Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hver er munurinn á dúr og moll?

Ása Briem

Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfrá tóninum c er röðin svona:
c - cís/des - d - dís/es - e - f - fís/ges - g - gís/as - a - aís/bé - h – c.
Meginmunur á dúr- og moll-tóntegundum felst í þríundinni. Í dúr er hún stór en í moll lítil. Í báðum tóntegundum er heiltónsbil á milli fyrsta og annars tóns, c-d. Í dúr er einnig heiltónsbil á milli annars og þriðja tóns, d-e, og þríundin, c-e, er þess vegna stór. En í moll er hálftónsbil þarna á milli,d-es, og þríundin því lítil, c-es. Tónninn -es er í raun lækkað -e, en í moll-tónstiga eru tveir lækkaðir tónar til viðbótar, sjötti og sjöundi tónn tónstigans.

Að auki skiptist moll einnig í hljómhæfan og laghæfan moll. Þeir byrja eins en sjöttu og sjöundu tónar þeirra eru mismunandi. Hljómhæfur moll fer upp og niður á sama hátt:
c - d - es - f - g - as - h - c / c - h - as -g -f -es - d - c.
Sjöundi tónn tónstigans er hér hækkaður.

Laghæfur fer hins vegar upp á þennan hátt: c - d - es - f - g - a - h - c. Sjötti og sjöundi tónn er hækkaður. En niður á sama hátt og hefðbundinn moll, með lækkaðan sjötta og sjöunda tón (eða öllu heldur annan og þriðja tón þar sem stiginn er á leiðinni niður): c - bé - as - g - f - es - d - c.Hér er hægt að hlusta á tónstigana

Höfundur

tónlistarmaður

Útgáfudagur

9.8.2002

Spyrjandi

Anna Bjarnadóttir

Tilvísun

Ása Briem. „Hver er munurinn á dúr og moll?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2002. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2636.

Ása Briem. (2002, 9. ágúst). Hver er munurinn á dúr og moll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2636

Ása Briem. „Hver er munurinn á dúr og moll?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2002. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2636>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á dúr og moll?
Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfrá tóninum c er röðin svona:

c - cís/des - d - dís/es - e - f - fís/ges - g - gís/as - a - aís/bé - h – c.
Meginmunur á dúr- og moll-tóntegundum felst í þríundinni. Í dúr er hún stór en í moll lítil. Í báðum tóntegundum er heiltónsbil á milli fyrsta og annars tóns, c-d. Í dúr er einnig heiltónsbil á milli annars og þriðja tóns, d-e, og þríundin, c-e, er þess vegna stór. En í moll er hálftónsbil þarna á milli,d-es, og þríundin því lítil, c-es. Tónninn -es er í raun lækkað -e, en í moll-tónstiga eru tveir lækkaðir tónar til viðbótar, sjötti og sjöundi tónn tónstigans.

Að auki skiptist moll einnig í hljómhæfan og laghæfan moll. Þeir byrja eins en sjöttu og sjöundu tónar þeirra eru mismunandi. Hljómhæfur moll fer upp og niður á sama hátt:
c - d - es - f - g - as - h - c / c - h - as -g -f -es - d - c.
Sjöundi tónn tónstigans er hér hækkaður.

Laghæfur fer hins vegar upp á þennan hátt: c - d - es - f - g - a - h - c. Sjötti og sjöundi tónn er hækkaður. En niður á sama hátt og hefðbundinn moll, með lækkaðan sjötta og sjöunda tón (eða öllu heldur annan og þriðja tón þar sem stiginn er á leiðinni niður): c - bé - as - g - f - es - d - c.Hér er hægt að hlusta á tónstigana...