Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli.

Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að alþjóðleg skilgreining á þéttbýli sé húsaþyrping með minnst 200 íbúum þar sem fjarlægð á milli húsa sé yfirleitt ekki meiri en 50 metrar.

Áður en lengra er haldið er rétt að leggja áherslu á að ekki má rugla hugtökunum bær eða þorp í merkingunni þéttbýli saman við hugtakið sveitarfélag, en innan sama sveitarfélagsins geta verið margir byggðakjarnar.

Hjá Hagstofunni er yfirleitt miðað við 200 íbúa þegar greint er á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Auk þess gerir almenn skilgreining Hagstofunnar á þéttbýli ráð fyrir að ekki sé lengra en 200 metrar milli húsa og að minnsta kosti tveir þriðju hlutar íbúa lifi af öðru en landbúnaði og garðrækt. Þetta er þó alls ekki algilt og byggð getur talist þéttbýli þó íbúar séu færri en 200.

Hagstofan birtir á hverju ári tölur um mannfjölda og eru þær meðal annars greindar niður í fjölda íbúa í dreifbýli og þéttbýli. Þann 1. desember 2001 töldust átta þéttbýlisstaðir á Íslandi vera með 200-299 íbúa. Alls bjuggu 2.038 Íslendingar eða 0,7% þjóðarinnar í þéttbýliskjörnum af þessari stærð. Minnstir þessara staða eru Svalbarðseyri með 206 íbúa og Reykjahlíð með 209 íbúa.

Þó almenna skilgreiningin sé sú að íbúar þurfi að vera 200 til að staður teljist þéttbýli þá er nokkrir staðir á landinu sem teljast byggðakjarnar þó íbúarnir séu færri en 200. Alls voru 20 staðir með 100-199 íbúa sem töldust til þéttbýlis árið 2001. Samtals voru íbúar þeirra 2.853 sem jafngildir um 1% þjóðarinnar. Drangsnes var fámennasti þéttbýlisstaðurinn í þessum flokki með 100 íbúa en þar á eftir kemur Borgarfjörður eystri með 103 íbúa og Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þar sem íbúar voru 111 talsins þann 1. desember 2001.

Níu staðir á landinu teljast þéttbýli þó íbúar þeirra séu aðeins 50-99 talsins. Í þessum byggðakjörnum búa alls 655 manns eða 0,2% landsmanna. Fámennustu byggðakjarnarnir eru Árbæjarhverfi í Sveitarfélaginu Ölfusi með 54 íbúa, Kristnes í Eyjafjarðarsveit með 55 íbúa og Hallormsstaður á Austur-Héraði með 57 íbúa.

Niðurstaðan er því sú að ef halda ætti fast í 200 íbúa mörkin væri minnsti bær á Íslandi Svalbarðseyri. En þar sem þetta er ekki ófrávíkjanleg regla heldur geta fámennari staðir talist þéttbýli, þá var minnsti byggðakjarni á Íslandi ári 2001 Árbæjarhverfi í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Heimildir:
  • Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (útg.) (1997): Hagskinna: sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík, Hagstofa Íslands
  • Hagstofa Íslands
Skoðið einnig:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.7.2002

Spyrjandi

Iðunn Garðarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2002. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2578.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 9. júlí). Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2578

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2002. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2578>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli.

Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að alþjóðleg skilgreining á þéttbýli sé húsaþyrping með minnst 200 íbúum þar sem fjarlægð á milli húsa sé yfirleitt ekki meiri en 50 metrar.

Áður en lengra er haldið er rétt að leggja áherslu á að ekki má rugla hugtökunum bær eða þorp í merkingunni þéttbýli saman við hugtakið sveitarfélag, en innan sama sveitarfélagsins geta verið margir byggðakjarnar.

Hjá Hagstofunni er yfirleitt miðað við 200 íbúa þegar greint er á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Auk þess gerir almenn skilgreining Hagstofunnar á þéttbýli ráð fyrir að ekki sé lengra en 200 metrar milli húsa og að minnsta kosti tveir þriðju hlutar íbúa lifi af öðru en landbúnaði og garðrækt. Þetta er þó alls ekki algilt og byggð getur talist þéttbýli þó íbúar séu færri en 200.

Hagstofan birtir á hverju ári tölur um mannfjölda og eru þær meðal annars greindar niður í fjölda íbúa í dreifbýli og þéttbýli. Þann 1. desember 2001 töldust átta þéttbýlisstaðir á Íslandi vera með 200-299 íbúa. Alls bjuggu 2.038 Íslendingar eða 0,7% þjóðarinnar í þéttbýliskjörnum af þessari stærð. Minnstir þessara staða eru Svalbarðseyri með 206 íbúa og Reykjahlíð með 209 íbúa.

Þó almenna skilgreiningin sé sú að íbúar þurfi að vera 200 til að staður teljist þéttbýli þá er nokkrir staðir á landinu sem teljast byggðakjarnar þó íbúarnir séu færri en 200. Alls voru 20 staðir með 100-199 íbúa sem töldust til þéttbýlis árið 2001. Samtals voru íbúar þeirra 2.853 sem jafngildir um 1% þjóðarinnar. Drangsnes var fámennasti þéttbýlisstaðurinn í þessum flokki með 100 íbúa en þar á eftir kemur Borgarfjörður eystri með 103 íbúa og Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þar sem íbúar voru 111 talsins þann 1. desember 2001.

Níu staðir á landinu teljast þéttbýli þó íbúar þeirra séu aðeins 50-99 talsins. Í þessum byggðakjörnum búa alls 655 manns eða 0,2% landsmanna. Fámennustu byggðakjarnarnir eru Árbæjarhverfi í Sveitarfélaginu Ölfusi með 54 íbúa, Kristnes í Eyjafjarðarsveit með 55 íbúa og Hallormsstaður á Austur-Héraði með 57 íbúa.

Niðurstaðan er því sú að ef halda ætti fast í 200 íbúa mörkin væri minnsti bær á Íslandi Svalbarðseyri. En þar sem þetta er ekki ófrávíkjanleg regla heldur geta fámennari staðir talist þéttbýli, þá var minnsti byggðakjarni á Íslandi ári 2001 Árbæjarhverfi í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Heimildir:
  • Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (útg.) (1997): Hagskinna: sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík, Hagstofa Íslands
  • Hagstofa Íslands
Skoðið einnig:...