Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki.

Það sem virðist skipta mestu máli varðandi aðlögun að vaktavinnu er vinnuskipulagið sjálft en aðrir þættir svo sem aldur, kyn, persónuleikaþættir, lengd dægursveiflu, félagslegar aðstæður og viðhorf til vaktavinnunnar skipta einnig miklu máli. Til dæmis virðast konur eiga erfiðara með að venjast vaktavinnu en karlar, eldra fólk aðlagast síður vaktavinnu, þeir sem hafa stutta dægursveiflu og eru kvöldsvæfir eiga oft í erfiðleikum með síbreytilegan vinnutíma og vaktavinna virðist ekki henta þeim vel sem eru kvíðnir að eðlisfari. Nánar má lesa um þetta og annað sem snýr að vaktavinnu í pistli Júlíusar K. Björnssonar sálfræðings á doktor.is og í samantekt Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur sérfræðings á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Rannsóknir hafa sýnt að vaktavinnufólk fær allt að 7 klukkustunda styttri svefn á viku en aðrir. Allt að 20% þessa hóps kvartar undan slæmum svefni og margir kvarta um þreytu og erfiðleika við að halda einbeitingu. Í pistli Júlíusar K. Björnssonar á doktor.is segir:
Rekja má algengustu erfiðleikana tengda vaktavinnu til tveggja meginþátta, annarsvegar þess að verða að vaka og vinna þegar líkamsklukkan segir að viðkomandi eigi að sofa og hinsvegar þess að sofa þegar líkamsklukkan segir að hann eigi að vaka. Oft er erfitt að sofa á daginn vegna truflandi áreita, svo sem hávaða, og einnig vegna þess að líkaminn er ekki stilltur inn á svefn, nokkuð sem leiðir til styttri svefns og léttari en að næturlagi.

Vaktavinnan hefur þess vegna oft í för með sér, að svefn og hvíld skerðist og þar með minnkar vinnuhæfnin en syfja og þreyta hleðst upp í hverri vaktatörn. Oft reynist erfitt að bæta þetta allt upp í stuttu fríi á milli vaktatarna, sérstaklega ef um er að ræða miklar skiptingar á milli t.d. dag-, kvöld- og næturvakta og ef hvíldartími er skertur, t.d. vegna aukavinnu. Vitað er að líkamsklukkan er á bilinu 5-7 daga að endurstillast alveg og því er ekki raunhæft að búast við að hægt sé að venja sig fljótt við vinnu á nóttunni. Reyndar benda nýjustu rannsóknir til þess að hjá allflestum eigi sér alls ekki stað nein veruleg eða alger aðlögun að næturvinnu og hjá sumum einstaklingum er aðlögunin jafnvel engin eða mjög lítil.
Flestar rannsóknir á áhrifum vaktavinnu á líkamlega og andlega heilsu fólks sýna aukna tíðni svefntruflana og svefnlyfjanotkunar hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Sumar rannsóknir sýna einnig aukna tíðni áfengissýki. Kenningar hafa verið um aukna tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal vaktavinnufólks en ekki hefur tekist að sýna fram á tengsl þar á milli.

Skoðið einnig svar Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Breytist svefnþörf með aldri fólks?Mynd: Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins - Fréttir

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.8.2002

Spyrjandi

Elías Erlingsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2002. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2644.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 14. ágúst). Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2644

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2002. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2644>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vaktavinna skaðleg heilsu á einhvern hátt?
Vitað er að almennt hefur vaktavinna áhrif á svefn, líðan og heilsu þeirra sem hana stunda. Það er þó einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast vaktavinnu eða síbreytilegum vinnutíma. Talið er að einn af hverjum fimm hætti í vaktavinnu af því að hann þolir hana ekki.

Það sem virðist skipta mestu máli varðandi aðlögun að vaktavinnu er vinnuskipulagið sjálft en aðrir þættir svo sem aldur, kyn, persónuleikaþættir, lengd dægursveiflu, félagslegar aðstæður og viðhorf til vaktavinnunnar skipta einnig miklu máli. Til dæmis virðast konur eiga erfiðara með að venjast vaktavinnu en karlar, eldra fólk aðlagast síður vaktavinnu, þeir sem hafa stutta dægursveiflu og eru kvöldsvæfir eiga oft í erfiðleikum með síbreytilegan vinnutíma og vaktavinna virðist ekki henta þeim vel sem eru kvíðnir að eðlisfari. Nánar má lesa um þetta og annað sem snýr að vaktavinnu í pistli Júlíusar K. Björnssonar sálfræðings á doktor.is og í samantekt Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur sérfræðings á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Rannsóknir hafa sýnt að vaktavinnufólk fær allt að 7 klukkustunda styttri svefn á viku en aðrir. Allt að 20% þessa hóps kvartar undan slæmum svefni og margir kvarta um þreytu og erfiðleika við að halda einbeitingu. Í pistli Júlíusar K. Björnssonar á doktor.is segir:
Rekja má algengustu erfiðleikana tengda vaktavinnu til tveggja meginþátta, annarsvegar þess að verða að vaka og vinna þegar líkamsklukkan segir að viðkomandi eigi að sofa og hinsvegar þess að sofa þegar líkamsklukkan segir að hann eigi að vaka. Oft er erfitt að sofa á daginn vegna truflandi áreita, svo sem hávaða, og einnig vegna þess að líkaminn er ekki stilltur inn á svefn, nokkuð sem leiðir til styttri svefns og léttari en að næturlagi.

Vaktavinnan hefur þess vegna oft í för með sér, að svefn og hvíld skerðist og þar með minnkar vinnuhæfnin en syfja og þreyta hleðst upp í hverri vaktatörn. Oft reynist erfitt að bæta þetta allt upp í stuttu fríi á milli vaktatarna, sérstaklega ef um er að ræða miklar skiptingar á milli t.d. dag-, kvöld- og næturvakta og ef hvíldartími er skertur, t.d. vegna aukavinnu. Vitað er að líkamsklukkan er á bilinu 5-7 daga að endurstillast alveg og því er ekki raunhæft að búast við að hægt sé að venja sig fljótt við vinnu á nóttunni. Reyndar benda nýjustu rannsóknir til þess að hjá allflestum eigi sér alls ekki stað nein veruleg eða alger aðlögun að næturvinnu og hjá sumum einstaklingum er aðlögunin jafnvel engin eða mjög lítil.
Flestar rannsóknir á áhrifum vaktavinnu á líkamlega og andlega heilsu fólks sýna aukna tíðni svefntruflana og svefnlyfjanotkunar hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Sumar rannsóknir sýna einnig aukna tíðni áfengissýki. Kenningar hafa verið um aukna tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal vaktavinnufólks en ekki hefur tekist að sýna fram á tengsl þar á milli.

Skoðið einnig svar Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Breytist svefnþörf með aldri fólks?Mynd: Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins - Fréttir...