Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?

Kristín Bjarnadóttir

Upprunalega spurningin var:

Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun?

Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk misvel þrátt fyrir einokunina. Árið 1774 tók Danakonungur við versluninni. Hún nefndist þá konungsverslun og varð meðal annars vettvangur umbótatilrauna konungs á Íslandi eftir erfiða tíma.

Árið 1781 var Íslandsverslunin sameinuð öðrum verslunum Dana í Norðurhöfum. Sama ár var gefin út Reglugerð um konunglegu grænlensku, íslensku, finnmerksku og færeysku verslunina.[1] Þar segir að verslunin skuli sjá um að allt sem varðar mál og vigt skuli vera í samræmi við tilskipun konungs. Tilskipunin var gefin út árið 1698 en innleidd á Íslandi árið 1776 og aldrei birt þar.

Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára.

Mælieiningar með sama heiti gátu verið mismunandi frá einu ríki til annars. Í tilskipuninni er tekið fram að dönsk alin skuli vera óbreytanlegur grundvöllur fyrir mál og vog í danska ríkinu. Til viðmiðunar var steypt alin úr járni geymd í höfuðstöðvum hins opinbera í Kaupmannahöfn, Árósum, Álaborg, Kristjaníu í Noregi og Bergen. Ein dönsk alin var tvö dönsk fet en danskur faðmur þrjá álnir. Eitt fet skiptist í 12 þumlunga (tommur).

Danskur pottur var mældur þannig að 32 pottar fylltu eitt rúmfet. Hver pottur var fjórir pelar. Stærð tunnu var mismunandi eftir því hvert innihald hennar var; tunna af korni var 144 pottar, tunna af salti 176 pottar, tunna af öli 136 pottar, og tunna af norskri tjöru 120 pottar. Ein áma var 155 pottar.

Danskt pund var metið eftir einu rúmfeti eða 32 pottum af fersku vatni sem vógu þá 62 pund. Sextán pund jafngiltu einu líspundi, og tuttugu líspund voru eitt skippund. Í einu dönsku pundi voru 2 merkur, 16 únsur eða 32 lóð. Eitt lóð var 4 kvint.

Þessar mælieiningar eru kynntar í kennslubók í reikningi eftir Ólaf Stefánsson stiftamtmann, Stutt undirvísun í reikningslistinni og algebra, sem kom út árið 1785. Þar kemur einnig fram að þýsk míla, sem virðist hafa verið notuð í danska ríkinu, er 4000 faðmar, frönsk míla 2000 faðmar en ensk míla 1000 faðmar. Þingmannaleið er 5 þýskar mílur en bæjarleið er 720 faðmar.

Sívalningurinn vinstra megin á myndinni var upprunalegt viðmið kílógrammsins frá 1889 til 2019.

Metrakerfið var lögleitt á Íslandi árið 1907. Gildi hinna gömlu eininga urðu þá sem hér segir:

  • 1 (þýsk) míla = 7,532 km
  • 1 alin = 0,6277 metrar
  • 1 þumlungur = 2,615 cm
  • 1 pottur = 0,9661 lítrar (oft námundað í 1 lítra)
  • 1 rúmfet = 30,916 dm3
  • 1 pund = 0,497 kg (oft námundað í 0,5 kg)

Aðrar mælieiningar má reikna út frá þessum einingum.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt að skoða hana hér: Reglement om den kongelige grønlandske, islandske, finmarkske og færøiske handel - Bækur.is. (Sótt 9.03.2020).

Heimildir

  • Lovsamling for Island (1853). 1. bindi (1096–1720), bls. 530–541. Kaupmannahöfn: Höst.
  • Ólafur Daníelsson (1906). Reikningsbók. Reykjavík: Sigurður Kristjánsson.
  • Ólafur Stefánsson (Stephensen) (1785). Stutt Undirvísun í Reikníngslistinni og Algebra. Kaupmannahöfn: Höfundur.
  • Páll Stefánsson frá Þverá (1912). Um metramál. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Reglement om den kongelige grønlandske, islandske, finmarkske og færøiske handel (1781). Kaupmannahöfn.

Myndir:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

23.3.2020

Spyrjandi

Marie Luise Alf

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2020. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76925.

Kristín Bjarnadóttir. (2020, 23. mars). Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76925

Kristín Bjarnadóttir. „Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2020. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76925>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?
Upprunalega spurningin var:

Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun?

Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk misvel þrátt fyrir einokunina. Árið 1774 tók Danakonungur við versluninni. Hún nefndist þá konungsverslun og varð meðal annars vettvangur umbótatilrauna konungs á Íslandi eftir erfiða tíma.

Árið 1781 var Íslandsverslunin sameinuð öðrum verslunum Dana í Norðurhöfum. Sama ár var gefin út Reglugerð um konunglegu grænlensku, íslensku, finnmerksku og færeysku verslunina.[1] Þar segir að verslunin skuli sjá um að allt sem varðar mál og vigt skuli vera í samræmi við tilskipun konungs. Tilskipunin var gefin út árið 1698 en innleidd á Íslandi árið 1776 og aldrei birt þar.

Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára.

Mælieiningar með sama heiti gátu verið mismunandi frá einu ríki til annars. Í tilskipuninni er tekið fram að dönsk alin skuli vera óbreytanlegur grundvöllur fyrir mál og vog í danska ríkinu. Til viðmiðunar var steypt alin úr járni geymd í höfuðstöðvum hins opinbera í Kaupmannahöfn, Árósum, Álaborg, Kristjaníu í Noregi og Bergen. Ein dönsk alin var tvö dönsk fet en danskur faðmur þrjá álnir. Eitt fet skiptist í 12 þumlunga (tommur).

Danskur pottur var mældur þannig að 32 pottar fylltu eitt rúmfet. Hver pottur var fjórir pelar. Stærð tunnu var mismunandi eftir því hvert innihald hennar var; tunna af korni var 144 pottar, tunna af salti 176 pottar, tunna af öli 136 pottar, og tunna af norskri tjöru 120 pottar. Ein áma var 155 pottar.

Danskt pund var metið eftir einu rúmfeti eða 32 pottum af fersku vatni sem vógu þá 62 pund. Sextán pund jafngiltu einu líspundi, og tuttugu líspund voru eitt skippund. Í einu dönsku pundi voru 2 merkur, 16 únsur eða 32 lóð. Eitt lóð var 4 kvint.

Þessar mælieiningar eru kynntar í kennslubók í reikningi eftir Ólaf Stefánsson stiftamtmann, Stutt undirvísun í reikningslistinni og algebra, sem kom út árið 1785. Þar kemur einnig fram að þýsk míla, sem virðist hafa verið notuð í danska ríkinu, er 4000 faðmar, frönsk míla 2000 faðmar en ensk míla 1000 faðmar. Þingmannaleið er 5 þýskar mílur en bæjarleið er 720 faðmar.

Sívalningurinn vinstra megin á myndinni var upprunalegt viðmið kílógrammsins frá 1889 til 2019.

Metrakerfið var lögleitt á Íslandi árið 1907. Gildi hinna gömlu eininga urðu þá sem hér segir:

  • 1 (þýsk) míla = 7,532 km
  • 1 alin = 0,6277 metrar
  • 1 þumlungur = 2,615 cm
  • 1 pottur = 0,9661 lítrar (oft námundað í 1 lítra)
  • 1 rúmfet = 30,916 dm3
  • 1 pund = 0,497 kg (oft námundað í 0,5 kg)

Aðrar mælieiningar má reikna út frá þessum einingum.

Tilvísun:
  1. ^ Hægt að skoða hana hér: Reglement om den kongelige grønlandske, islandske, finmarkske og færøiske handel - Bækur.is. (Sótt 9.03.2020).

Heimildir

  • Lovsamling for Island (1853). 1. bindi (1096–1720), bls. 530–541. Kaupmannahöfn: Höst.
  • Ólafur Daníelsson (1906). Reikningsbók. Reykjavík: Sigurður Kristjánsson.
  • Ólafur Stefánsson (Stephensen) (1785). Stutt Undirvísun í Reikníngslistinni og Algebra. Kaupmannahöfn: Höfundur.
  • Páll Stefánsson frá Þverá (1912). Um metramál. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
  • Reglement om den kongelige grønlandske, islandske, finmarkske og færøiske handel (1781). Kaupmannahöfn.

Myndir:...