Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað er einn hestur mörg hestöfl?

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Þegar talað er til dæmis um "100 hesta vél" þá er það samkvæmt okkar skilningi eins konar stytting eða einföldun fyrir "100 hestafla vél". "Einn hestur" er því í slíku samhengi sama og eitt hestafl enda var mælieiningin hestafl ákvörðuð með hliðsjón af meðalafköstum hesta í námuvinnu.

Hestafl er mælieining um afl eða afköst (power), skilgreind sem það afl sem þarf til að lyfta 75 kg um einn metra á sekúndu.

Vísindamenn nota yfirleitt ekki eininguna hestafl til að mæla afl, heldur eininguna watt sem er skammstöfuð W.

Það var skoski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn James Watt (1736-1819) sem bjó til hugtakið hestafl. Hann vann að endurbótum á gufuvélinni sem meðal annars var notuð í námuvinnu. Í mörgum námum voru smáhestar notaðir til að draga kol upp úr námunum. Watt reiknaði út meðalafköst hestanna en þar sem þetta voru smáhestar jók hann við þá tölu og ákvarðaði þannig eitt hestaafl. (e. horse power).

Mælieiningin hestafl lifir ágætu lífi þegar rætt er um bíla og báta. Þá er iðulega nefnt hversu mörg hestöfl vélarnar eru. Ef til vill finnst mönnum sérstaklega viðeigandi að tákna vélarafl bíla í hestöflum þó að engum detti í hug að lýsa afli ljósaperu eða annarra heimilistækja með þeim hætti. Eins er það kannski myndrænna að tala um 300 hestafla tryllitæki heldur en 223,8 kW vél.


Skopmynd af einu hestafli.

Einingin watt dregur auðvitað nafn sitt af James Watt. Eitt watt samsvarar 1 júl á sekúndu. Vinnan 1 júl er sama og 1 Nm (njútonmetri), það er að segja sú vinna sem krafturinn 1N framkvæmir við eins metra færslu. Krafturinn 1 N er sá kraftur sem gefur 1 kg hröðunina 1 m á s2 eða eykur með öðrum orðum hraðann um 1 m/s á hverri sekúndu. Eitt hestafl er 746 W.

Það felst í upphaflegri skilgreiningu mælieiningarinnar að meðalhestur býr yfir einu hestafli, það er að segja að meðalhestur á að geta lyft 75 kg um einn metra á sekúndu, en sumir hestar geta auðvitað meira og aðrir minna.

Hestafl er ekki eina orðið dregið af hestum sem við notum sem mælieiningu. Orðið hestburður var notað fyrr á tíð um bagga sem hestar báru. Fyrir tíð vinnuvéla var heyi rakað saman í sátur sem bundnar voru í bagga. Hestarnir báru síðan tvo bagga í hlöðu og það var hestburður. Bagginn var um 40-50 kg og hestburður er því um 100 kg.

Hægt er að lesa meira um hestburð í svari við spurningunni Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir? Um James Watt er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um James Watt?

Heimild og mynd:

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

25.1.2008

Spyrjandi

Guðlaug Vala
Ólafur Óðinn Valdemarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er einn hestur mörg hestöfl?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2008. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7029.

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2008, 25. janúar). Hvað er einn hestur mörg hestöfl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7029

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er einn hestur mörg hestöfl?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2008. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7029>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er einn hestur mörg hestöfl?
Þegar talað er til dæmis um "100 hesta vél" þá er það samkvæmt okkar skilningi eins konar stytting eða einföldun fyrir "100 hestafla vél". "Einn hestur" er því í slíku samhengi sama og eitt hestafl enda var mælieiningin hestafl ákvörðuð með hliðsjón af meðalafköstum hesta í námuvinnu.

Hestafl er mælieining um afl eða afköst (power), skilgreind sem það afl sem þarf til að lyfta 75 kg um einn metra á sekúndu.

Vísindamenn nota yfirleitt ekki eininguna hestafl til að mæla afl, heldur eininguna watt sem er skammstöfuð W.

Það var skoski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn James Watt (1736-1819) sem bjó til hugtakið hestafl. Hann vann að endurbótum á gufuvélinni sem meðal annars var notuð í námuvinnu. Í mörgum námum voru smáhestar notaðir til að draga kol upp úr námunum. Watt reiknaði út meðalafköst hestanna en þar sem þetta voru smáhestar jók hann við þá tölu og ákvarðaði þannig eitt hestaafl. (e. horse power).

Mælieiningin hestafl lifir ágætu lífi þegar rætt er um bíla og báta. Þá er iðulega nefnt hversu mörg hestöfl vélarnar eru. Ef til vill finnst mönnum sérstaklega viðeigandi að tákna vélarafl bíla í hestöflum þó að engum detti í hug að lýsa afli ljósaperu eða annarra heimilistækja með þeim hætti. Eins er það kannski myndrænna að tala um 300 hestafla tryllitæki heldur en 223,8 kW vél.


Skopmynd af einu hestafli.

Einingin watt dregur auðvitað nafn sitt af James Watt. Eitt watt samsvarar 1 júl á sekúndu. Vinnan 1 júl er sama og 1 Nm (njútonmetri), það er að segja sú vinna sem krafturinn 1N framkvæmir við eins metra færslu. Krafturinn 1 N er sá kraftur sem gefur 1 kg hröðunina 1 m á s2 eða eykur með öðrum orðum hraðann um 1 m/s á hverri sekúndu. Eitt hestafl er 746 W.

Það felst í upphaflegri skilgreiningu mælieiningarinnar að meðalhestur býr yfir einu hestafli, það er að segja að meðalhestur á að geta lyft 75 kg um einn metra á sekúndu, en sumir hestar geta auðvitað meira og aðrir minna.

Hestafl er ekki eina orðið dregið af hestum sem við notum sem mælieiningu. Orðið hestburður var notað fyrr á tíð um bagga sem hestar báru. Fyrir tíð vinnuvéla var heyi rakað saman í sátur sem bundnar voru í bagga. Hestarnir báru síðan tvo bagga í hlöðu og það var hestburður. Bagginn var um 40-50 kg og hestburður er því um 100 kg.

Hægt er að lesa meira um hestburð í svari við spurningunni Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir? Um James Watt er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um James Watt?

Heimild og mynd:...