Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þáttartakandigullslitaður. Hér eru fáein dæmi um slík orð, bæði í þessum alllitla lista og í fullléttum texta á eftir honum:

brunnníðingur

bögggjarn

falllóð

fimmmaður (mikið fyrir 5)

fimmmenningar

gubbbragð

gulllitaður

hasssljór

jukkkartöflur

kolllítill

popppottur

radddauður

rapppar

rasssetinn

rasssíður

rokkkona

rokkkóngur (Elvis, sem var líka sukkkappi)

rokkkjuði

ruggglaður (um barn)

sigggróinn

slikkkaffi (ódýrt!)

slikkkaramella

stafffróður (starfsmannastjóri)

svalllífi

vaggglaður (um ölvaðan mann)
Eins og sjá má af þessu er til aragrúi slíkra orða og lítill vandi að búa til ný, ekki síst vegna þess hve einfalt er að mynda ný orð í íslensku með því að setja saman tvö eldri.

En áhugi manna á slíkum orðum fer nokkuð eftir því hve flaggglaðir þeir eru og hvort þeir eru uppnæmir fyrir nagggirni annarra. Grunur leikur á því að áhugamenn um þetta séu oft í rassslitnum buxum, stundi hasssölu til annarra en séu sjálfir miklir rommmenn og drekki rommið jafnvel úr gruggglösum. Sumir þeirra eru skammminnugir strafffíklar eins og það er kallað í afbrotafræðinni, og nota skegggreiður á hverjum morgni.

Til tals hefur komið að Vísindavefurinn gefi út á næstunni Orðabók þrefaldra samhljóða, sem yrði efalaust kærkomin viðbót við kropppena orðabókaflóru landsmanna. Fátt liðkar ritaðan stíl betur en vænn skammtur af alllöngum og nettteygðum þreföldum samhljóðum.

Þessa dagana er unnið að umsókn til Orðabókarnefndar og væri þess vegna æskilegt að sem flestir lesendur vefsins taki sig til og myndi rétttæk, frekar en floppprúð, orð. Orðin er hægt að senda á þetta netfang.

Einnig höfum við hug á að gefa út vandaða rappplötu með völdum orðum af þessari gerð og verður það alllíklega topppunkturinn í athugunum okkar á þessu efni.

Hér eru nokkrar tillögur sem bárust nýlega. Ritnefnd orðabókarinnar mun fara yfir þær á næstunni:
  • falllegur (sá sem er illa búinn undir próf)
  • flisssamur (sá sem á það til að flissa og flíra í tíma og ótíma)
  • blikkkassi (þarfnast ekki skýringa)
  • malllaginn (sá sem er lipur að búa til mat)
  • dökkklæddur (í svörtum fötum)
  • rokkklæddur (kominn í Elvisbúninginn)
  • splitttengi (þetta er bílaviðgerðamál)
  • skotttakki (takkinn til að opna skottið)
  • egggulur (segir sig sjálft)
  • nudddagur (afar þægilegur dagur á nuddstofunni. Má líka hafa um hitt nuddið sem er ekki eins notalegt)
  • fulllegur (sá sem virðist vera undir áhrifum áfengis)
  • sulllegur (sá sem lítur út fyrir að vera heldur oft á herðablöðunum)
  • blöfffagur (sá sem svíkur með fagurt bros á vel skapaðri vör)
  • blöfffullur (sá sem hefur látið plata sig úpp úr skónum)
  • makkkænn (eiginlega svipaðrar merkingar og blöfffagur, sá sem er lipur í samningum, oft ekki fögrum)
  • skokkkálfar (grannir kálfar eins og á langhlaupara)
  • kosssæll (sem er ljúft að kyssa)
  • skatttrítill (greiðir litla skatta)
  • ballleikur (sbr. ballskák)
  • balllinur (heimakær)
  • balllosti (svokallað hálf þrjú ástand)
  • annnískur (andstæða balllosta)
  • hakkkær (lítið fyrir T-bone steikur, hvað þá fisk!)
  • húdddreki (fígúran fremst á húddi bíls)
  • atttíður (@tíður) (virkur notandi tölvuskeyta)

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2707.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2002, 16. september). Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2707

Ritstjórn Vísindavefsins. „Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2707>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?
Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þáttartakandigullslitaður. Hér eru fáein dæmi um slík orð, bæði í þessum alllitla lista og í fullléttum texta á eftir honum:

brunnníðingur

bögggjarn

falllóð

fimmmaður (mikið fyrir 5)

fimmmenningar

gubbbragð

gulllitaður

hasssljór

jukkkartöflur

kolllítill

popppottur

radddauður

rapppar

rasssetinn

rasssíður

rokkkona

rokkkóngur (Elvis, sem var líka sukkkappi)

rokkkjuði

ruggglaður (um barn)

sigggróinn

slikkkaffi (ódýrt!)

slikkkaramella

stafffróður (starfsmannastjóri)

svalllífi

vaggglaður (um ölvaðan mann)
Eins og sjá má af þessu er til aragrúi slíkra orða og lítill vandi að búa til ný, ekki síst vegna þess hve einfalt er að mynda ný orð í íslensku með því að setja saman tvö eldri.

En áhugi manna á slíkum orðum fer nokkuð eftir því hve flaggglaðir þeir eru og hvort þeir eru uppnæmir fyrir nagggirni annarra. Grunur leikur á því að áhugamenn um þetta séu oft í rassslitnum buxum, stundi hasssölu til annarra en séu sjálfir miklir rommmenn og drekki rommið jafnvel úr gruggglösum. Sumir þeirra eru skammminnugir strafffíklar eins og það er kallað í afbrotafræðinni, og nota skegggreiður á hverjum morgni.

Til tals hefur komið að Vísindavefurinn gefi út á næstunni Orðabók þrefaldra samhljóða, sem yrði efalaust kærkomin viðbót við kropppena orðabókaflóru landsmanna. Fátt liðkar ritaðan stíl betur en vænn skammtur af alllöngum og nettteygðum þreföldum samhljóðum.

Þessa dagana er unnið að umsókn til Orðabókarnefndar og væri þess vegna æskilegt að sem flestir lesendur vefsins taki sig til og myndi rétttæk, frekar en floppprúð, orð. Orðin er hægt að senda á þetta netfang.

Einnig höfum við hug á að gefa út vandaða rappplötu með völdum orðum af þessari gerð og verður það alllíklega topppunkturinn í athugunum okkar á þessu efni.

Hér eru nokkrar tillögur sem bárust nýlega. Ritnefnd orðabókarinnar mun fara yfir þær á næstunni:
  • falllegur (sá sem er illa búinn undir próf)
  • flisssamur (sá sem á það til að flissa og flíra í tíma og ótíma)
  • blikkkassi (þarfnast ekki skýringa)
  • malllaginn (sá sem er lipur að búa til mat)
  • dökkklæddur (í svörtum fötum)
  • rokkklæddur (kominn í Elvisbúninginn)
  • splitttengi (þetta er bílaviðgerðamál)
  • skotttakki (takkinn til að opna skottið)
  • egggulur (segir sig sjálft)
  • nudddagur (afar þægilegur dagur á nuddstofunni. Má líka hafa um hitt nuddið sem er ekki eins notalegt)
  • fulllegur (sá sem virðist vera undir áhrifum áfengis)
  • sulllegur (sá sem lítur út fyrir að vera heldur oft á herðablöðunum)
  • blöfffagur (sá sem svíkur með fagurt bros á vel skapaðri vör)
  • blöfffullur (sá sem hefur látið plata sig úpp úr skónum)
  • makkkænn (eiginlega svipaðrar merkingar og blöfffagur, sá sem er lipur í samningum, oft ekki fögrum)
  • skokkkálfar (grannir kálfar eins og á langhlaupara)
  • kosssæll (sem er ljúft að kyssa)
  • skatttrítill (greiðir litla skatta)
  • ballleikur (sbr. ballskák)
  • balllinur (heimakær)
  • balllosti (svokallað hálf þrjú ástand)
  • annnískur (andstæða balllosta)
  • hakkkær (lítið fyrir T-bone steikur, hvað þá fisk!)
  • húdddreki (fígúran fremst á húddi bíls)
  • atttíður (@tíður) (virkur notandi tölvuskeyta)
...