Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn?

Karólína Eiríksdóttir

Hugtakið tónskratti eða diabolus in musica varð til á miðöldum og á við tónbil en ekki stakan tón. Ekki er víst hvort ástæðan fyrir nafngiftinni hafi verið sú að tónbilið þótti ljótt.

Á miðöldum voru svonefndar kirkjutóntegundir notaðar í tónlist. Frumtóntegundirnar fjórar voru: dórísk, frýgísk, lýdísk og mixólýdísk. Þær voru allsráðandi í kirkjutónlist allt fram til 1600, þegar dúr og mollkerfið tók við.

Í lýdísku tóntegundinni, sem samsvarar tónstiga hvítu nótnanna á píanóinu frá f til f, er tónbilið á milli 1. og 4. tóns stækkuð ferund eða tónskratti. Tónbilið fékk snemma á sig óorð og var kennt við djöfulinn. Tónskrattinn þótti ekki æskilegur og er í sumum ritum talinn beinlínis hættulegur.

Tónfræðilegir eiginleikar tónskrattans eru þeir að hann skiptir áttundinni upp í tvo jafna hluta og speglast um miðju hennar. Þetta er eina tónbilið sem hefur þann eiginleika að vera hið sama sé það speglað. Tónskrattinn er óstöðugt tónbil, það er að segja hann leitar að lausn og hefðbundið lag getur þess vegna ekki með góðu móti endað á tónskratta. Þetta heyra flestir, hvort sem þeir eru tónlistarmenntaðir eða ekki. Í þessu tóndæmi heyrast tvö tónbil, fyrra tónbilið er tónskratti og fylgir lausnin á eftir.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Á 15. öld fóru menn að lækka 4. tóninn í lýdísku tóntegundinni, h varð að b, og myndaði hann þá hreina ferund við 1. tóninn. Þetta er sú tóntegund sem við þekkjum í dag sem dúr.

Á seinni hluta 19. aldar var tónskrattinn tekinn í sátt og hann er meðal annars að finna í tónlist eftir Liszt, Wagner og Debussy. Á 20. öld gátu tónskáld notað þetta áður forboðna tónbil óhindrað og í eyrum nútímamannsins hljómar það afar sakleysislega og erfitt er að ímynda sér að það hafi einhvern tímann þótt erfitt áheyrnar.

Höfundur

Útgáfudagur

7.4.2004

Spyrjandi

Friðrik Theodórsson, f. 1987

Tilvísun

Karólína Eiríksdóttir. „Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2004, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4130.

Karólína Eiríksdóttir. (2004, 7. apríl). Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4130

Karólína Eiríksdóttir. „Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2004. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4130>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til tónn sem er svo ljótur að hann er kenndur við djöfulinn?
Hugtakið tónskratti eða diabolus in musica varð til á miðöldum og á við tónbil en ekki stakan tón. Ekki er víst hvort ástæðan fyrir nafngiftinni hafi verið sú að tónbilið þótti ljótt.

Á miðöldum voru svonefndar kirkjutóntegundir notaðar í tónlist. Frumtóntegundirnar fjórar voru: dórísk, frýgísk, lýdísk og mixólýdísk. Þær voru allsráðandi í kirkjutónlist allt fram til 1600, þegar dúr og mollkerfið tók við.

Í lýdísku tóntegundinni, sem samsvarar tónstiga hvítu nótnanna á píanóinu frá f til f, er tónbilið á milli 1. og 4. tóns stækkuð ferund eða tónskratti. Tónbilið fékk snemma á sig óorð og var kennt við djöfulinn. Tónskrattinn þótti ekki æskilegur og er í sumum ritum talinn beinlínis hættulegur.

Tónfræðilegir eiginleikar tónskrattans eru þeir að hann skiptir áttundinni upp í tvo jafna hluta og speglast um miðju hennar. Þetta er eina tónbilið sem hefur þann eiginleika að vera hið sama sé það speglað. Tónskrattinn er óstöðugt tónbil, það er að segja hann leitar að lausn og hefðbundið lag getur þess vegna ekki með góðu móti endað á tónskratta. Þetta heyra flestir, hvort sem þeir eru tónlistarmenntaðir eða ekki. Í þessu tóndæmi heyrast tvö tónbil, fyrra tónbilið er tónskratti og fylgir lausnin á eftir.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Á 15. öld fóru menn að lækka 4. tóninn í lýdísku tóntegundinni, h varð að b, og myndaði hann þá hreina ferund við 1. tóninn. Þetta er sú tóntegund sem við þekkjum í dag sem dúr.

Á seinni hluta 19. aldar var tónskrattinn tekinn í sátt og hann er meðal annars að finna í tónlist eftir Liszt, Wagner og Debussy. Á 20. öld gátu tónskáld notað þetta áður forboðna tónbil óhindrað og í eyrum nútímamannsins hljómar það afar sakleysislega og erfitt er að ímynda sér að það hafi einhvern tímann þótt erfitt áheyrnar....