Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?

Sævar Helgi Bragason

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?
Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, einfaldlega vegna þess að þar er afskaplega lítið um höf. Þess í stað styðjast stjörnufræðingar við meðalgeisla reikistjörnunnar til að ákvarða meðalupphækkun yfirborðsins. Öll kennileiti eru síðan mæld með tilliti til þessa stærðfræðilega yfiborðs. Við köllum þetta meðaljarðlag (e. mean geoid).

Á myndinni hér fyrir neðan sést nýtt hæðarkort af Mars. Á kortinu rís hæsta fjall sólkerfisins, Ólympsfjall, um 25 km upp úr meðaljarðlaginu. Fjallið sést sem stór hvítur blettur, vestan við þrjá minni bletti sem einnig eru risavaxin eldfjöll.



Nánar má lesa um Ólympsfjall í svari sama höfundar við spurningunni: Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

24.7.2002

Spyrjandi

Þórir Hrafn Gunnarsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2605.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 24. júlí). Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2605

Sævar Helgi Bragason. „Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2605>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?
Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, einfaldlega vegna þess að þar er afskaplega lítið um höf. Þess í stað styðjast stjörnufræðingar við meðalgeisla reikistjörnunnar til að ákvarða meðalupphækkun yfirborðsins. Öll kennileiti eru síðan mæld með tilliti til þessa stærðfræðilega yfiborðs. Við köllum þetta meðaljarðlag (e. mean geoid).

Á myndinni hér fyrir neðan sést nýtt hæðarkort af Mars. Á kortinu rís hæsta fjall sólkerfisins, Ólympsfjall, um 25 km upp úr meðaljarðlaginu. Fjallið sést sem stór hvítur blettur, vestan við þrjá minni bletti sem einnig eru risavaxin eldfjöll.



Nánar má lesa um Ólympsfjall í svari sama höfundar við spurningunni: Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...