Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ISO-staðall er staðall sem staðfestur hefur verið af Alþjóðlegu staðlasamtökunum ISO. Það þýðir með öðrum orðum að staðallinn sé alþjóðlegur. Gerð ISO-staðla byggist á því að hagsmunaðilar komi sér saman um hvað sé hæfilegt, eðlilegt, góðar starfsvenjur og í takt við tímann. Ákveðnar reglur eru viðhafðar um samningu og samþykkt staðla, sem og þátttöku við gerð þeirra.
Ekki er hægt að tala um að ISO-staðall sé annað hvort gæðastaðall eða eftirlitsstaðall. Fjöldi ISO-staðla var 13.544 í árslok 2001 og efni þeirra snertir nánast öll svið mannlífsins. Í ISO-staðli er að finna reglur, leiðbeiningar eða skilgreiningar sem miða að því að tryggja tiltekna virkni, að hlutir passi og að þeir skili því sem af þeim er krafist. Allt er þetta gert til þess að auka hagkvæmni, til einföldunar og til þess að draga úr kostnaði.
Nefna má örfá dæmi um hluti sem eru staðlaðir:
Mál og vog, stærðfræðitákn
Gæðastjórnun
Vörupallar, gámar, flutningatæki
Íðorðasöfn, vörumerkingar, tákn á skiltum
Stærðir á dekkjum, skrúfum, róm og kveikikertum
Prófanir á efnum og matvælum
Greiðslukort
Íhlutir í bíla, flugvélar og skip
ISO-staðlar um gæðastjórnun eru til og alþjóðlegir staðlar eru iðulega notaðir sem verkfæri við eftirlit, til dæmis prófunarstaðlar af ýmsu tagi. Allir staðlar eru hins vegar valfrjálsir. Sum lönd hafa þó valið að vísa til staðla í löggjöf og notfært sér þá til að einfalda lög og reglugerðir og tryggja að lög og reglur haldist betur í takt við þróun í tækni og viðskiptum.
Frekara lesefni af Vísindavefnum:
Hjörtur Hjartarson. „Hvað er ISO-staðall? Er það gæðastaðall
eða eftirlitsstaðall?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2002, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2643.
Hjörtur Hjartarson. (2002, 13. ágúst). Hvað er ISO-staðall? Er það gæðastaðall
eða eftirlitsstaðall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2643
Hjörtur Hjartarson. „Hvað er ISO-staðall? Er það gæðastaðall
eða eftirlitsstaðall?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2002. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2643>.