Það gæti sýnst nokkuð sérkennilegt að tvö svona stór fyrirtæki taki höndum saman við að þróa nýja tækni, en þau höfðu bæði nýlega lent undir í samkeppninni á öðrum markaði. Nokkrum árum áður geisaði mikið stríð milli tveggja gerða af myndbandsspólum. VHS-tæknin var þróuð af japanska fyrirtækinu JVC, en Sony bauð fram Betamax-tæknina. Eins og flestum er kunnugt þá varð VHS-tæknin ofaná og Sony hætti fljótlega að framleiða Betamax-myndbandstæki. Philips hafði einnig sett fram sína útgáfu af myndbandsspólum, sem nefndist Video 2000, en hún varð ekki langlíf. Sony og Philips var mikið í mun að sagan endurtæki sig ekki og ákváðu því að vinna saman að staðli fyrir geisladiska.
Það eru ýmsar sögur sem ganga um það hvernig stærðin á geisladiskunum var ákveðin. Ein sagan segir að yfirmaður hjá Philips hafi sagt að geisladiskarnir mættu ekki vera mikið stærri en tónlistarkassetturnar. Þær eru 11.5 cm mældar horn í horn, svo það var ákveðið að þvermál geisladiskanna ætti að vera 12 cm. Önnur saga segir að upphaflega hafi tímalengd diskanna átt að vera 60 mínútur og stærðin 11.5 cm hafi nægt til þess, en síðan vildi yfirmaður hjá Sony að diskurinn yrði stækkaður upp í 12 cm til að koma fyrir 74 mínútna langri upptöku af níundu sinfóníu Beethovens á einum disk.

- Hvernig les geislaspilari af geisladisk? eftir Vigni Má Lýðsson
- Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum? eftir Stefán Inga Valdimarsson
- Tapa lög eða önnur gögn gæðum við geymslu á hörðum diski eða við flutning milli tölva? eftir Hjálmtý Hafsteinsson
- CD story - Skoðað 19.08.10
- ABBA The Visitors - Sótt 20.08.10
- Geisladiskar - Sótt 20.08.10
Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
- Hvað getið þið sagt um uppruna geisladisks?
- Hvenær voru geisladiskar fundnir upp?
- Hver fann upp geisladiskinn? Hvað hét fyrsti geisladiskurinn sem varð til og með hverjum var hann?
- Hvað var það fyrsta sem var skrifað/brennt á geisladisk, og hvað var fyrsti geisladiskurinn stór?