Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?

EDS

Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margir hafa dáið á Íslandi á ári hverju aftur til 1981. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um dánarorsök, það er hversu margir hafa látist úr tilteknum sjúkdómum, slysum, fallið fyrir eigin hendi og svo framvegis. Einn flokkurinn sem hægt er að velja er “Manndráp, líkamsárás”.

Á tímabilinu 1981 til 2008 teljast 59 dauðsföll á Íslandi til manndráps eða líkamsárása sem eru rúmlega tvö tilfelli á ári að meðaltali. Ef rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að það eru aðeins fimm ár á þessu tímabili þar sem ekkert manndráp er skráð sem dánarorsök. Flest hafa manndráp verið sex á einu ári, en það var árið 2000.

Mun fleiri karlar en konur hafa fallið fyrir hendi annarra eða 43 karlar á móti 16 konum. Um helmingur þessa fólks var á aldrinum 21-40 ára.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.11.2009

Spyrjandi

Tómas Helgi Tómasson

Tilvísun

EDS. „Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2009, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26902.

EDS. (2009, 10. nóvember). Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26902

EDS. „Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2009. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26902>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margir hafa dáið á Íslandi á ári hverju aftur til 1981. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um dánarorsök, það er hversu margir hafa látist úr tilteknum sjúkdómum, slysum, fallið fyrir eigin hendi og svo framvegis. Einn flokkurinn sem hægt er að velja er “Manndráp, líkamsárás”.

Á tímabilinu 1981 til 2008 teljast 59 dauðsföll á Íslandi til manndráps eða líkamsárása sem eru rúmlega tvö tilfelli á ári að meðaltali. Ef rýnt er í tölfræðina kemur í ljós að það eru aðeins fimm ár á þessu tímabili þar sem ekkert manndráp er skráð sem dánarorsök. Flest hafa manndráp verið sex á einu ári, en það var árið 2000.

Mun fleiri karlar en konur hafa fallið fyrir hendi annarra eða 43 karlar á móti 16 konum. Um helmingur þessa fólks var á aldrinum 21-40 ára.

Heimild:

Mynd: ...