Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Með hugtakinu tóntegund er átt við tónlist þar sem einn tónn er mikilvægari en aðrir tónar tónverksins, hann er því grunntónn tónstigans í verkinu. Í klassískri og rómantískri tónlist byggðist tóntegund á ákveðnum tónstiga í dúr eða moll.

Tóntegundaleysi (e. atonality) er einfaldlega andstæða þessa: tónlist sem grundvallast ekki á tóntegund. Upphaf tóntegundaleysis má rekja til fyrsta áratugar 20. aldar en þó tóku tónskáld sem kenna má við módernisma að reyna á þanþol hefðbundinnar tónlistar, meðal annars með því að hafna þeirri reglu að grundvalla tónlist á tiltekinni tóntegund.

Skopmynd af Arnold Schönberg stjórna tónleikum 31. mars 1913. Þar voru m.a. flutt verk eftir Schönberg, Webern og Berg, sem voru frumkvöðlar í tóntegundaleysi og expressjónisma í tónlist. Hlustendur voru lítt hrifnir af framúrstefnunni og tónleikarnir enduðu í uppþoti.

Helsti frumkvöðull tóntegundaleysis er þýska tónskáldið Arnold Schönberg (1874-1951). Undir lok fyrsta áratugar 20. aldar einkenndist tónlist hans af tóntegundaleysi sem einnig er nefnt atónalítets á íslenku. Helstu verk Schönberg á þessu skeiði eru: Þrír þættir fyrir píanó op. 11, Eftirvænting op. 17 og Fimm þættir fyrir hljómsveit op. 16. Í því fer ómstríður fimm tóna hljómur á milli ýmissa hljóðfæra. Þessi verk eru enn fremur talin vera upphafið á expressjónisma í tónlist. Eitt Þekktasta verk Schönbergs í tóntegundaleysi er flokkur laga sem kallast Pétur í tunglinu (fr. Pierrot lunaire) frá árinu 1912.

Önnur merk tónskáld sem sömdu verk af sama tagi á fyrri hluta 20. aldar voru tveir lærisveinar Schönbergs: Alban Berg (1885-1835) og Anton Webern (1883-1945). Þekktasta verk Berg er óperan Wozzeck sem var frumflutt árið 1925. Hún er byggð á leikriti eftir þýska leikritaskáldið Georg Büchner (1813-1837) og tóntegundaleysið í verkinu er látið tákna ýmis konar hrylling og taugaveiklun í anda expressjónískrar tónlistar.

Efni til hlustunar og áhorfs á vefnum YouTube:

Heimild og frekara lesefni:
  • Árni Heimir Ingólfsson, Saga tónlistarinnar: Tónlist á Vesturlöndum frá miðöldum til nútímans, Forlagið, Reykjavík 2016.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.7.2023

Spyrjandi

Anna Bjarnadóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=9974.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 28. júlí). Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9974

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9974>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tóntegundaleysi og hvaða tónskáld hafa helst tileinkað sér það?
Með hugtakinu tóntegund er átt við tónlist þar sem einn tónn er mikilvægari en aðrir tónar tónverksins, hann er því grunntónn tónstigans í verkinu. Í klassískri og rómantískri tónlist byggðist tóntegund á ákveðnum tónstiga í dúr eða moll.

Tóntegundaleysi (e. atonality) er einfaldlega andstæða þessa: tónlist sem grundvallast ekki á tóntegund. Upphaf tóntegundaleysis má rekja til fyrsta áratugar 20. aldar en þó tóku tónskáld sem kenna má við módernisma að reyna á þanþol hefðbundinnar tónlistar, meðal annars með því að hafna þeirri reglu að grundvalla tónlist á tiltekinni tóntegund.

Skopmynd af Arnold Schönberg stjórna tónleikum 31. mars 1913. Þar voru m.a. flutt verk eftir Schönberg, Webern og Berg, sem voru frumkvöðlar í tóntegundaleysi og expressjónisma í tónlist. Hlustendur voru lítt hrifnir af framúrstefnunni og tónleikarnir enduðu í uppþoti.

Helsti frumkvöðull tóntegundaleysis er þýska tónskáldið Arnold Schönberg (1874-1951). Undir lok fyrsta áratugar 20. aldar einkenndist tónlist hans af tóntegundaleysi sem einnig er nefnt atónalítets á íslenku. Helstu verk Schönberg á þessu skeiði eru: Þrír þættir fyrir píanó op. 11, Eftirvænting op. 17 og Fimm þættir fyrir hljómsveit op. 16. Í því fer ómstríður fimm tóna hljómur á milli ýmissa hljóðfæra. Þessi verk eru enn fremur talin vera upphafið á expressjónisma í tónlist. Eitt Þekktasta verk Schönbergs í tóntegundaleysi er flokkur laga sem kallast Pétur í tunglinu (fr. Pierrot lunaire) frá árinu 1912.

Önnur merk tónskáld sem sömdu verk af sama tagi á fyrri hluta 20. aldar voru tveir lærisveinar Schönbergs: Alban Berg (1885-1835) og Anton Webern (1883-1945). Þekktasta verk Berg er óperan Wozzeck sem var frumflutt árið 1925. Hún er byggð á leikriti eftir þýska leikritaskáldið Georg Büchner (1813-1837) og tóntegundaleysið í verkinu er látið tákna ýmis konar hrylling og taugaveiklun í anda expressjónískrar tónlistar.

Efni til hlustunar og áhorfs á vefnum YouTube:

Heimild og frekara lesefni:
  • Árni Heimir Ingólfsson, Saga tónlistarinnar: Tónlist á Vesturlöndum frá miðöldum til nútímans, Forlagið, Reykjavík 2016.

Mynd:...