Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?

Guðmundur Hálfdanarson

Upphafleg spurning var:
Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli lengdar-, þyngdar- og rúmmálseininga kerfisins, eða eru allar þessar tölur valdar af handahófi? Af hverju í ósköpunum þurfa Kanarnir að hafa þetta allt öðruvísi, þetta eru jú upprunalega Evrópubúar. Af hverju að notast við aðra spennu á rafmagni?
Metrakerfið á uppruna sinn í frönsku byltingunni og upplýsingastefnu 18. aldar í Frakklandi. Í því sameinast annars vegar áhugi upplýsingarmanna á að koma heiminum í skynsamleg kerfi og hins vegar viðleitni franskra byltingarmanna til að hverfa frá hefðum gamla samfélagsins og byggja upp nýtt samfélag reist á grunni jafnréttis.

Í anda upplýsingarstefnunnar valdi franska akademían að miða grunneiningu lengdarmælinga, metrann, við ákveðna náttúrulega stærð og tryggja þar með að hún breyttist ekki. Valinn var 1/10.000.000 hluti úr fjarlægðinni frá heimskauti til miðbaugs, eins og hún mælist á lengdarbaug gegnum París. Eftir sex ára mælingar komust menn að því að hin nýja eining skyldi vera 39,37008 þumlungar. Í anda byltingarinnar var kerfið samræmt fyrir landið allt, en fram að þessum tíma hafði ríkt mikil óreiða í mælingum, jafnvel innan lands eins og Frakklands. Hugmyndin að kerfinu var fyrst samþykkt árið 1791 í þjóðþingi Frakka og var smám saman viðurkennd um stóran hluta heimsins (á Íslandi var kerfið tekið upp samkvæmt lögum nr. 33, 16. sept. 1907).


Ökumenn verða að fylgjast með viðeigandi hraðatölum.

Hér er rétt að skjóta því inn að metrakerfið er yngra en Bandaríkin. Lengdareiningar eins og fet, álnir og faðmar, sem styðjast við ákveðna líkamshluta manna, hafa tíðkast frá aldaöðli í mörgum samfélögum manna. Bandaríkjamenn hafa trúlega í upphafi tekið kerfi sitt að mestu eftir Bretum, en þeir hafa líka verið tregir að taka upp metrakerfið.

Ástæðan fyrir almennri viðurkenningu metrakerfisins er sú augljósa staðreynd að það virkar vel; það er handhægt í notkun og hægt er að skilgreina hverja mælieiningu af vísindalegri nákvæmni. Nú er að vísu ekki lengur stuðst við ummál jarðar í þessu skyni heldur þá vegalengd sem ljós ferðast í tómarúmi á ákveðnu broti úr sekúndu. En vegna hagkvæmninnar er metrakerfið almennt notað í vísindum, og þá allt eins í Bandaríkjunum og annars staðar. Eins er augljóst hagræði að því að nota sömu mælieiningar um allan heim, þar sem annars kann að koma upp óþægilegur misskilningur, til dæmis þegar verið er að selja vörur á milli landa eða smíða geimför þar sem nákvæmni er gríðarlega mikilvæg.

Samt sem áður hafa ýmsar þjóðir þráast við að taka upp metrakerfið í daglegu lífi og eru Bandaríkin þar þekktasta dæmið. Ástæða þess er sjálfsagt ekki önnur en sú að mælieiningar eru menningarleg fyrirbæri ekki síður en rökrænt kerfi til að mæla hluti. Í því sambandi má benda á að franskir byltingarmenn umbreyttu ekki aðeins mælikerfinu heldur einnig tímatalinu, og þá eftir sömu reglum og lágu að baki metrakerfinu. Þeir tóku upp 10 daga vikur, hver mánuður var þrjátíu dagar (eða þrjár vikur) og þeir fimm dagar sem þannig stóðu eftir voru taldir sérstaklega (sex dagar í hlaupári).

Upphaf tímatalsins var ekki lengur miðað við fæðingu Krists, heldur stofndag lýðveldisins, og nöfnum mánaðanna var breytt þannig að þau endurspegluðu einkenni hverrar árstíðar (tíminn frá 20. apríl til 19. maí nefndist þannig Floréal, og vísaði því til blóma, 19. júlí til 17. ágúst Thermidor, með tilvísun til hita, og svo framvegis).

Þetta ágæta kerfi fékk engan stuðning að byltingunni lokinni, þótt það sé greinilega rökréttara en það tímatal sem við búum við. Hér varð hefðin, sem á sér sterkar rætur í kristinni trú, nýjungunum yfirsterkari og við lifum án mikilla erfiðleika við órökrétt tímatal. Á sama hátt hefur bandarískur almenningur staðið gegn breytingum á sínum mælieiningum þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að innleiða metrakerfið, enda hefur fólk tamið sér að hugsa í mílum, gallonum, fahrenheitgráðum, og svo framvegis.

Engin einföld leið er að breyta einni mælieiningu í aðra í mælikerfi Bandaríkjamanna. Þannig eru 12 þumlungar (inches) í einu feti, 3 fet í einum "yard" en 1.760 "yards" í einni mílu, og enskar mílur og gallon eru ekki sömu og bandarísk. Þetta veldur mönnum samt ekki neinum verulegum erfiðleikum í daglegu lífi, að minnsta kosti ekki svo miklum að hinn almenni Bandaríkjamaður sé tilbúinn til að kasta frá sér einingum sem hann þekkir og hefur tilfinningu fyrir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðmundur Hálfdanarson

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.3.2000

Spyrjandi

Garðar Hauksson, f. 1982

Tilvísun

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2000. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=189.

Guðmundur Hálfdanarson. (2000, 7. mars). Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=189

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2000. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=189>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:

Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli lengdar-, þyngdar- og rúmmálseininga kerfisins, eða eru allar þessar tölur valdar af handahófi? Af hverju í ósköpunum þurfa Kanarnir að hafa þetta allt öðruvísi, þetta eru jú upprunalega Evrópubúar. Af hverju að notast við aðra spennu á rafmagni?
Metrakerfið á uppruna sinn í frönsku byltingunni og upplýsingastefnu 18. aldar í Frakklandi. Í því sameinast annars vegar áhugi upplýsingarmanna á að koma heiminum í skynsamleg kerfi og hins vegar viðleitni franskra byltingarmanna til að hverfa frá hefðum gamla samfélagsins og byggja upp nýtt samfélag reist á grunni jafnréttis.

Í anda upplýsingarstefnunnar valdi franska akademían að miða grunneiningu lengdarmælinga, metrann, við ákveðna náttúrulega stærð og tryggja þar með að hún breyttist ekki. Valinn var 1/10.000.000 hluti úr fjarlægðinni frá heimskauti til miðbaugs, eins og hún mælist á lengdarbaug gegnum París. Eftir sex ára mælingar komust menn að því að hin nýja eining skyldi vera 39,37008 þumlungar. Í anda byltingarinnar var kerfið samræmt fyrir landið allt, en fram að þessum tíma hafði ríkt mikil óreiða í mælingum, jafnvel innan lands eins og Frakklands. Hugmyndin að kerfinu var fyrst samþykkt árið 1791 í þjóðþingi Frakka og var smám saman viðurkennd um stóran hluta heimsins (á Íslandi var kerfið tekið upp samkvæmt lögum nr. 33, 16. sept. 1907).


Ökumenn verða að fylgjast með viðeigandi hraðatölum.

Hér er rétt að skjóta því inn að metrakerfið er yngra en Bandaríkin. Lengdareiningar eins og fet, álnir og faðmar, sem styðjast við ákveðna líkamshluta manna, hafa tíðkast frá aldaöðli í mörgum samfélögum manna. Bandaríkjamenn hafa trúlega í upphafi tekið kerfi sitt að mestu eftir Bretum, en þeir hafa líka verið tregir að taka upp metrakerfið.

Ástæðan fyrir almennri viðurkenningu metrakerfisins er sú augljósa staðreynd að það virkar vel; það er handhægt í notkun og hægt er að skilgreina hverja mælieiningu af vísindalegri nákvæmni. Nú er að vísu ekki lengur stuðst við ummál jarðar í þessu skyni heldur þá vegalengd sem ljós ferðast í tómarúmi á ákveðnu broti úr sekúndu. En vegna hagkvæmninnar er metrakerfið almennt notað í vísindum, og þá allt eins í Bandaríkjunum og annars staðar. Eins er augljóst hagræði að því að nota sömu mælieiningar um allan heim, þar sem annars kann að koma upp óþægilegur misskilningur, til dæmis þegar verið er að selja vörur á milli landa eða smíða geimför þar sem nákvæmni er gríðarlega mikilvæg.

Samt sem áður hafa ýmsar þjóðir þráast við að taka upp metrakerfið í daglegu lífi og eru Bandaríkin þar þekktasta dæmið. Ástæða þess er sjálfsagt ekki önnur en sú að mælieiningar eru menningarleg fyrirbæri ekki síður en rökrænt kerfi til að mæla hluti. Í því sambandi má benda á að franskir byltingarmenn umbreyttu ekki aðeins mælikerfinu heldur einnig tímatalinu, og þá eftir sömu reglum og lágu að baki metrakerfinu. Þeir tóku upp 10 daga vikur, hver mánuður var þrjátíu dagar (eða þrjár vikur) og þeir fimm dagar sem þannig stóðu eftir voru taldir sérstaklega (sex dagar í hlaupári).

Upphaf tímatalsins var ekki lengur miðað við fæðingu Krists, heldur stofndag lýðveldisins, og nöfnum mánaðanna var breytt þannig að þau endurspegluðu einkenni hverrar árstíðar (tíminn frá 20. apríl til 19. maí nefndist þannig Floréal, og vísaði því til blóma, 19. júlí til 17. ágúst Thermidor, með tilvísun til hita, og svo framvegis).

Þetta ágæta kerfi fékk engan stuðning að byltingunni lokinni, þótt það sé greinilega rökréttara en það tímatal sem við búum við. Hér varð hefðin, sem á sér sterkar rætur í kristinni trú, nýjungunum yfirsterkari og við lifum án mikilla erfiðleika við órökrétt tímatal. Á sama hátt hefur bandarískur almenningur staðið gegn breytingum á sínum mælieiningum þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að innleiða metrakerfið, enda hefur fólk tamið sér að hugsa í mílum, gallonum, fahrenheitgráðum, og svo framvegis.

Engin einföld leið er að breyta einni mælieiningu í aðra í mælikerfi Bandaríkjamanna. Þannig eru 12 þumlungar (inches) í einu feti, 3 fet í einum "yard" en 1.760 "yards" í einni mílu, og enskar mílur og gallon eru ekki sömu og bandarísk. Þetta veldur mönnum samt ekki neinum verulegum erfiðleikum í daglegu lífi, að minnsta kosti ekki svo miklum að hinn almenni Bandaríkjamaður sé tilbúinn til að kasta frá sér einingum sem hann þekkir og hefur tilfinningu fyrir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...