Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?

Auður Hauksdóttir

Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisins, til dæmis í menntaskólum, var á þessu máli.

Dönskukunnátta var einnig og er enn mikilvæg fyrir alla þá fjölmörgu Íslendinga sem hafa stundað nám í Danmörku. Af þessu sést að danska tengist með órjúfanlegum hætti íslenskri menningarsögu. Með auknu sjálfstæði Íslendinga breyttist staða dönskunnar hér á landi, en engu að síður hefur hún löngum verið og er enn skyldunámsgrein í íslenskum grunn- og framhaldsskólum. Sögulegar ástæður réðu því að upphaflega var farið að kenna dönsku á Íslandi en ekki sænsku eða norsku og stjórnvöld hafa ákveðið að viðhalda þeirri hefð.

Samkvæmt nýrri námskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla á danskan að vera lykill Íslendinga að Norðurlandamálum, það er hún á að vera samskiptamál Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir. Margt bendir til þess að danskan sé ágætlega til þess fallin að gegna þessu lykilhlutverki. Danska er kennd sem erlent mál á Grænlandi og í Færeyjum og því hentar hún vel í samskiptum við þessar grannþjóðir okkar. Þá hefur reynslan sýnt, að flestir Íslendingar sem ná góðum tökum á dönsku eiga yfirleitt auðvelt með að skilja norsku- og sænskumælandi fólk og jafnframt eiga þeir auðvelt með að gera sig skiljanlega, ef þeir aðlaga dönskuna íslenskum framburði. Fyrir því liggja meðal annars málsögulegar ástæður.

Um það leyti sem Ísland byggðist var sama málið talað víðast hvar á Norðurlöndum, það er fornnorræna. Þetta mál þróaðist smám saman í ólíkar áttir og úr urðu þjóðtungur Svía, Dana, Norðmanna, Færeyinga og Íslendinga. Mál þessara þjóða eru skyld, til dæmis eiga þau að miklu leyti sameiginlegan orðaforða og setningaskipan er lík, en jafnframt eru þau ólík til dæmis hvað varðar framburð. Ef málin eru borin saman innbyrðis eru sum norræn mál líkari en önnur. Í því sambandi er talað um tvo málaflokka, það er annars vegar austurnorræn mál, en þau eru sænska og danska og hins vegar vesturnorræn mál, en þau eru norska, færeyska og íslenska.

Vesturnorrænu málin eiga það sameiginlegt að líkjast meira fornnorrænu en austurnorrænu málin og er íslenskan talin líkust fornnorrænu af vesturnorrænu málunum þar sem hún hefur tekið minnstum breytingum. Þar sem norska er skyldari íslensku en danska (bæði vestnorræn mál) ættu Íslendingar alla jafna að eiga auðveldara með að læra norsku en dönsku. En sá fylgir böggull skammrifi að þó þeir skilji norsku geta þeir átt í erfiðleikum með að skilja dönsku vegna þess hve framburðurinn er ólíkur. Það er því skynsamlegt að læra mál sem tilheyrir öðrum málaflokki en íslenska.

Eins og áður er getið eiga Íslendingar auðvelt með að breyta framburði sínum á dönsku og tala hana með svolítið íslenskulegum framburði. Þetta málafbrigði er oft kallað skandinavíska og reynslan sýnir að yfirleitt vefst það ekki fyrir grannþjóðum okkar að skilja þetta íslenska afbrigði af dönsku.

Höfundur

lektor í dönsku við HÍ

Útgáfudagur

22.3.2000

Spyrjandi

Emil Þór Guðjónsson, Margrét Sigurðardóttir

Tilvísun

Auður Hauksdóttir. „Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2000. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=272.

Auður Hauksdóttir. (2000, 22. mars). Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=272

Auður Hauksdóttir. „Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2000. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=272>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?
Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisins, til dæmis í menntaskólum, var á þessu máli.

Dönskukunnátta var einnig og er enn mikilvæg fyrir alla þá fjölmörgu Íslendinga sem hafa stundað nám í Danmörku. Af þessu sést að danska tengist með órjúfanlegum hætti íslenskri menningarsögu. Með auknu sjálfstæði Íslendinga breyttist staða dönskunnar hér á landi, en engu að síður hefur hún löngum verið og er enn skyldunámsgrein í íslenskum grunn- og framhaldsskólum. Sögulegar ástæður réðu því að upphaflega var farið að kenna dönsku á Íslandi en ekki sænsku eða norsku og stjórnvöld hafa ákveðið að viðhalda þeirri hefð.

Samkvæmt nýrri námskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla á danskan að vera lykill Íslendinga að Norðurlandamálum, það er hún á að vera samskiptamál Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir. Margt bendir til þess að danskan sé ágætlega til þess fallin að gegna þessu lykilhlutverki. Danska er kennd sem erlent mál á Grænlandi og í Færeyjum og því hentar hún vel í samskiptum við þessar grannþjóðir okkar. Þá hefur reynslan sýnt, að flestir Íslendingar sem ná góðum tökum á dönsku eiga yfirleitt auðvelt með að skilja norsku- og sænskumælandi fólk og jafnframt eiga þeir auðvelt með að gera sig skiljanlega, ef þeir aðlaga dönskuna íslenskum framburði. Fyrir því liggja meðal annars málsögulegar ástæður.

Um það leyti sem Ísland byggðist var sama málið talað víðast hvar á Norðurlöndum, það er fornnorræna. Þetta mál þróaðist smám saman í ólíkar áttir og úr urðu þjóðtungur Svía, Dana, Norðmanna, Færeyinga og Íslendinga. Mál þessara þjóða eru skyld, til dæmis eiga þau að miklu leyti sameiginlegan orðaforða og setningaskipan er lík, en jafnframt eru þau ólík til dæmis hvað varðar framburð. Ef málin eru borin saman innbyrðis eru sum norræn mál líkari en önnur. Í því sambandi er talað um tvo málaflokka, það er annars vegar austurnorræn mál, en þau eru sænska og danska og hins vegar vesturnorræn mál, en þau eru norska, færeyska og íslenska.

Vesturnorrænu málin eiga það sameiginlegt að líkjast meira fornnorrænu en austurnorrænu málin og er íslenskan talin líkust fornnorrænu af vesturnorrænu málunum þar sem hún hefur tekið minnstum breytingum. Þar sem norska er skyldari íslensku en danska (bæði vestnorræn mál) ættu Íslendingar alla jafna að eiga auðveldara með að læra norsku en dönsku. En sá fylgir böggull skammrifi að þó þeir skilji norsku geta þeir átt í erfiðleikum með að skilja dönsku vegna þess hve framburðurinn er ólíkur. Það er því skynsamlegt að læra mál sem tilheyrir öðrum málaflokki en íslenska.

Eins og áður er getið eiga Íslendingar auðvelt með að breyta framburði sínum á dönsku og tala hana með svolítið íslenskulegum framburði. Þetta málafbrigði er oft kallað skandinavíska og reynslan sýnir að yfirleitt vefst það ekki fyrir grannþjóðum okkar að skilja þetta íslenska afbrigði af dönsku.

...