Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum?

Guðrún Kvaran

Orðið herbergi er tökuorð í norrænum málum, sennilega úr miðlágþýsku herberge í merkingunni 'gistihús'. Heimildir um orðið eru einnig til í fornsaxnesku og fornháþýsku heriberga. Í háþýsku er orðið Herberge notað um gististað, t.d. er þýska orðið yfir farfuglaheimili Jugendherberge (Jugend 'æska, æskumenn'). Talið er að frummerking orðsins sé skýli eða aðsetursstaður hers, ( her = Heer í þýsku 'her, herflokkur', -berge af sögninni bergen 'bjarga'), en síðar verður merkingin almennari og orðið notað um gististað fyrir einstaklinga eða hópa.

Í fornu máli var herbergi notað um 1) íbúðarhús eða íverustað, (sbr. að vera til herbergis á e-m stað 'búa á e-m stað'), 2) gistiherbergi fyrir aðkomumann, 3) svefnherbergi. Í norrænum málum er merkingin 'húsaskjól, gististaður, íverustaður fyrir heimilislausa', í færeysku herbergi, sænsku härherge, dönsku herberg, norsku herberge (herbyrge). Í síðari alda íslensku hefur merkingin færst örlítið til. Herbergi er nú notað um stofu eða vistarveru í húsi almennt óháð því hvort þar er sofið eða ekki.

Orðið rúm á sér margar merkingar í íslensku. Það getur merkt 'svæði, pláss; bil milli þóftna í bát; rými, sæti, rekkja' o.fl. Það er til í germönskum málum og á sér einnig samsvaranir í öðrum indóevrópskum málum. Orðið er sennilega leitt af lýsingarorði í merkingunni 'rúmgóður', á íslensku rúmur, gotnesku, fornfrísnesku og fornensku rûms. Í þýsku (Raum), ensku (room) og Norðurlandamálum (færeysku. rúm, norsku, dönsku og sænsku rum) merkir nafnorðið fyrst og fremst 'herbergi'. Sú merking virðist ekki notuð í fornu máli íslensku en 'rekkja, hvíla' þekkist vel sem og ýmsar aðrar merkingar. Merkingin 'pláss' er mjög algeng í íslensku og hugsa mætti sér að upphaflega hafi rúm náð yfir það pláss sem menn höfðu til að sitja á á fleti en merkingin síðan færst yfir á fletið allt, þ.e. rúmið.

Orðið sæng er samnorrænt orð, í færeysku song, norsku og dönsku seng, sænsku säng og merkir 'rúm til að sofa í'. Í fornu máli íslensku var til orðið sæing í merkingunni 'rekkja; rekkjubúnaður' en það er ekki lengur notað. Einnig var notað orðið sæng í sömu merkingu. Í nútímamáli er sæng einkum notað um ver með fiðri eða dúni til að hafa ofan á sér. Áður fyrr notuðu þeir sem efnaðri voru bæði yfir- og undirsæng en þess gerist tæplega þörf nú í vel kyntum húsum. Merkingin 'rekkja, rúm' er minna notuð nú en lifir góðu lífi í föstum orðasamböndum eins og að ganga til sængur 'fara að hátta', ganga í eina sæng 'ganga í hjónaband', ganga í eina sæng með e-m 'samrekkja e-m' liggja á sæng (um konu sem liggur í rúmi eftir barnsburð), vera skilin að borði og sæng og í sögninni að sænga, sænga saman 'sofa saman.'

Í íslensku er dýna fyrst og fremst notað um undirlag í rúmi en orðið er einnig notað um lélega sæng og undirlag undir reiðver og klyfbera, í eldra máli sömuleiðis um dúnkodda eða dúnsessu. Orðið er til í grannmálunum, í færeysku dýna, dönsku og norsku dyne í merkingunni 'sæng, yfirbreiðsla', í norsku einnig um undirsæng. Orðið er skylt nafnorðinu dúnn og sögnin að dýna merkir 'fylla e-ð með dúni'.

Í orðunum sæng og dýna lifa enn gamlar merkingar sem sameiginlegar eru orðunum í grannmálunum en aðalmerkingarnar hafa færst til. Hver hlutur fékk sitt ákveðna hlutverk. Sæng fóru menn að nota fyrst og fremst um yfirbreiðsluna, enda er orðið rúm næsta einrátt um húsgagnið til að sofa í, og merkingin 'yfirbreiðsla' í orðinu dýna vék fyrir 'undirlaginu'. Merkingartilfærslur sem þessar eru vel þekktar.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.6.2002

Spyrjandi

Jón Viðar Baldursson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum? “ Vísindavefurinn, 28. júní 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2544.

Guðrún Kvaran. (2002, 28. júní). Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2544

Guðrún Kvaran. „Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum? “ Vísindavefurinn. 28. jún. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2544>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum?
Orðið herbergi er tökuorð í norrænum málum, sennilega úr miðlágþýsku herberge í merkingunni 'gistihús'. Heimildir um orðið eru einnig til í fornsaxnesku og fornháþýsku heriberga. Í háþýsku er orðið Herberge notað um gististað, t.d. er þýska orðið yfir farfuglaheimili Jugendherberge (Jugend 'æska, æskumenn'). Talið er að frummerking orðsins sé skýli eða aðsetursstaður hers, ( her = Heer í þýsku 'her, herflokkur', -berge af sögninni bergen 'bjarga'), en síðar verður merkingin almennari og orðið notað um gististað fyrir einstaklinga eða hópa.

Í fornu máli var herbergi notað um 1) íbúðarhús eða íverustað, (sbr. að vera til herbergis á e-m stað 'búa á e-m stað'), 2) gistiherbergi fyrir aðkomumann, 3) svefnherbergi. Í norrænum málum er merkingin 'húsaskjól, gististaður, íverustaður fyrir heimilislausa', í færeysku herbergi, sænsku härherge, dönsku herberg, norsku herberge (herbyrge). Í síðari alda íslensku hefur merkingin færst örlítið til. Herbergi er nú notað um stofu eða vistarveru í húsi almennt óháð því hvort þar er sofið eða ekki.

Orðið rúm á sér margar merkingar í íslensku. Það getur merkt 'svæði, pláss; bil milli þóftna í bát; rými, sæti, rekkja' o.fl. Það er til í germönskum málum og á sér einnig samsvaranir í öðrum indóevrópskum málum. Orðið er sennilega leitt af lýsingarorði í merkingunni 'rúmgóður', á íslensku rúmur, gotnesku, fornfrísnesku og fornensku rûms. Í þýsku (Raum), ensku (room) og Norðurlandamálum (færeysku. rúm, norsku, dönsku og sænsku rum) merkir nafnorðið fyrst og fremst 'herbergi'. Sú merking virðist ekki notuð í fornu máli íslensku en 'rekkja, hvíla' þekkist vel sem og ýmsar aðrar merkingar. Merkingin 'pláss' er mjög algeng í íslensku og hugsa mætti sér að upphaflega hafi rúm náð yfir það pláss sem menn höfðu til að sitja á á fleti en merkingin síðan færst yfir á fletið allt, þ.e. rúmið.

Orðið sæng er samnorrænt orð, í færeysku song, norsku og dönsku seng, sænsku säng og merkir 'rúm til að sofa í'. Í fornu máli íslensku var til orðið sæing í merkingunni 'rekkja; rekkjubúnaður' en það er ekki lengur notað. Einnig var notað orðið sæng í sömu merkingu. Í nútímamáli er sæng einkum notað um ver með fiðri eða dúni til að hafa ofan á sér. Áður fyrr notuðu þeir sem efnaðri voru bæði yfir- og undirsæng en þess gerist tæplega þörf nú í vel kyntum húsum. Merkingin 'rekkja, rúm' er minna notuð nú en lifir góðu lífi í föstum orðasamböndum eins og að ganga til sængur 'fara að hátta', ganga í eina sæng 'ganga í hjónaband', ganga í eina sæng með e-m 'samrekkja e-m' liggja á sæng (um konu sem liggur í rúmi eftir barnsburð), vera skilin að borði og sæng og í sögninni að sænga, sænga saman 'sofa saman.'

Í íslensku er dýna fyrst og fremst notað um undirlag í rúmi en orðið er einnig notað um lélega sæng og undirlag undir reiðver og klyfbera, í eldra máli sömuleiðis um dúnkodda eða dúnsessu. Orðið er til í grannmálunum, í færeysku dýna, dönsku og norsku dyne í merkingunni 'sæng, yfirbreiðsla', í norsku einnig um undirsæng. Orðið er skylt nafnorðinu dúnn og sögnin að dýna merkir 'fylla e-ð með dúni'.

Í orðunum sæng og dýna lifa enn gamlar merkingar sem sameiginlegar eru orðunum í grannmálunum en aðalmerkingarnar hafa færst til. Hver hlutur fékk sitt ákveðna hlutverk. Sæng fóru menn að nota fyrst og fremst um yfirbreiðsluna, enda er orðið rúm næsta einrátt um húsgagnið til að sofa í, og merkingin 'yfirbreiðsla' í orðinu dýna vék fyrir 'undirlaginu'. Merkingartilfærslur sem þessar eru vel þekktar.

...