Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Í hvaða löndum er tommukerfið notað?

EDS

Eftir því sem næst verður komist er metrakerfið hið opinbera kerfi mælieininga í öllum löndum heims að Líberíu, Mjanmar (Búrma) og Bandaríkjunum undanskildum. Þrátt fyrir að þessi þrjú lönd noti annað mælieiningakerfi þá sjást einingar úr metrakerfinu þar í sumum tilfellum.



Kortið sýnir um það bil hvenær lönd hafa tekið upp metrakerfið. Svörtu löndin þrjú, Bandaríkin, Líbería og Mjanmar hafa ekki tekið upp metrakerfið.

Á sama hátt má sjá einingar úr öðrum kerfum í ýmsum löndum þar sem metrakerfið er hið opinbera kerfi mælieininga, en í mismiklum mæli. Bretland og Kanada eru dæmi um lönd þar sem metrakerfið er formlega í gildi en einingar úr engilsaxneska einingakerfinu (tommur, pund, og svo framvegis.) eru töluvert mikið notaðar, sérstaklega meðal almennings í daglegu lífi.

Í Kanada er ekki óalgengt að fólk gefi upp hæð sína í fetum og tommum og þyngdina í pundum. Einnig er algengt að sjá verð á matvælum gefið upp miðað við pund en ekki kíló. Í Bretlandi er vökvi, svo sem mjólk og bjór gjarnan mældur í hálfpottum (e. pints), verð á mat gefið upp miðað við hvert pund, þyngd fólks í einingunni stone og hæð í fetum og tommum. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hvernig aðrar einingar en þær úr metrakerfinu eru notaðar.

Þótt metrakerfið hafi formlega verið tekið upp á Íslandi árið 1907 þá sjáum við vissulega einingar úr öðrum kerfum hér. Til dæmis er stærð á pítsum, dekkjum (bæði bíla og reiðhjóla), hljómplötum og sjónvarps- og tölvuskjám, yfirleitt gefin upp í tommum. Í stangveiði er þyngd fisks gefin upp í pundum, þyngd á nýfæddum börnum hefur lengi verið gefin upp í mörkum og vegalengd á sjó er gefin upp í sjómílum.

Meira um mælieiningar á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.2.2009

Spyrjandi

Róbert Þór Einarsson, f. 1992

Tilvísun

EDS. „Í hvaða löndum er tommukerfið notað? “ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49118.

EDS. (2009, 25. febrúar). Í hvaða löndum er tommukerfið notað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49118

EDS. „Í hvaða löndum er tommukerfið notað? “ Vísindavefurinn. 25. feb. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49118>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hvaða löndum er tommukerfið notað?
Eftir því sem næst verður komist er metrakerfið hið opinbera kerfi mælieininga í öllum löndum heims að Líberíu, Mjanmar (Búrma) og Bandaríkjunum undanskildum. Þrátt fyrir að þessi þrjú lönd noti annað mælieiningakerfi þá sjást einingar úr metrakerfinu þar í sumum tilfellum.



Kortið sýnir um það bil hvenær lönd hafa tekið upp metrakerfið. Svörtu löndin þrjú, Bandaríkin, Líbería og Mjanmar hafa ekki tekið upp metrakerfið.

Á sama hátt má sjá einingar úr öðrum kerfum í ýmsum löndum þar sem metrakerfið er hið opinbera kerfi mælieininga, en í mismiklum mæli. Bretland og Kanada eru dæmi um lönd þar sem metrakerfið er formlega í gildi en einingar úr engilsaxneska einingakerfinu (tommur, pund, og svo framvegis.) eru töluvert mikið notaðar, sérstaklega meðal almennings í daglegu lífi.

Í Kanada er ekki óalgengt að fólk gefi upp hæð sína í fetum og tommum og þyngdina í pundum. Einnig er algengt að sjá verð á matvælum gefið upp miðað við pund en ekki kíló. Í Bretlandi er vökvi, svo sem mjólk og bjór gjarnan mældur í hálfpottum (e. pints), verð á mat gefið upp miðað við hvert pund, þyngd fólks í einingunni stone og hæð í fetum og tommum. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hvernig aðrar einingar en þær úr metrakerfinu eru notaðar.

Þótt metrakerfið hafi formlega verið tekið upp á Íslandi árið 1907 þá sjáum við vissulega einingar úr öðrum kerfum hér. Til dæmis er stærð á pítsum, dekkjum (bæði bíla og reiðhjóla), hljómplötum og sjónvarps- og tölvuskjám, yfirleitt gefin upp í tommum. Í stangveiði er þyngd fisks gefin upp í pundum, þyngd á nýfæddum börnum hefur lengi verið gefin upp í mörkum og vegalengd á sjó er gefin upp í sjómílum.

Meira um mælieiningar á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: