Sólin Sólin Rís 07:14 • sest 19:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:57 • Sest 10:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:35 • Síðdegis: 13:47 í Reykjavík

Hvað er shar-pei?

JMH

Shar-pei er kínverskt hundaafbrigði sem fyrst var ræktað í Suður-Kína, aðallega í Guangdong-fylki. Upprunalega voru þeir notaðir sem bardagahundar, til veiða og sem varðhundar.

Þessi hundategund var afar sjaldgæf og um tíma leit út fyrir að hún myndi deyja út. Á áttunda áratug tuttugustu aldar var sett af stað ræktunarátak í Bandaríkjunum sem kom þessu hundaafbrigði til bjargar.

Shar-pei-hundarnir hafa reynst afar vel sem varðhundar enda eru þeir húsbóndahollir. Mældir frá herðarkambi eru þeir um 46-50 cm á hæð og vel þjálfaðir hundar vega um 18-25 kg. Shar-pei hafa reynst góðir heimilishundar.

Myndin er fengin af vefsetrinu Chinese Shar-Pei.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.9.2002

Spyrjandi

Árni Björn Helgason

Tilvísun

JMH. „Hvað er shar-pei?“ Vísindavefurinn, 7. september 2002. Sótt 23. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=2691.

JMH. (2002, 7. september). Hvað er shar-pei? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2691

JMH. „Hvað er shar-pei?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2002. Vefsíða. 23. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2691>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er shar-pei?
Shar-pei er kínverskt hundaafbrigði sem fyrst var ræktað í Suður-Kína, aðallega í Guangdong-fylki. Upprunalega voru þeir notaðir sem bardagahundar, til veiða og sem varðhundar.

Þessi hundategund var afar sjaldgæf og um tíma leit út fyrir að hún myndi deyja út. Á áttunda áratug tuttugustu aldar var sett af stað ræktunarátak í Bandaríkjunum sem kom þessu hundaafbrigði til bjargar.

Shar-pei-hundarnir hafa reynst afar vel sem varðhundar enda eru þeir húsbóndahollir. Mældir frá herðarkambi eru þeir um 46-50 cm á hæð og vel þjálfaðir hundar vega um 18-25 kg. Shar-pei hafa reynst góðir heimilishundar.

Myndin er fengin af vefsetrinu Chinese Shar-Pei.

...