurium og er uppruni smits oftast af erlendum toga. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í eggjum (rjómabollufaraldurinn) og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati.

Margar sermisgerðir sýkja bæði menn og fjölda dýrategunda, svo sem nautgripi, svín og hænsnfé en einnig bera skjaldbökur og slöngur oft bakteríuna. Víða erlendis valda egg menguð með S. Enteritidis sýkingum í fólki.

Egg eru dæmi um matvæli sem geta verið menguð af salmonellu. Á flestum eggjum eru bakteríurnar aðeins á skurninni en ef nota á þau hrá er samt mælt með að nota gerilsneydd egg. Önnur egg ætti að sjóða í að minnsta kosti 5 mínútur.

Salmonella smitast helst með menguðum matvælum. Beint smit manna á milli er fremur sjaldséð en kemur einna helst fyrir hjá einstaklingum sem annast sjúklinga með salmonella sýkingu, ef handþvottur er ófullnægjandi.

Salmonellusýking einkennist af niðurgangi, ógleði, uppköstum, kviðverkjum og hita, sem gengur í flestum tilfellum yfir á 4-5 dögum. Fyrir kemur í fáum tilfellum að bakterían fer út í blóðið og veldur sýkingum í líffærum utan meltingarfæranna, til dæmis í hjarta og æðakerfi, milta, lifur og gallgöngum. Ef sýkingin hefur dreift sér til líffæra utan meltingarfæra geta komið einkenni frá sýkingarstað. Veikburða fólki eins og sjúklingum, öldruðum og börnum er hættara en öðrum við alvarlegum sýkingum af völdum salmonellu.

Meðgöngutími sýkingar, það er tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 1-3 dagar í flestum tilfellum, en getur verið allt frá 6 klukkustundum upp í 10 daga. Meðal beratími (sá tími sem baktería er í saur) eftir sýkingu er 5-6 vikur en getur verið margir mánuðir og jafnvel ár.

Salmonella typhimurium (rauð á myndinni) ræðst til atlögu við frumu.

Salmonellusýking er langoftast greind með því að saursýni er sent í ræktun. Við sýkingar í blóði eða öðrum lífærum þarf að senda sýni í ræktun frá sýkingarstað. Í flestum tilfellum er meðferð með sýklalyfjum óþörf, en stundum reynist nauðsynlegt að gefa vökva í æð til að bæta upp vökvatap.

Hægt er að draga úr hættu á salmonellusýkingu með ýmsum leiðum. Dæmigerðar ástæður matarsjúkdóma af völdum salmonellu er ófullnægjandi upphitun eða kæling matvara, mengun frá starfsfólki, hráefnum eða óhreinum áhöldum í tilbúin matvæli. Það er því mikilvægt að hafa rétt hitastig á matvælum, kæla matinn vel í geymslu (undir en 5 °C) til að hindra vöxt bakteríunnar og hita hann upp í 75 °C til þess að drepa bakteríuna þegar eldað er. Ef halda þarf tilbúnum mat heitum þá ætti hitastig hans að vera yfir 60 °C.

Huga þarf að hreinlæti, þvo hendur oft og án undantekninga eftir salernisnotkun, bleyjuskipti og hreinsun úrgangs eftir gæludýr. Einnig er mikilvægt að halda soðnum matvælum frá hráum til að hindra krossmengun og þvo alltaf skurðbretti og önnur áhöld þegar skipt er úr einni gerð hráefnis yfir í aðra. Loks má nefna að skola ætti allt hrátt grænmeti og salöt vel fyrir neyslu.

Svar þetta er að langmestu leyti af vef Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi. Við vinnslu þess var þó einnig litið til umfjöllunar um salmonellu á Doktor.is, vef Matís og vef Matvælastofnunar.

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað eru til margar tegundir af salmonellu?
  • Hversu hættuleg er salmonella?
  • Er hægt að veikjast af salmonellu með því að borða hrá egg?

...