Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Samkvæmt ISO-216 staðlinum gilda þessar reglur um A-röð pappírsarka:
Hlutfallið á milli lengdar og breiddar á blaði er ferningsrótin af tveimur, það er að segja að við fáum út ferningsrótina af 2 ef við deilum í lengd blaðsins með breidd þess.
Flatarmál A0 er einn fermetri.
Blað af stærðinni A1 fæst með því að skera A0 í tvo jafna hluta þvert yfir blaðið. Lengdin á A1 er því jöfn breiddinni á A0 og breiddin á A1 er helmingur af lengdinni á A0.
Allar aðrar minni stærðir í A-röðinni eru skilgreindar á sama hátt. Það er, ef blað af stærðinni An er skorið í tvo jafnstóra hluta samhliða styttri hlið blaðsins þá eru nýju blöðin 2 af stærðinni A(n + 1).
Stöðluð lengd og breidd er námunduð tala, gefin upp í millimetrum.
Smækkuð mynd af A0-blaði sem búið er að skipta upp í tvö A1-blöð þar sem efra A1-blaðinu er skipt upp í tvö A2 blöð, og vinstra A2-blaðinu er skipt upp í tvö A3-blöð, o.s.frv.
Þessar tölur gilda fyrir A-röðina:
A0 841 x 1189
A1 594 x 841
A2 420 x 594
A3 297 x 420
A4 210 x 297
A5 148 x 210
A6 105 x 148
Nú spyr sjálfsagt einhver hvernig í ósköpunum standi á því að menn hafi valið að hafa hlutfallið milli lengdar og breiddar einmitt ferningsrótina af tveimur. Svarið er að með því móti, og eingöngu með því móti, verða helminguðu blöðin í sömu hlutföllum og upphaflega blaðið.
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver eru málin á A0-pappír?“ Vísindavefurinn, 19. október 2004, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4563.
Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 19. október). Hver eru málin á A0-pappír? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4563
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver eru málin á A0-pappír?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2004. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4563>.