Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er klám?

Guðbjörg Hildur Kolbeins



Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna:
Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.
Þann 2. mars 2001 birtist í Fókus viðtal við Sigurð John Lúðvíksson, eiganda verslananna Private og Taboo, þar sem hann kvartar sáran yfir því að vegna skorts á lagalegri skilgreiningu á hugtakinu klámi hafi lögreglan ekkert viðmið og þar af leiðandi viti hann sjálfur aldrei hvað hann megi flytja inn og selja. Ári áður hafði Sigurður verið dæmdur í Hæstarétti til einnar og hálfrar milljón króna sektar fyrir að brjóta áðurnefnd lög og staðfesti Hæstiréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorki í dómi Hæstaréttar né Héraðsdóms er að finna skýra skilgreiningu á hugtakinu „klámi“, en í niðurstöðu Héraðsdóms frá 14. júlí 2000, kemur eftirfarandi fram um það efni sem lögreglan gerði upptækt hjá Sigurði:
Lögð er áhersla á að sýna kynfæri karla og kvenna, kynmök um leggöng og endaþarm, munnmök, sjálfsfróun og fjöldakynmök, allt á ögrandi hátt ... Myndskeið eru dregin á langinn og kynfæri sýnd í nærmynd við kynmök ... án þess að séð verði að það þjóni neinu augljósu markmiði en því að sýna kynlífsathafnir. Listræn eða bókmenntaleg tjáning ástar var ekki sýnileg í þeim myndskeiðum, sem skoðuð voru.
Tíu árum áður hafði Jón Óttar Ragnarsson, þáverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, verið dæmdur til sektargreiðslu í Sakadómi Reykjavíkur fyrir að sýna svokallaðar danskar myndir, Í tvíburamerkinu og Í nautsmerkinu, á stöðinni. Rök Sakadóms voru þau sömu og Héraðsdóms síðar, að verið væri að sýna kynfæri fólks á ögrandi hátt og að slík atriði hefðu engan listrænan, fagurfræðilegan eða leikrænan tilgang.

Heyrst hefur að skilgreining á klámi sé ekki til í lögum þar sem hugtakið klám eigi að vera skilgreint samkvæmt þeim gildum sem ríkja í þjóðfélaginu á hverjum tíma og að það sé verk dómstóla að úrskurða hvað teljist vera klám og hvað ekki. Ljóst er að þeir dómarar sem dæmdu í málum Sigurðar og Jóns Óttars telja allt það efni vera klám sem sýnir kynfæri fólks og kynmök í öðrum tilgangi en listrænum. Þetta minnir á orð blaðamannsins Ellenar Willis hjá Village Voice sem sagði á sínum tíma: „Það sem kemur mér til er erótík, það sem kemur þér til er klám.“

Diana E. H. Russell, femínisti og félagsfræðingur, hefur skilgreint klám á eftirfarandi hátt:
Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.
Rannsóknir á áhrifum kynferðislegs efnis hafa ítrekað leitt í ljós að það er fyrst og fremst þegar hið kynferðislega tengist ofbeldi sem það hefur skaðleg áhrif á áhorfendur. Karlmenn sem horfa á slíkt efni eru til dæmis líklegri til að halda að konur vilji láta nauðga sér eða til að beita konur ofbeldi. Slík skilgreining er því svipuð skilgreiningu Russells, það er að segja efnið verður að sýna misnotkun, niðurlægingu eða ofbeldi til að geta flokkast sem klám. Allt annað er erótík. Hitt er svo annað mál að ekki eru allir sammála um það hvað telst vera misnotkun eða niðurlæging.

Ef litið er á það kynferðislega efni sem er á boðstólum hér á landi er ljóst að 210. grein almennu hegningarlaganna er þverbrotin. Besta dæmið um brot á lögunum er franska kvikmyndin Baise moi eða Ríddu mér sem sýnd var í Regnboganum og nú er hægt að nálgast á myndbandaleigum. Morgunblaðinu fannst titillinn reyndar svo klámfenginn að settur var rauður kross yfir hann á bíósíðum blaðsins.

Í fyrrnefndri kvikmynd eru atriði sem greinilega brjóta lög um dreifingu klámefnis svo og lög um ofbeldiskvikmyndir. Líklegt er að myndin hafi sloppið í gegn þar sem hún hefur talist vera „listræn“ en ekki verður betur séð en að lítill munur sé á henni og því efni sem yfirleitt flokkast undir klámmyndir. Ef eitthvað er, þá eru hefðbundnar klámmyndir sem þjóna þeim einum tilgangi að sýna kynmök fólks, saklausari en fyrrnefnd kvikmynd, enda er meginþorri þeirra laus við allt ofbeldi.

Ef lögum um klámefni væri framfylgt, ætti almenningur ekki að hafa aðgang að neinu því efni sem sýnir kynlíf eða aðrar kynferðislegar athafnir á opinskáan hátt. Lögunum er hins vegar ekki framfylgt nema í þeim örfáu tilfellum sem lögreglan gerir kvikmyndir upptækar hjá söluaðilum eða á myndbandaleigum.

Mikil þörf er á einhvers konar lagalegri skilgreiningu á hvað sé klám þar sem það klámefni sem er til sölu í erótískum verslunum er ákaflega misjafnt. Stór hluti þess efnis sem er til sölu er skaðlaus fullorðnum einstaklingum og rannsóknir hafa sýnt að slíkt efni kryddar kynlíf para og því engin þörf á að banna það, svo framarlega sem börn hafa ekki aðgang að því. Hins vegar má einnig finna í verslunum hér á landi kvikmyndir eftir „kvikmyndagerðarmenn“ þar sem reynt er að ganga eins langt og hægt er í niðurlægingu og ofbeldi, sérstaklega gagnvart konum. Ef eitthvað er að marka sölutölur frá innlendum erótískum verslunum hafa myndir þessara „kvikmyndagerðarmanna“ notið vinsælda þó að þessir sömu „kvikmyndagerðarmenn“ séu litnir hornauga og jafnvel fyrirlitnir af öðrum framleiðendum kláms eða erótísks efnis í heimalandi sínu.

Þar eð rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif kvikmynda sem blanda saman kynlífi og ofbeldi má velta fyrir sér hvort að lög um klám ættu ekki eingöngu að ná yfir slíkt efni, svo og allt efni sem sýnir börn eða dýr á kynferðislegan hátt, og að lögunum væri þá framfylgt af meiri hörku en nú er gert.

Mynd af kynningarspjaldi Baise Moi: IMDB (Internet Movie Database)

Teikning: HB

Höfundur

doktor í fjölmiðlafræði

Útgáfudagur

25.9.2002

Spyrjandi

Þorgeir Hjaltason
Gísla Kristjánsdóttir
Sigursteinn Arndal

Tilvísun

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvað er klám?“ Vísindavefurinn, 25. september 2002, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2677.

Guðbjörg Hildur Kolbeins. (2002, 25. september). Hvað er klám? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2677

Guðbjörg Hildur Kolbeins. „Hvað er klám?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2002. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2677>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er klám?


Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna:
Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.
Þann 2. mars 2001 birtist í Fókus viðtal við Sigurð John Lúðvíksson, eiganda verslananna Private og Taboo, þar sem hann kvartar sáran yfir því að vegna skorts á lagalegri skilgreiningu á hugtakinu klámi hafi lögreglan ekkert viðmið og þar af leiðandi viti hann sjálfur aldrei hvað hann megi flytja inn og selja. Ári áður hafði Sigurður verið dæmdur í Hæstarétti til einnar og hálfrar milljón króna sektar fyrir að brjóta áðurnefnd lög og staðfesti Hæstiréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorki í dómi Hæstaréttar né Héraðsdóms er að finna skýra skilgreiningu á hugtakinu „klámi“, en í niðurstöðu Héraðsdóms frá 14. júlí 2000, kemur eftirfarandi fram um það efni sem lögreglan gerði upptækt hjá Sigurði:
Lögð er áhersla á að sýna kynfæri karla og kvenna, kynmök um leggöng og endaþarm, munnmök, sjálfsfróun og fjöldakynmök, allt á ögrandi hátt ... Myndskeið eru dregin á langinn og kynfæri sýnd í nærmynd við kynmök ... án þess að séð verði að það þjóni neinu augljósu markmiði en því að sýna kynlífsathafnir. Listræn eða bókmenntaleg tjáning ástar var ekki sýnileg í þeim myndskeiðum, sem skoðuð voru.
Tíu árum áður hafði Jón Óttar Ragnarsson, þáverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, verið dæmdur til sektargreiðslu í Sakadómi Reykjavíkur fyrir að sýna svokallaðar danskar myndir, Í tvíburamerkinu og Í nautsmerkinu, á stöðinni. Rök Sakadóms voru þau sömu og Héraðsdóms síðar, að verið væri að sýna kynfæri fólks á ögrandi hátt og að slík atriði hefðu engan listrænan, fagurfræðilegan eða leikrænan tilgang.

Heyrst hefur að skilgreining á klámi sé ekki til í lögum þar sem hugtakið klám eigi að vera skilgreint samkvæmt þeim gildum sem ríkja í þjóðfélaginu á hverjum tíma og að það sé verk dómstóla að úrskurða hvað teljist vera klám og hvað ekki. Ljóst er að þeir dómarar sem dæmdu í málum Sigurðar og Jóns Óttars telja allt það efni vera klám sem sýnir kynfæri fólks og kynmök í öðrum tilgangi en listrænum. Þetta minnir á orð blaðamannsins Ellenar Willis hjá Village Voice sem sagði á sínum tíma: „Það sem kemur mér til er erótík, það sem kemur þér til er klám.“

Diana E. H. Russell, femínisti og félagsfræðingur, hefur skilgreint klám á eftirfarandi hátt:
Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.
Rannsóknir á áhrifum kynferðislegs efnis hafa ítrekað leitt í ljós að það er fyrst og fremst þegar hið kynferðislega tengist ofbeldi sem það hefur skaðleg áhrif á áhorfendur. Karlmenn sem horfa á slíkt efni eru til dæmis líklegri til að halda að konur vilji láta nauðga sér eða til að beita konur ofbeldi. Slík skilgreining er því svipuð skilgreiningu Russells, það er að segja efnið verður að sýna misnotkun, niðurlægingu eða ofbeldi til að geta flokkast sem klám. Allt annað er erótík. Hitt er svo annað mál að ekki eru allir sammála um það hvað telst vera misnotkun eða niðurlæging.

Ef litið er á það kynferðislega efni sem er á boðstólum hér á landi er ljóst að 210. grein almennu hegningarlaganna er þverbrotin. Besta dæmið um brot á lögunum er franska kvikmyndin Baise moi eða Ríddu mér sem sýnd var í Regnboganum og nú er hægt að nálgast á myndbandaleigum. Morgunblaðinu fannst titillinn reyndar svo klámfenginn að settur var rauður kross yfir hann á bíósíðum blaðsins.

Í fyrrnefndri kvikmynd eru atriði sem greinilega brjóta lög um dreifingu klámefnis svo og lög um ofbeldiskvikmyndir. Líklegt er að myndin hafi sloppið í gegn þar sem hún hefur talist vera „listræn“ en ekki verður betur séð en að lítill munur sé á henni og því efni sem yfirleitt flokkast undir klámmyndir. Ef eitthvað er, þá eru hefðbundnar klámmyndir sem þjóna þeim einum tilgangi að sýna kynmök fólks, saklausari en fyrrnefnd kvikmynd, enda er meginþorri þeirra laus við allt ofbeldi.

Ef lögum um klámefni væri framfylgt, ætti almenningur ekki að hafa aðgang að neinu því efni sem sýnir kynlíf eða aðrar kynferðislegar athafnir á opinskáan hátt. Lögunum er hins vegar ekki framfylgt nema í þeim örfáu tilfellum sem lögreglan gerir kvikmyndir upptækar hjá söluaðilum eða á myndbandaleigum.

Mikil þörf er á einhvers konar lagalegri skilgreiningu á hvað sé klám þar sem það klámefni sem er til sölu í erótískum verslunum er ákaflega misjafnt. Stór hluti þess efnis sem er til sölu er skaðlaus fullorðnum einstaklingum og rannsóknir hafa sýnt að slíkt efni kryddar kynlíf para og því engin þörf á að banna það, svo framarlega sem börn hafa ekki aðgang að því. Hins vegar má einnig finna í verslunum hér á landi kvikmyndir eftir „kvikmyndagerðarmenn“ þar sem reynt er að ganga eins langt og hægt er í niðurlægingu og ofbeldi, sérstaklega gagnvart konum. Ef eitthvað er að marka sölutölur frá innlendum erótískum verslunum hafa myndir þessara „kvikmyndagerðarmanna“ notið vinsælda þó að þessir sömu „kvikmyndagerðarmenn“ séu litnir hornauga og jafnvel fyrirlitnir af öðrum framleiðendum kláms eða erótísks efnis í heimalandi sínu.

Þar eð rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif kvikmynda sem blanda saman kynlífi og ofbeldi má velta fyrir sér hvort að lög um klám ættu ekki eingöngu að ná yfir slíkt efni, svo og allt efni sem sýnir börn eða dýr á kynferðislegan hátt, og að lögunum væri þá framfylgt af meiri hörku en nú er gert.

Mynd af kynningarspjaldi Baise Moi: IMDB (Internet Movie Database)

Teikning: HB...