Sólin Sólin Rís 07:48 • sest 18:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:19 • Sest 25:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:15 • Síðdegis: 15:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík

Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar húðflúr er búið til er litarefnum sprautað djúpt inn í húðina um lítil göt sem gerð eru á húðþekjuna. Litaragnirnar eru það stórar að átfrumur líkamans ná ekki að fjarlægja þær. Litarefnin, og þar með húðflúrið, sitja því þar það sem eftir er ævinnar nema sérstakar aðgerðir komi til.

Til eru nokkrar aðferðir til þess að losna við húðflúr en þeim fylgja alltaf einhver óþægindi og ekki er hægt að lofa fullkomnum árangri í öllum tilfellum. Þó hafa orðið miklar framfarir á undanförnum árum.

Áður fyrr var húðflúr yfirleitt fjarlægt með því að skafa myndina af eða skera húðflúrið í burtu. Þegar húðflúr er skafið af er húðin í raun slípuð niður þar til litarefnin hafa verið fjarlægð. Stundum eru litarefnin það djúpt í húðinni að ekki er hægt að fjarlægja þau fullkomlega. Hægt er að skera húðflúr í burtu og sauma saman barmana en sú aðferð gagnast ekki nema um sé að ræða litla mynd. Báðar þessar aðferðir skilja eftir sig ör og í sumum tilfellum er betur heima setið en af stað farið.Seint á 9. áratugnum var farið að nota leysigeisla til þess að fjarlægja húðflúr og er þeirri aðferð yfirleitt beitt í dag. Meðferðin byggist á því að leiftur af sterku ljósi, líkt og myndavélaflassi, smýgur inn í húðina og hitar litarefnið þannig að það brotar niður í smærri agnir sem átfrumur hvítu blóðkornanna ráða við að fjarlægja. Þetta er gert án þess að skaða húð og vefi í kring og yfirleitt skilur meðferðin ekki eftir sig ör.

Hversu fljótt og vel gengur að fjarlægja húðflúr fer meðal annars eftir því hvar á líkamanum það er, hvernig það er á litinn, hversu stórt það er, hversu djúpt niður í húðina það nær og hversu gamalt það er. Byrjað er á að eyða dekkstu litunum í húðflúrinu og síðan þeim ljósari. Einn litur er tekinn fyrir í hvert skipti og þurfa að líða nokkrar vikur á milli meðferða. Algengt er að það þurfi 5-7 skipti til að fjarlægja húðflúr með þessum hætti en það er einstaklingsbundið og metið í hverju tilfelli fyrir sig.

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:Heimildir:Mynd af húðflúri á hnakka: POP Goes Antarctica?

Mynd af fjarlægðu húðflúri: Center for Laser Surgery

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.8.2002

Spyrjandi

Þorbjörn Geir Ólafsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2002. Sótt 5. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2650.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 16. ágúst). Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2650

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2002. Vefsíða. 5. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2650>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?
Þegar húðflúr er búið til er litarefnum sprautað djúpt inn í húðina um lítil göt sem gerð eru á húðþekjuna. Litaragnirnar eru það stórar að átfrumur líkamans ná ekki að fjarlægja þær. Litarefnin, og þar með húðflúrið, sitja því þar það sem eftir er ævinnar nema sérstakar aðgerðir komi til.

Til eru nokkrar aðferðir til þess að losna við húðflúr en þeim fylgja alltaf einhver óþægindi og ekki er hægt að lofa fullkomnum árangri í öllum tilfellum. Þó hafa orðið miklar framfarir á undanförnum árum.

Áður fyrr var húðflúr yfirleitt fjarlægt með því að skafa myndina af eða skera húðflúrið í burtu. Þegar húðflúr er skafið af er húðin í raun slípuð niður þar til litarefnin hafa verið fjarlægð. Stundum eru litarefnin það djúpt í húðinni að ekki er hægt að fjarlægja þau fullkomlega. Hægt er að skera húðflúr í burtu og sauma saman barmana en sú aðferð gagnast ekki nema um sé að ræða litla mynd. Báðar þessar aðferðir skilja eftir sig ör og í sumum tilfellum er betur heima setið en af stað farið.Seint á 9. áratugnum var farið að nota leysigeisla til þess að fjarlægja húðflúr og er þeirri aðferð yfirleitt beitt í dag. Meðferðin byggist á því að leiftur af sterku ljósi, líkt og myndavélaflassi, smýgur inn í húðina og hitar litarefnið þannig að það brotar niður í smærri agnir sem átfrumur hvítu blóðkornanna ráða við að fjarlægja. Þetta er gert án þess að skaða húð og vefi í kring og yfirleitt skilur meðferðin ekki eftir sig ör.

Hversu fljótt og vel gengur að fjarlægja húðflúr fer meðal annars eftir því hvar á líkamanum það er, hvernig það er á litinn, hversu stórt það er, hversu djúpt niður í húðina það nær og hversu gamalt það er. Byrjað er á að eyða dekkstu litunum í húðflúrinu og síðan þeim ljósari. Einn litur er tekinn fyrir í hvert skipti og þurfa að líða nokkrar vikur á milli meðferða. Algengt er að það þurfi 5-7 skipti til að fjarlægja húðflúr með þessum hætti en það er einstaklingsbundið og metið í hverju tilfelli fyrir sig.

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:Heimildir:Mynd af húðflúri á hnakka: POP Goes Antarctica?

Mynd af fjarlægðu húðflúri: Center for Laser Surgery...